Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2019 17:07 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. Formaður VR gaf stjórnendum Kviku fjögurra daga frest til að draga hækkanir til baka ella myndi VR taka allt sitt fé, um 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans.VR birti opið bréf til stjórnenda Kviku banka á heimasíðu sinni í dag og sendi tilkynningu þess efnis til fjölmiðla. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að á sama tíma hafi erindið borist á sitt borð. Því hafi hann svarað um leið. Ekkert svar hafi enn sem komið er borist frá Ragnari Þór. „Staðan er auðvitað bara sú að Samkeppniseftirlitið er ekki búið að heimila kaup okkar á Gamma,“ segir Ármann í samtali við Vísi. „Við eigum ekkert í Gamma.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.vísir/vilhelmÁrmann segir ekki hægt að gefa sér samþykki Samkeppniseftirlitsins þótt auðvitað vonist hann eftir því. Fleiri vikur eða mánuðir geti liðið áður en niðurstaða berist. „Á meðan kaupin hafa ekki gengið í gegn þá er okkur algjörlega óheimilt að reyna að hafa nokkurs konar áhrif á rekstur. Það væri brot á Samkeppnislögum og jafnvel hlutabréfalögum.“ Hann telur því erindi Ragnars á misskilningi byggt.Greint var frá kaupum Kviku á Gamma í nóvember. Kaupverðið nam 2,4 milljörðum króna en háð samþykki eftirlitsaðila. Hluthafar í Kviku hafa þegar samþykkt kaupin. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Kvika banki og hluthafar GAMMA Capital Management hafa undirritað samning um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. 19. nóvember 2018 10:05 Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. 5. september 2018 06:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. Formaður VR gaf stjórnendum Kviku fjögurra daga frest til að draga hækkanir til baka ella myndi VR taka allt sitt fé, um 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans.VR birti opið bréf til stjórnenda Kviku banka á heimasíðu sinni í dag og sendi tilkynningu þess efnis til fjölmiðla. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að á sama tíma hafi erindið borist á sitt borð. Því hafi hann svarað um leið. Ekkert svar hafi enn sem komið er borist frá Ragnari Þór. „Staðan er auðvitað bara sú að Samkeppniseftirlitið er ekki búið að heimila kaup okkar á Gamma,“ segir Ármann í samtali við Vísi. „Við eigum ekkert í Gamma.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.vísir/vilhelmÁrmann segir ekki hægt að gefa sér samþykki Samkeppniseftirlitsins þótt auðvitað vonist hann eftir því. Fleiri vikur eða mánuðir geti liðið áður en niðurstaða berist. „Á meðan kaupin hafa ekki gengið í gegn þá er okkur algjörlega óheimilt að reyna að hafa nokkurs konar áhrif á rekstur. Það væri brot á Samkeppnislögum og jafnvel hlutabréfalögum.“ Hann telur því erindi Ragnars á misskilningi byggt.Greint var frá kaupum Kviku á Gamma í nóvember. Kaupverðið nam 2,4 milljörðum króna en háð samþykki eftirlitsaðila. Hluthafar í Kviku hafa þegar samþykkt kaupin.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Kvika banki og hluthafar GAMMA Capital Management hafa undirritað samning um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. 19. nóvember 2018 10:05 Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. 5. september 2018 06:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Kvika banki og hluthafar GAMMA Capital Management hafa undirritað samning um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. 19. nóvember 2018 10:05
Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33
Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. 5. september 2018 06:00