Pálmi í hópi stærstu fjárfesta í Icelandair Hörður Ægisson skrifar 18. febrúar 2019 06:15 Pálmi Haraldsson. kim nielsen Pálmi Haraldsson, fjárfestir og fyrrverandi eigandi Fons, er orðinn stærsti einstaki einkafjárfestirinn í hluthafahópi Icelandair Group með rúmlega eins prósents eignarhlut. Þrjú félög í eigu Pálma, sem var áður aðaleigandi flugfélagsins Iceland Express, áttu samanlagt um 51,3 milljónir hluta, jafnvirði um 423 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair, í lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eignarhlutur Pálma í Icelandair er meðal annars í gegnum eignarhaldsfélögin Sólvöll og Ferðaskrifstofu Íslands en það fyrirtæki rekur ferðaskrifstofurnar Sumarferðir, Úrval Útsýn og Plúsferðir. Pálmi var á sínum tíma stór hluthafi í Icelandair og sat í stjórn flugfélagsins á árunum 2003 og 2004. Samkvæmt heimildum blaðsins mun Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals Útsýnar, bjóða sig fram til stjórnar á aðalfundi flugfélagsins sem fer fram 8. mars næstkomandi og nýtur stuðnings Pálma. Þórunn starfaði um árabil hjá Icelandair, meðal annars sem stöðvarstjóri í Kaupmannahöfn og hótelstjóri Hótels Loftleiða. Ljóst er að breytingar verða á stjórn Icelandair en af sitjandi stjórnarmönnum félagsins hefur Ásthildur Margrét Otharsdóttir, sem hefur verið stjórnarmaður frá árinu 2012, ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn. Stærsti hluthafi Icelandair er Lífeyrissjóður verslunarmanna með um 14 prósenta hlut en samanlagt eiga íslensku lífeyrissjóðirnir meira en helmingshlut í félaginu. Innlendir einkafjárfestar hafa hins vegar löngum verið hverfandi í hluthafahópi Icelandair. Á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins er þar núna aðeins að finna fjárfestingafélagið Væntingu, sem er í eigu Bláa lónsins, með eins prósents hlut og þá eiga félög í eigu Pálma sem fyrr segir samtals um 1,03 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Traðarhyrna, sem er meðal annars í eigu Samherja og viðskiptafélaganna Finns Reyrs Stefánssonar og Tómasar Kristjánssonar, átti um skeið nærri tveggja prósenta hlut í Icelandair í gegnum safnreikning hjá Kviku banka en óljóst er hversu stór hlutur félagsins er í dag. Rekstur Icelandair Group gekk erfiðlega á síðasta ári og nam tap félagsins 55,6 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna. Þá dróst EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verulega saman á milli ára og var 76,5 milljónir dala borið saman við 170 milljónir dala árið 2017. Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað um 14 prósent frá áramótum og stendur nú í 8,25 krónum á hlut. Markaðsvirði félagsins er um 41 milljarður. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Pálmi Haraldsson, fjárfestir og fyrrverandi eigandi Fons, er orðinn stærsti einstaki einkafjárfestirinn í hluthafahópi Icelandair Group með rúmlega eins prósents eignarhlut. Þrjú félög í eigu Pálma, sem var áður aðaleigandi flugfélagsins Iceland Express, áttu samanlagt um 51,3 milljónir hluta, jafnvirði um 423 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair, í lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eignarhlutur Pálma í Icelandair er meðal annars í gegnum eignarhaldsfélögin Sólvöll og Ferðaskrifstofu Íslands en það fyrirtæki rekur ferðaskrifstofurnar Sumarferðir, Úrval Útsýn og Plúsferðir. Pálmi var á sínum tíma stór hluthafi í Icelandair og sat í stjórn flugfélagsins á árunum 2003 og 2004. Samkvæmt heimildum blaðsins mun Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals Útsýnar, bjóða sig fram til stjórnar á aðalfundi flugfélagsins sem fer fram 8. mars næstkomandi og nýtur stuðnings Pálma. Þórunn starfaði um árabil hjá Icelandair, meðal annars sem stöðvarstjóri í Kaupmannahöfn og hótelstjóri Hótels Loftleiða. Ljóst er að breytingar verða á stjórn Icelandair en af sitjandi stjórnarmönnum félagsins hefur Ásthildur Margrét Otharsdóttir, sem hefur verið stjórnarmaður frá árinu 2012, ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn. Stærsti hluthafi Icelandair er Lífeyrissjóður verslunarmanna með um 14 prósenta hlut en samanlagt eiga íslensku lífeyrissjóðirnir meira en helmingshlut í félaginu. Innlendir einkafjárfestar hafa hins vegar löngum verið hverfandi í hluthafahópi Icelandair. Á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins er þar núna aðeins að finna fjárfestingafélagið Væntingu, sem er í eigu Bláa lónsins, með eins prósents hlut og þá eiga félög í eigu Pálma sem fyrr segir samtals um 1,03 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Traðarhyrna, sem er meðal annars í eigu Samherja og viðskiptafélaganna Finns Reyrs Stefánssonar og Tómasar Kristjánssonar, átti um skeið nærri tveggja prósenta hlut í Icelandair í gegnum safnreikning hjá Kviku banka en óljóst er hversu stór hlutur félagsins er í dag. Rekstur Icelandair Group gekk erfiðlega á síðasta ári og nam tap félagsins 55,6 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna. Þá dróst EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verulega saman á milli ára og var 76,5 milljónir dala borið saman við 170 milljónir dala árið 2017. Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað um 14 prósent frá áramótum og stendur nú í 8,25 krónum á hlut. Markaðsvirði félagsins er um 41 milljarður.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira