Stjórn ÍKSA furðar sig á „órökstuddum ásökunum“ Huldu Rósar um spillingu Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2019 22:25 Edduverðlaunahátíðin fer fram í Austurbæ næstkomandi föstudag, 22. febrúar. Eddan Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) segist furða sig á ásökunum Huldu Rósar Guðnadóttur kvikmyndagerðarkonu um spillingu í störfum akademíunnar og segir þær órökstuddar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ÍKSA sem send var á fjölmiðla í kvöld. ÍKSA stendur fyrir afhendingu Edduverðlaunanna á ári hverju. Málið má rekja til þess að Hulda Rós krafðist fyrr í vikunni skýringa á ástæðum þess að 690 Vopnafjörður, sem tilnefnd var til Eddunnar í flokki heimildarmynda af valnefnd, hafi verið fjarlægð þegar tilnefningar til verðlaunanna hafi verið gerðar opinberar. Í pósti frá ÍKSA er einnig að finna yfirlýsingu frá Hlín Jóhannesdóttur, formanni ÍKSA, þar sem segir að sú breyting hafi orðið á áður kynntum tilnefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimildamynda, að tilnefning myndarinnar 690 Vopnafjörður falli út og í hennar stað sé tilnefnd myndin Litla Moskva. „Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar áttar sig á alvarleika málsins og harmar þau mistök sem áttu sér stað þegar upphaflega var tilkynnt um tilnefningar og biður aðstandendur heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður innilega afsökunar á þeim. Umrædd mistök má rekja til þess að formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar veitti 690 Vopnafjörður undanþágu til umsóknar um Edduverðlaun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undanþága á ófullnægjandi upplýsingaleit,“ segir í yfirlýsingunni frá Hlín. Að neðan má sjá yfirlýsingarnar frá formanni ÍKSA annars vegar og stjórn hins vegar í heild sinni:Yfirlýsing frá formanni stjórnar ÍKSA vegna heimildamyndarinnar 690 VopnafjörðurSú breyting hefur orðið á áður kynntum tilnefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimildamynda, að tilnefning myndarinnar 690 Vopnafjörður fellur út og í hennar stað er tilnefnd myndin Litla Moskva.Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar áttar sig á alvarleika málsins og harmar þau mistök sem áttu sér stað þegar uphaflega var tilkynnt um tilnefningar og biður aðstandendur heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður innilega afsökunar á þeim.Umrædd mistök má rekja til þess að formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar veitti 690 Vopnafjörður undanþágu til umsóknar um Edduverðlaun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undanþága á ófullnægjandi upplýsingaleit. Yfirlýsing stjórnar Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar vegna órökstuddra ásakana um spillinguStjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, furðar sig á órökstuddum ásökunum félagsmanns um spillingu í störfum akademíunnar, sem birtist í fjölmiðlum nýverið.ÍKSA er sameiginlegur vettvangur hagsmunafélaga kvikmyndagerðarmanna í landinu, með það eitt að markmiði að stuðla að eflingu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Í þessu skyni stendur ÍKSA m.a. fyrir veitingu Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, ár hvert.Stjórnarmeðlimir eru tilnefndir af fagfélögum innan sjónvarps- og kvikmyndageirans til tveggja ára í senn og vinna út frá starfsreglum Eddunnar.Undirrituð starfa af heilindum fyrir ÍKSA og vísa ásökunum um spillingu alfarið á bug.Hlín Jóhannesdóttir, SÍK formaðurStefanía Thors, FK, ritariHelga Rakel Rafnsdóttir, SKL, meðstjórnandiFahad Jabali, FK, meðstjórnandiLaufey Guðjónsdóttir, KMÍ, meðstjórnandiSilja Hauksdóttir, SKL, meðstjórnandiAnton Máni Svansson, SÍK, meðstjórnandi Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) segist furða sig á ásökunum Huldu Rósar Guðnadóttur kvikmyndagerðarkonu um spillingu í störfum akademíunnar og segir þær órökstuddar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ÍKSA sem send var á fjölmiðla í kvöld. ÍKSA stendur fyrir afhendingu Edduverðlaunanna á ári hverju. Málið má rekja til þess að Hulda Rós krafðist fyrr í vikunni skýringa á ástæðum þess að 690 Vopnafjörður, sem tilnefnd var til Eddunnar í flokki heimildarmynda af valnefnd, hafi verið fjarlægð þegar tilnefningar til verðlaunanna hafi verið gerðar opinberar. Í pósti frá ÍKSA er einnig að finna yfirlýsingu frá Hlín Jóhannesdóttur, formanni ÍKSA, þar sem segir að sú breyting hafi orðið á áður kynntum tilnefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimildamynda, að tilnefning myndarinnar 690 Vopnafjörður falli út og í hennar stað sé tilnefnd myndin Litla Moskva. „Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar áttar sig á alvarleika málsins og harmar þau mistök sem áttu sér stað þegar upphaflega var tilkynnt um tilnefningar og biður aðstandendur heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður innilega afsökunar á þeim. Umrædd mistök má rekja til þess að formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar veitti 690 Vopnafjörður undanþágu til umsóknar um Edduverðlaun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undanþága á ófullnægjandi upplýsingaleit,“ segir í yfirlýsingunni frá Hlín. Að neðan má sjá yfirlýsingarnar frá formanni ÍKSA annars vegar og stjórn hins vegar í heild sinni:Yfirlýsing frá formanni stjórnar ÍKSA vegna heimildamyndarinnar 690 VopnafjörðurSú breyting hefur orðið á áður kynntum tilnefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimildamynda, að tilnefning myndarinnar 690 Vopnafjörður fellur út og í hennar stað er tilnefnd myndin Litla Moskva.Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar áttar sig á alvarleika málsins og harmar þau mistök sem áttu sér stað þegar uphaflega var tilkynnt um tilnefningar og biður aðstandendur heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður innilega afsökunar á þeim.Umrædd mistök má rekja til þess að formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar veitti 690 Vopnafjörður undanþágu til umsóknar um Edduverðlaun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undanþága á ófullnægjandi upplýsingaleit. Yfirlýsing stjórnar Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar vegna órökstuddra ásakana um spillinguStjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, furðar sig á órökstuddum ásökunum félagsmanns um spillingu í störfum akademíunnar, sem birtist í fjölmiðlum nýverið.ÍKSA er sameiginlegur vettvangur hagsmunafélaga kvikmyndagerðarmanna í landinu, með það eitt að markmiði að stuðla að eflingu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Í þessu skyni stendur ÍKSA m.a. fyrir veitingu Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, ár hvert.Stjórnarmeðlimir eru tilnefndir af fagfélögum innan sjónvarps- og kvikmyndageirans til tveggja ára í senn og vinna út frá starfsreglum Eddunnar.Undirrituð starfa af heilindum fyrir ÍKSA og vísa ásökunum um spillingu alfarið á bug.Hlín Jóhannesdóttir, SÍK formaðurStefanía Thors, FK, ritariHelga Rakel Rafnsdóttir, SKL, meðstjórnandiFahad Jabali, FK, meðstjórnandiLaufey Guðjónsdóttir, KMÍ, meðstjórnandiSilja Hauksdóttir, SKL, meðstjórnandiAnton Máni Svansson, SÍK, meðstjórnandi
Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira