Vinalegasta blokkin á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2019 14:30 Mikið fjör í Eskihlíð 10 a og b. Í þættinum Ísland í dag á föstudagskvöldið heimsótti Kjartan Atli Kjartansson blokk þar sem andinn þykir einstaklega góður. Íbúar í Eskihlíð 10 og 10a halda spurningakeppnir, grillveislur og börnin hafa meira segja ákveðið að stofna húsfélag. „Hér hefur alltaf verið mjög fínt utanumhald. Löngu áður en ég kom hingað var sett langtímaplan um allar framkvæmdir svo það kom aldrei neitt þungt högg á íbúana, segir Stefán Pálsson, formaður húsfélags fullorðinna í blokkinni. „Í tengslum við þetta hafa menn verið duglegir við það að vera með einhverja félagslega atburði, slá upp einhverri garðveislu í garðinum á sumrin og halda spurningakeppnir úr því að það var komið spurninganörd í húsið. Við höfum verið með pubquiz keppnir milli stigaganga og menn hafa verið að skora á nálægar blokkir.“ Linda Ósk Sigurðardóttir hefur búið í blokkinni ásamt fjölskyldu sinni síðan árið 2000. Hún tekur í sama streng og formaðurinn.Skemmtilegar hefðir „Í þessa blokk hefur bara flutt dásamlegt fólk. Það er auðvitað dásamlegt að búa í Hlíðunum fyrir það fyrsta og það hefur alltaf verið mikil samvinna í blokkinni og við höfum alltaf reynt að ræða málin ef það hefur komið eitthvað upp á,“ segir Linda og bætir við að það sé einnig mjög lífleg Facebook-síða í blokkinni. Eftir nokkurra ára búsetu í blokkinni þurftu Linda og fjölskylda að stækka við sig. Þau gátu ekki hugsað sér að flytja annað og biðu átekta og gripu gæsina þegar hún gafst. „Við fluttum yfir stigaganginn, svona hálfan meter. Ég veit að þetta er mjög skrýtið en þegar maður veit hvað maður hefur og finnst gott að búa í svona sambýli og þetta var kjörið tækifæri.“ Stefán segir að skemmtilegar hefðir hafi skapast í kringum blokkina og sérstaklega í kringum jólin. „Að morgni aðfangadags er alltaf jólaboð hjá Lindu og Gogga og allir eru velkomnir. Þar mæta jólasveinar og annað slíkt,“ segir formaðurinn. Hér að neðan má sjá umfjöllun um blokkina í Eskihlíð. Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Í þættinum Ísland í dag á föstudagskvöldið heimsótti Kjartan Atli Kjartansson blokk þar sem andinn þykir einstaklega góður. Íbúar í Eskihlíð 10 og 10a halda spurningakeppnir, grillveislur og börnin hafa meira segja ákveðið að stofna húsfélag. „Hér hefur alltaf verið mjög fínt utanumhald. Löngu áður en ég kom hingað var sett langtímaplan um allar framkvæmdir svo það kom aldrei neitt þungt högg á íbúana, segir Stefán Pálsson, formaður húsfélags fullorðinna í blokkinni. „Í tengslum við þetta hafa menn verið duglegir við það að vera með einhverja félagslega atburði, slá upp einhverri garðveislu í garðinum á sumrin og halda spurningakeppnir úr því að það var komið spurninganörd í húsið. Við höfum verið með pubquiz keppnir milli stigaganga og menn hafa verið að skora á nálægar blokkir.“ Linda Ósk Sigurðardóttir hefur búið í blokkinni ásamt fjölskyldu sinni síðan árið 2000. Hún tekur í sama streng og formaðurinn.Skemmtilegar hefðir „Í þessa blokk hefur bara flutt dásamlegt fólk. Það er auðvitað dásamlegt að búa í Hlíðunum fyrir það fyrsta og það hefur alltaf verið mikil samvinna í blokkinni og við höfum alltaf reynt að ræða málin ef það hefur komið eitthvað upp á,“ segir Linda og bætir við að það sé einnig mjög lífleg Facebook-síða í blokkinni. Eftir nokkurra ára búsetu í blokkinni þurftu Linda og fjölskylda að stækka við sig. Þau gátu ekki hugsað sér að flytja annað og biðu átekta og gripu gæsina þegar hún gafst. „Við fluttum yfir stigaganginn, svona hálfan meter. Ég veit að þetta er mjög skrýtið en þegar maður veit hvað maður hefur og finnst gott að búa í svona sambýli og þetta var kjörið tækifæri.“ Stefán segir að skemmtilegar hefðir hafi skapast í kringum blokkina og sérstaklega í kringum jólin. „Að morgni aðfangadags er alltaf jólaboð hjá Lindu og Gogga og allir eru velkomnir. Þar mæta jólasveinar og annað slíkt,“ segir formaðurinn. Hér að neðan má sjá umfjöllun um blokkina í Eskihlíð.
Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira