„Þetta var frábært. Það er búið að spila Bjartmar inni í klefa og þetta var frábært. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman,” sagði Hlynur Bæringsson fyrirliði Stjörnunnar eftir leikinn.
Hvað gerðu gæfumuninn fyrir ykkur í kvöld?
„Ég veit ekki hvort það hafi verið eitthvað eitt. Við spiluðum fannst mér rosalega góða vörn. Við náðum að hægja á þeirri bestu mönnum. Kannski ekki stoppa þá alveg en náðum að hægja vel á þeim. Við hjálpuðumst að við það. Losnaði aðeins um aðra í staðinn en mér fannst við vera öruggir varnarlega allan tímann. Við náðum að halda vörninni vel. Við áttum alveg kafla í leiknum þar sem við vorum ekkert spes í sókninni.”
Njarðvík unnu einungis einn leikhluta í leiknum, þriðja. Í þeim leikhluta skoraði Eric Katenda 10 stig fyrir Njarðvík og mörg af þeim á móti Hlyn.
„Hann setti bara nokkur góð skot. Mér fannst þetta yfirleitt vera nokkuð góð vörn. Stundum bara hitta menn og þá bara klappar maður fyrir þeim.”
Hvernig á að fagna titlinum í kvöld?
„Ég veit það ekki. Ég þori aldrei að plana neitt svoleiðis. Ég er ekki búinn að heyra planið. Þá er maður bara að skemma fyrir sjálfum sér, maður á að plana neitt svona fyrirfram. Manni verður refsað fyrir það.”
Þetta var fyrsti stóri titilinn í boði af þremur sem Stjarnan getur unnið. Hlynur og Stjarnan vonast til að lyfta næstu tveimur titlum líka.
„Stefnan er klárlega sett á að vinna tvo titla í viðbót. Við teljum okkur vera með lið í það. Segjum bara að það verði tveir titlar í viðbót.”
Hlynur: Stefnan sett á tvo titla í viðbót
Víkingur Goði Sigurðarson skrifar

Mest lesið





Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum
Íslenski boltinn

Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn



