Einar Árni: Vona að við fáum að mæta þeim í úrslitakeppninni Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. febrúar 2019 20:08 Einar Árni Jóhannsson þjálfar Njarðvík vísir/bára „Vonbrigði að ná ekki að verðlauna fólkinu okkar sem að fjölmennti og studdi frábærlega við bakið á okkur. Stjarnan spilaði bara betur í dag. Við vorum ekki.nálægt okkar besta sóknarlega í dag það verður bara að segja það eins og það er,” sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik kvöldsins. Einar var skiljanlega svekktur með niðurstöðu leiksins. Njarðvík tapaði leiknum 84-68 eftir að hafa verið undir allan leikinn. Eric Katenda náði því afreki að fá dæmdar á sig þrjár villur á rúmum fjórum mínútum í fyrsta leikhluta. Síðan kom hann inn í þriðja leikhluta eftir villuvandræðin og skoraði tíu stig. „Það er erfitt að vera með einhverjar fullyrðingar um það. Það truflaði okkur samt auðvitað töluvert. Hann var búinn að vera að spila mjög vel í seinustu leikjum og það er mjög súrt að geta bara notað hann í einhverjar fjórar mínútur í fyrri hálfleik.” Njarðvíkingar voru ekki ánægðir með dómgæsluna í fyrri hálfleik og fékk Einar meiri segja eina tæknivillu. Allir stóru strákarnir hjá Njarðvík voru í smá villuvandræðum í hálfleik en það voru engir Stjörnumenn í villuvandræðum í hálfleik. „Við vorum komnir í töluverð villuvandræði í fyrri hálfleik. Mario og Óli voru báðir með tvær og síðan Eric með sínar þrjár villur. Á sama tíma fannst okkur ekki auðvelt að komast á vítalínuna. Elvar var duglegur að sækja á körfuna en fékk lítið af villum.” Njarðvík náðu að minnka þetta vel niður fyrir lokaleikhlutann en síðan misstu þeir Stjörnuna alveg frá sér. Njarðvík skoraði einungis 11 stig í slæmum fjórða leikhluta. „Við náum þessu á einhverjum tímapunkti niður í 3 stig. Þá setja þeir bara niður stór skot. Brandon setur niður erfið skot og kemur þessu aftur upp í átta stig. Þeir ná bara að hanga á því, síðan þurfum við að taka sénsa í restina þegar við erum að taka fljót þriggja stiga skot. Þar fór leikurinn, hvort við höfum tapað með einu eða fimmtán skiptir engu máli.” Þið gætuð mætt Stjörnunni aftur í úrslitakeppninni, hvaða áhrif heldur þú að þessi leikur gæti haft á það einvígi? „Þetta verður vonandi hvatning. Við mætum þeim næst í deildinni 4. mars. Við töluverðan tíma núna til að hvíla okkur og síðan skerpa okkur og komast aftur í gírinn fyrir úrslitakeppnina. Það eru fjórir leikir eftir í deildinni og mikil barátta um fyrstu sætin. Við þurfum að vinna okkur inn gott sæti fyrir úrslitakeppnina til að byrja með. Síðan verðum við bara að mæta af krafti í hana og ég vona að við fáum tækifæri til að mæta Stjörnunni í úrslitakeppninni.” Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Sjá meira
„Vonbrigði að ná ekki að verðlauna fólkinu okkar sem að fjölmennti og studdi frábærlega við bakið á okkur. Stjarnan spilaði bara betur í dag. Við vorum ekki.nálægt okkar besta sóknarlega í dag það verður bara að segja það eins og það er,” sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik kvöldsins. Einar var skiljanlega svekktur með niðurstöðu leiksins. Njarðvík tapaði leiknum 84-68 eftir að hafa verið undir allan leikinn. Eric Katenda náði því afreki að fá dæmdar á sig þrjár villur á rúmum fjórum mínútum í fyrsta leikhluta. Síðan kom hann inn í þriðja leikhluta eftir villuvandræðin og skoraði tíu stig. „Það er erfitt að vera með einhverjar fullyrðingar um það. Það truflaði okkur samt auðvitað töluvert. Hann var búinn að vera að spila mjög vel í seinustu leikjum og það er mjög súrt að geta bara notað hann í einhverjar fjórar mínútur í fyrri hálfleik.” Njarðvíkingar voru ekki ánægðir með dómgæsluna í fyrri hálfleik og fékk Einar meiri segja eina tæknivillu. Allir stóru strákarnir hjá Njarðvík voru í smá villuvandræðum í hálfleik en það voru engir Stjörnumenn í villuvandræðum í hálfleik. „Við vorum komnir í töluverð villuvandræði í fyrri hálfleik. Mario og Óli voru báðir með tvær og síðan Eric með sínar þrjár villur. Á sama tíma fannst okkur ekki auðvelt að komast á vítalínuna. Elvar var duglegur að sækja á körfuna en fékk lítið af villum.” Njarðvík náðu að minnka þetta vel niður fyrir lokaleikhlutann en síðan misstu þeir Stjörnuna alveg frá sér. Njarðvík skoraði einungis 11 stig í slæmum fjórða leikhluta. „Við náum þessu á einhverjum tímapunkti niður í 3 stig. Þá setja þeir bara niður stór skot. Brandon setur niður erfið skot og kemur þessu aftur upp í átta stig. Þeir ná bara að hanga á því, síðan þurfum við að taka sénsa í restina þegar við erum að taka fljót þriggja stiga skot. Þar fór leikurinn, hvort við höfum tapað með einu eða fimmtán skiptir engu máli.” Þið gætuð mætt Stjörnunni aftur í úrslitakeppninni, hvaða áhrif heldur þú að þessi leikur gæti haft á það einvígi? „Þetta verður vonandi hvatning. Við mætum þeim næst í deildinni 4. mars. Við töluverðan tíma núna til að hvíla okkur og síðan skerpa okkur og komast aftur í gírinn fyrir úrslitakeppnina. Það eru fjórir leikir eftir í deildinni og mikil barátta um fyrstu sætin. Við þurfum að vinna okkur inn gott sæti fyrir úrslitakeppnina til að byrja með. Síðan verðum við bara að mæta af krafti í hana og ég vona að við fáum tækifæri til að mæta Stjörnunni í úrslitakeppninni.”
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Sjá meira