Bjartsýn á að Víkurgarður verði friðaður að fullu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. febrúar 2019 18:44 Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. Fjórir heiðursborgarar Reykjavíkur fóru á fund borgarstjóra í haust í þeim tilgangi að skora á borgina og fyrirtækið Lindarvatn að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði einum elsta kirkjugarði landsins og helgistað í borginni. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Það var svo í janúar á þessu ári sem mennta-og menningarmálaráðherra féllst á tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Vígurgarðs sem nú er fógetatorg og féllst á skyndifriðlýsingu á þeim stað þar sem hótelbyggingin á að hluta að rísa. Skyndifriðlýsingin gildir í sex vikur en Minjastofnun gerir tillögu til menntamálaráðherra um friðlýsinguna. Friðrik Ólafsson er talsmaður hópsins.Vísir/SigurjónBaráttuhópur um friðun garðsins hittist í Iðnó í dag þar sem farið var yfir málið. Friðrik Ólafsson heiðursborgari Reykjavíkur og stórmeistari í skák, er talsmaður hópsins. „Það er ennþá tími til stefnu til að friða garðinn að fullu því að bygging hótelsins er ekki hafin. Ég ætla enn fremur að nota orð frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta þegar ekki er búið að ljúka verki er enn hægt að stöðva það,“ segir Friðrik. Vísir/SigurjónFriðrik er vongóður um að barátta sem hófst árið 2013 skili áframhaldandi árangri. „Ég lít svo á að það verði erfiðara að rökstyðja að friðlýsa hann ekki en að friðlýsa,“ segir Friðrik. Hann segir um helgan stað að ræða sem eigi ekki að hreyfa nema brýn nauðsyn reki til. „Það er engin þörf fyrir hótel á þessum merkilega sögufræga stað og síst að öllu að vera að fórna þessu svæði í þágu einkahagsmuna,“ segir Friðrik. Fornminjar Kirkjugarðar Reykjavík Víkurgarður Tengdar fréttir Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast á mánudag þegar mennta- og menningarmálaráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald skyndifriðunar. Fornminjanefnd tekur ekki undir með Minjastofnun. 16. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. Fjórir heiðursborgarar Reykjavíkur fóru á fund borgarstjóra í haust í þeim tilgangi að skora á borgina og fyrirtækið Lindarvatn að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði einum elsta kirkjugarði landsins og helgistað í borginni. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Það var svo í janúar á þessu ári sem mennta-og menningarmálaráðherra féllst á tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Vígurgarðs sem nú er fógetatorg og féllst á skyndifriðlýsingu á þeim stað þar sem hótelbyggingin á að hluta að rísa. Skyndifriðlýsingin gildir í sex vikur en Minjastofnun gerir tillögu til menntamálaráðherra um friðlýsinguna. Friðrik Ólafsson er talsmaður hópsins.Vísir/SigurjónBaráttuhópur um friðun garðsins hittist í Iðnó í dag þar sem farið var yfir málið. Friðrik Ólafsson heiðursborgari Reykjavíkur og stórmeistari í skák, er talsmaður hópsins. „Það er ennþá tími til stefnu til að friða garðinn að fullu því að bygging hótelsins er ekki hafin. Ég ætla enn fremur að nota orð frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta þegar ekki er búið að ljúka verki er enn hægt að stöðva það,“ segir Friðrik. Vísir/SigurjónFriðrik er vongóður um að barátta sem hófst árið 2013 skili áframhaldandi árangri. „Ég lít svo á að það verði erfiðara að rökstyðja að friðlýsa hann ekki en að friðlýsa,“ segir Friðrik. Hann segir um helgan stað að ræða sem eigi ekki að hreyfa nema brýn nauðsyn reki til. „Það er engin þörf fyrir hótel á þessum merkilega sögufræga stað og síst að öllu að vera að fórna þessu svæði í þágu einkahagsmuna,“ segir Friðrik.
Fornminjar Kirkjugarðar Reykjavík Víkurgarður Tengdar fréttir Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast á mánudag þegar mennta- og menningarmálaráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald skyndifriðunar. Fornminjanefnd tekur ekki undir með Minjastofnun. 16. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast á mánudag þegar mennta- og menningarmálaráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald skyndifriðunar. Fornminjanefnd tekur ekki undir með Minjastofnun. 16. febrúar 2019 08:00