Erlendir bankar með þriðjung útlána útflutningsfyrirtækja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. febrúar 2019 18:17 Þriðjungur allar útlána í stærstu útflutningsfyrirtækja í landinu koma frá erlendum fjármálafyrirtækjum. Þá koma um helmingur af nýjum fasteignalánum frá lífeyrissjóðum. Ástæðan er ofsköttun íslenskra banka að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Þetta geti haft neikvæð áhrif á hagkerfið og valdið því að áhætta vaxi á ný. Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja dróst alls saman um tíu milljarða milli áranna 2017 og átján. Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka skýrði í vikunni m.a. að ástæðan væri of háir sérskattar á bankana.Sérskattarnir skiluðu 15 milljörðum í ríkiskassann Um er að ræða bankaskatt, fjársýsluskatt og sérstakan fjársýsluskatt sem voru settir á árin eftir hrun. Alls skiluðu þeir fimmtán milljörðum króna í ríkiskassann á síðasta ári. Sambærilegir skattar eru mun lægri í nágrannalöndum okkar.Erlendir bankar orðnir umsvifamiklir hér á landi Jóna Björk Guðnadóttir starfandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir þetta hafa þau áhrif að viðskipti hafi verið að flytjast í stórum stíl til erlendra banka. „Það hefur orðið stór breyting, erlendir bankar eru komnir inná fyrirtækjalánamarkaðinn og þá aðalega til stórra sjávarútvegsfyrirtækja því þeir geta boðið betri kjör í krafti þess að þurfa ekki að greiða sérskatta hér á landi. Erlendir bankar eru nú með um þriðjung af þeim markaði. Þetta hefur einnig haft þau áhrif innanlands að lífeyrissjóðir sem eru einnig undanþegnir sérskattinum eru núna með annað hvert nýtt íbúðalán,“ segir Jóna Björk. Höskuldur H. Ólafsson gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini.Vísir/VilhelmSkaðar samkeppni Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka segir sérskattana skaða samkeppni. „Erlendir bankar sem eru að lána hér íslensku fyrirtækjum eins og sjávarútvegsfyrirtækjum og fyrirtækjum í fiskeldi, þeir þurfa ekki að standa skil á neinum svona gjöldum og af því leiti verður þetta ójafn leikur,“ segir Höskuldur. Áhætta vex Í skýrslu samantekt frá Samtökum fjármálafyrirtækja kemur fram að þetta geti valdið því að áhætta í fjármálakerfinu vaxi á ný. Jóna Björk segir mikilvægt að breyta þessu. „Til lengri tíma er hætta á að þetta veiki íslenska bankakerfið en það er mikilvægt að hafa í huga að bankarnir eru mjög mikilvægir innviðir í íslensku efnahagslífi,“ segir Jóna Björk að lokum. Íslenskir bankar Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Þriðjungur allar útlána í stærstu útflutningsfyrirtækja í landinu koma frá erlendum fjármálafyrirtækjum. Þá koma um helmingur af nýjum fasteignalánum frá lífeyrissjóðum. Ástæðan er ofsköttun íslenskra banka að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Þetta geti haft neikvæð áhrif á hagkerfið og valdið því að áhætta vaxi á ný. Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja dróst alls saman um tíu milljarða milli áranna 2017 og átján. Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka skýrði í vikunni m.a. að ástæðan væri of háir sérskattar á bankana.Sérskattarnir skiluðu 15 milljörðum í ríkiskassann Um er að ræða bankaskatt, fjársýsluskatt og sérstakan fjársýsluskatt sem voru settir á árin eftir hrun. Alls skiluðu þeir fimmtán milljörðum króna í ríkiskassann á síðasta ári. Sambærilegir skattar eru mun lægri í nágrannalöndum okkar.Erlendir bankar orðnir umsvifamiklir hér á landi Jóna Björk Guðnadóttir starfandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir þetta hafa þau áhrif að viðskipti hafi verið að flytjast í stórum stíl til erlendra banka. „Það hefur orðið stór breyting, erlendir bankar eru komnir inná fyrirtækjalánamarkaðinn og þá aðalega til stórra sjávarútvegsfyrirtækja því þeir geta boðið betri kjör í krafti þess að þurfa ekki að greiða sérskatta hér á landi. Erlendir bankar eru nú með um þriðjung af þeim markaði. Þetta hefur einnig haft þau áhrif innanlands að lífeyrissjóðir sem eru einnig undanþegnir sérskattinum eru núna með annað hvert nýtt íbúðalán,“ segir Jóna Björk. Höskuldur H. Ólafsson gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini.Vísir/VilhelmSkaðar samkeppni Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka segir sérskattana skaða samkeppni. „Erlendir bankar sem eru að lána hér íslensku fyrirtækjum eins og sjávarútvegsfyrirtækjum og fyrirtækjum í fiskeldi, þeir þurfa ekki að standa skil á neinum svona gjöldum og af því leiti verður þetta ójafn leikur,“ segir Höskuldur. Áhætta vex Í skýrslu samantekt frá Samtökum fjármálafyrirtækja kemur fram að þetta geti valdið því að áhætta í fjármálakerfinu vaxi á ný. Jóna Björk segir mikilvægt að breyta þessu. „Til lengri tíma er hætta á að þetta veiki íslenska bankakerfið en það er mikilvægt að hafa í huga að bankarnir eru mjög mikilvægir innviðir í íslensku efnahagslífi,“ segir Jóna Björk að lokum.
Íslenskir bankar Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira