Erlendir bankar með þriðjung útlána útflutningsfyrirtækja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. febrúar 2019 18:17 Þriðjungur allar útlána í stærstu útflutningsfyrirtækja í landinu koma frá erlendum fjármálafyrirtækjum. Þá koma um helmingur af nýjum fasteignalánum frá lífeyrissjóðum. Ástæðan er ofsköttun íslenskra banka að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Þetta geti haft neikvæð áhrif á hagkerfið og valdið því að áhætta vaxi á ný. Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja dróst alls saman um tíu milljarða milli áranna 2017 og átján. Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka skýrði í vikunni m.a. að ástæðan væri of háir sérskattar á bankana.Sérskattarnir skiluðu 15 milljörðum í ríkiskassann Um er að ræða bankaskatt, fjársýsluskatt og sérstakan fjársýsluskatt sem voru settir á árin eftir hrun. Alls skiluðu þeir fimmtán milljörðum króna í ríkiskassann á síðasta ári. Sambærilegir skattar eru mun lægri í nágrannalöndum okkar.Erlendir bankar orðnir umsvifamiklir hér á landi Jóna Björk Guðnadóttir starfandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir þetta hafa þau áhrif að viðskipti hafi verið að flytjast í stórum stíl til erlendra banka. „Það hefur orðið stór breyting, erlendir bankar eru komnir inná fyrirtækjalánamarkaðinn og þá aðalega til stórra sjávarútvegsfyrirtækja því þeir geta boðið betri kjör í krafti þess að þurfa ekki að greiða sérskatta hér á landi. Erlendir bankar eru nú með um þriðjung af þeim markaði. Þetta hefur einnig haft þau áhrif innanlands að lífeyrissjóðir sem eru einnig undanþegnir sérskattinum eru núna með annað hvert nýtt íbúðalán,“ segir Jóna Björk. Höskuldur H. Ólafsson gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini.Vísir/VilhelmSkaðar samkeppni Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka segir sérskattana skaða samkeppni. „Erlendir bankar sem eru að lána hér íslensku fyrirtækjum eins og sjávarútvegsfyrirtækjum og fyrirtækjum í fiskeldi, þeir þurfa ekki að standa skil á neinum svona gjöldum og af því leiti verður þetta ójafn leikur,“ segir Höskuldur. Áhætta vex Í skýrslu samantekt frá Samtökum fjármálafyrirtækja kemur fram að þetta geti valdið því að áhætta í fjármálakerfinu vaxi á ný. Jóna Björk segir mikilvægt að breyta þessu. „Til lengri tíma er hætta á að þetta veiki íslenska bankakerfið en það er mikilvægt að hafa í huga að bankarnir eru mjög mikilvægir innviðir í íslensku efnahagslífi,“ segir Jóna Björk að lokum. Íslenskir bankar Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira
Þriðjungur allar útlána í stærstu útflutningsfyrirtækja í landinu koma frá erlendum fjármálafyrirtækjum. Þá koma um helmingur af nýjum fasteignalánum frá lífeyrissjóðum. Ástæðan er ofsköttun íslenskra banka að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Þetta geti haft neikvæð áhrif á hagkerfið og valdið því að áhætta vaxi á ný. Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja dróst alls saman um tíu milljarða milli áranna 2017 og átján. Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka skýrði í vikunni m.a. að ástæðan væri of háir sérskattar á bankana.Sérskattarnir skiluðu 15 milljörðum í ríkiskassann Um er að ræða bankaskatt, fjársýsluskatt og sérstakan fjársýsluskatt sem voru settir á árin eftir hrun. Alls skiluðu þeir fimmtán milljörðum króna í ríkiskassann á síðasta ári. Sambærilegir skattar eru mun lægri í nágrannalöndum okkar.Erlendir bankar orðnir umsvifamiklir hér á landi Jóna Björk Guðnadóttir starfandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir þetta hafa þau áhrif að viðskipti hafi verið að flytjast í stórum stíl til erlendra banka. „Það hefur orðið stór breyting, erlendir bankar eru komnir inná fyrirtækjalánamarkaðinn og þá aðalega til stórra sjávarútvegsfyrirtækja því þeir geta boðið betri kjör í krafti þess að þurfa ekki að greiða sérskatta hér á landi. Erlendir bankar eru nú með um þriðjung af þeim markaði. Þetta hefur einnig haft þau áhrif innanlands að lífeyrissjóðir sem eru einnig undanþegnir sérskattinum eru núna með annað hvert nýtt íbúðalán,“ segir Jóna Björk. Höskuldur H. Ólafsson gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini.Vísir/VilhelmSkaðar samkeppni Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka segir sérskattana skaða samkeppni. „Erlendir bankar sem eru að lána hér íslensku fyrirtækjum eins og sjávarútvegsfyrirtækjum og fyrirtækjum í fiskeldi, þeir þurfa ekki að standa skil á neinum svona gjöldum og af því leiti verður þetta ójafn leikur,“ segir Höskuldur. Áhætta vex Í skýrslu samantekt frá Samtökum fjármálafyrirtækja kemur fram að þetta geti valdið því að áhætta í fjármálakerfinu vaxi á ný. Jóna Björk segir mikilvægt að breyta þessu. „Til lengri tíma er hætta á að þetta veiki íslenska bankakerfið en það er mikilvægt að hafa í huga að bankarnir eru mjög mikilvægir innviðir í íslensku efnahagslífi,“ segir Jóna Björk að lokum.
Íslenskir bankar Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira