Rétt í þessu var að ljúka keppni í svigi karla í undankeppni á HM í Åre. Fjórir íslenskir keppendur tóku þátt og náði einn þeirra, Sturla Snær Snorrason, að vera meðal 25 efstu og komst því beint í aðalkeppnina sem fer fram á morgun.
Sturla Snær var með rásnúmer 25 og eftir fyrri ferðina var hann í 20.sæti. Í þeirri síðari var hann með fimmta besta tímann og endaði að lokum í 12.sæti. Það dugir honum til að tryggja sér sæti í aðalkeppninni í sviginu sem fram fer á morgun.
Sigurður Hauksson endaði í 50.sæti á meðan þeir Gísli Rafn Guðmundsson og Kristinn Logi Auðunsson náðu ekki að klára seinni ferð.
Sturla Snær áfram úr undankeppninni
Smári Jökull Jónsson skrifar

Mest lesið





„Þjáning í marga daga“
Handbolti




Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti