Endaði númer 206 af 20 milljónum: Tómas spilar Fortnite upp í sex klukkustundir á dag Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2019 11:30 Tómas Bernhöft er einn af bestu Fortnite spilurum heims. Tómas Bernhöft, einn besti Fortnite tölvuleikjaspilari landsins, sýndi góða takta á UT messunni í Hörpu um síðustu helgi. Hann tók þar leik á vegum Origo og fékk mikla athygli Fortnite spilara á öllum aldri enda var leikurinn sýndur á risaskjá. Tómas er ekki bara einn besti Fortnite spilari Íslands heldur er hann einnig mjög góður á alþjóðlegan mælikvarða í þessum vinsæla leik. Hann vann HR-inginn árið 2018 og lenti í 3. sæti á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári. Tómas er til að mynda að kenna Fortnite í Rafíþróttaskólanum í samstarfi við Ground Zero. Tómas fær góðan stuðning frá föður sínum Vilhelm Patrick Bernhöft. „Ég er búinn að spila mjög lengi alveg síðan ég var fimm ára. Ég hef spilað mikið Counter Strike, Minecraft, þegar ég var yngri, og fleiri leiki. Ég spila ekki jafn mikið og margir halda. Ég spila svona 2 til 6 klukkutíma á dag. Ég hef unnið í kringum tvö þúsund leiki. Það væri fyndið að geta séð hversu marga ég hef látið brjóta lyklaborðið sitt ,“ segir Tómas og brosir.Fundið sig vel í rafíþróttum Hann er sjálfur að kenna Fortnite og alls konar töluvleiki á Ground Zero í gegnum Rafíþróttaskólann. Þar er lögð áhersla á samvinnu, samskipti og markvissar æfingar á leikjum. Þar hafa nemendurnir nú þegar lært mikið af Tómasi og fundið sig frábærlega í nýrri tegund af skipulögðu starfi í kringum þeirra áhugamál þar sem þeir fá að læra frá þeim bestu. „Það er kennt þrisvar í viku. Það er mikið fjör. þetta er ekkert ósvipað en að þjálfa fótbolta eða körfubolta,“ segir Tómas. Vilhelm Patrick Bernhöft, faðir Tómasar, segist styðja strákinn í spilamennskunni. „Ég er nú spilari sjálfur. Þegar ég fór að átta mig á því hvað þetta E Sports er gríðarlega stórt þá var ekkert annað í stöðunni en að styðja hann í þessu. Hann er asnalega góður í þessu,“ segir Vilhelm. Tómas hefur náð fínum árangri á alþjóðlegum vettvangi og stefnir enn hærra. Hann tók nýverið í keppni þar sem spilarar höfðu ákveðin tímaramma til að ná eins góðum árangri og hægt er og þar endaði Tómas ásamt nokkrum öðrum íslenskum spilurum í hópi þúsund bestu spilara í Evrópu sem er jafnframt hæsta „rank“ sem hægt var að ná í þessum viðburði. Þar á undan spilaði Tómas í undankeppni fyrir mót á vegum Epic games þar sem um 20 milljónir spilara tóku þátt og endaði hann í 206. sæti, aðeins 6 sætum frá því að komast í úrslitin. „Ég er að spila á móti mjög góðum. Það er allt öðruvísi að spila venjulega heldur en á móti miklu betri gaurum,“ segir hann að lokum. Leikjavísir Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Tómas Bernhöft, einn besti Fortnite tölvuleikjaspilari landsins, sýndi góða takta á UT messunni í Hörpu um síðustu helgi. Hann tók þar leik á vegum Origo og fékk mikla athygli Fortnite spilara á öllum aldri enda var leikurinn sýndur á risaskjá. Tómas er ekki bara einn besti Fortnite spilari Íslands heldur er hann einnig mjög góður á alþjóðlegan mælikvarða í þessum vinsæla leik. Hann vann HR-inginn árið 2018 og lenti í 3. sæti á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári. Tómas er til að mynda að kenna Fortnite í Rafíþróttaskólanum í samstarfi við Ground Zero. Tómas fær góðan stuðning frá föður sínum Vilhelm Patrick Bernhöft. „Ég er búinn að spila mjög lengi alveg síðan ég var fimm ára. Ég hef spilað mikið Counter Strike, Minecraft, þegar ég var yngri, og fleiri leiki. Ég spila ekki jafn mikið og margir halda. Ég spila svona 2 til 6 klukkutíma á dag. Ég hef unnið í kringum tvö þúsund leiki. Það væri fyndið að geta séð hversu marga ég hef látið brjóta lyklaborðið sitt ,“ segir Tómas og brosir.Fundið sig vel í rafíþróttum Hann er sjálfur að kenna Fortnite og alls konar töluvleiki á Ground Zero í gegnum Rafíþróttaskólann. Þar er lögð áhersla á samvinnu, samskipti og markvissar æfingar á leikjum. Þar hafa nemendurnir nú þegar lært mikið af Tómasi og fundið sig frábærlega í nýrri tegund af skipulögðu starfi í kringum þeirra áhugamál þar sem þeir fá að læra frá þeim bestu. „Það er kennt þrisvar í viku. Það er mikið fjör. þetta er ekkert ósvipað en að þjálfa fótbolta eða körfubolta,“ segir Tómas. Vilhelm Patrick Bernhöft, faðir Tómasar, segist styðja strákinn í spilamennskunni. „Ég er nú spilari sjálfur. Þegar ég fór að átta mig á því hvað þetta E Sports er gríðarlega stórt þá var ekkert annað í stöðunni en að styðja hann í þessu. Hann er asnalega góður í þessu,“ segir Vilhelm. Tómas hefur náð fínum árangri á alþjóðlegum vettvangi og stefnir enn hærra. Hann tók nýverið í keppni þar sem spilarar höfðu ákveðin tímaramma til að ná eins góðum árangri og hægt er og þar endaði Tómas ásamt nokkrum öðrum íslenskum spilurum í hópi þúsund bestu spilara í Evrópu sem er jafnframt hæsta „rank“ sem hægt var að ná í þessum viðburði. Þar á undan spilaði Tómas í undankeppni fyrir mót á vegum Epic games þar sem um 20 milljónir spilara tóku þátt og endaði hann í 206. sæti, aðeins 6 sætum frá því að komast í úrslitin. „Ég er að spila á móti mjög góðum. Það er allt öðruvísi að spila venjulega heldur en á móti miklu betri gaurum,“ segir hann að lokum.
Leikjavísir Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”