Mæti fullur sjálfstrausts í öll mót þessa dagana Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. febrúar 2019 11:00 Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Getty/Tony Marshall Guðmundur Ágúst Kristjánsson bar sigur úr býtum á Mediter Real Estate Masters-mótinu í golfi sem lauk á Spáni í gær og er hluti af Nordic Tour mótaröðinni. Eftir því sem GSÍ komst næst í gær varð hann um leið annar Íslendingurinn á eftir Axel Bóassyni sem vinnur mót á þessari mótaröð sem er sú sterkasta á Norðurlöndunum. Guðmundur lék lokahringinn á fjórum höggum undir pari vallarins og hringina þrjá á tólf höggum undir pari, þremur höggum á undan næsta kylfingi. „Tilfinningin var bara mjög ljúf þegar þetta var komið, þetta var virkilega heilsteypt og góð spilamennska sem skilaði mér góðu forskoti strax á fyrsta degi,“ sagði Guðmundur þegar Fréttablaðið heyrði í honum eftir mótið. „Ég sló boltann vel fyrsta daginn en náði ekki að fylgja því eftir á öðrum hring. Þá fór ég á æfingasvæðið til að laga hlutina og gerði mun betur á lokahringnum þrátt fyrir að þá hafi verið talsverður vindur.“ Aðspurður sagðist hann vera ánægður með að sjá framfarir eftir að hafa unnið að breytingum með þjálfaranum sínum. „Síðustu ár hef ég unnið í því að taka framförum en ég tók mér góða pásu í vetur til að hlaða batteríin og það gekk vel. Ég fann það strax þegar við byrjuðum undir lok síðasta árs að ég var að spila frábært golf,“ sagði Guðmundur sem sagði gott að finna breytingarnar skila sér. „Ég mætti fullur sjálfstrausts í þetta mót og fann líka á síðasta móti að mér líður mjög vel inni á vellinum þessa dagana og það skilar sér vonandi í frammistöðunni.“ Golf Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson bar sigur úr býtum á Mediter Real Estate Masters-mótinu í golfi sem lauk á Spáni í gær og er hluti af Nordic Tour mótaröðinni. Eftir því sem GSÍ komst næst í gær varð hann um leið annar Íslendingurinn á eftir Axel Bóassyni sem vinnur mót á þessari mótaröð sem er sú sterkasta á Norðurlöndunum. Guðmundur lék lokahringinn á fjórum höggum undir pari vallarins og hringina þrjá á tólf höggum undir pari, þremur höggum á undan næsta kylfingi. „Tilfinningin var bara mjög ljúf þegar þetta var komið, þetta var virkilega heilsteypt og góð spilamennska sem skilaði mér góðu forskoti strax á fyrsta degi,“ sagði Guðmundur þegar Fréttablaðið heyrði í honum eftir mótið. „Ég sló boltann vel fyrsta daginn en náði ekki að fylgja því eftir á öðrum hring. Þá fór ég á æfingasvæðið til að laga hlutina og gerði mun betur á lokahringnum þrátt fyrir að þá hafi verið talsverður vindur.“ Aðspurður sagðist hann vera ánægður með að sjá framfarir eftir að hafa unnið að breytingum með þjálfaranum sínum. „Síðustu ár hef ég unnið í því að taka framförum en ég tók mér góða pásu í vetur til að hlaða batteríin og það gekk vel. Ég fann það strax þegar við byrjuðum undir lok síðasta árs að ég var að spila frábært golf,“ sagði Guðmundur sem sagði gott að finna breytingarnar skila sér. „Ég mætti fullur sjálfstrausts í þetta mót og fann líka á síðasta móti að mér líður mjög vel inni á vellinum þessa dagana og það skilar sér vonandi í frammistöðunni.“
Golf Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira