Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Atli Ísleifsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. febrúar 2019 14:00 Frá Vogaskóla í morgun. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Vogaskóla segir að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám í skólanum. Betra yrði að koma börnunum fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. Greint var frá því í gær að stefnt væri að því að opna sérstaka stoðdeild í Vogaskóla fyrir börn hælisleitenda í þriðja til tíunda bekk. Yrðu börnin að hámarki í níu mánuði í stoðdeildinni áður en þau myndu hefja nám í sínum heimaskóla, að því gefnu að börnin fengju stöðu flóttamanns. Hugmyndirnar eru í samræmi við hugmyndir starfshóps á vegum borgarinnar um móttöku og aðlögun hælisleitenda í skóla- og frístundastarfi frá í fyrra.Jónína Ólöf Emilsdóttir er skólastjóri Vogaskóla.Stefanía BaldursdóttirVogaskóli reiðubúinn að vera einn slíkra skóla Jónína Ólöf Emilsdóttir, skólastjóri Vogaskóla, segir að enn liggi ekkert fyrir um hvort að Vogaskóli verði móttökuskólinn. Þetta sé einungis hugmynd sem fram komi í skýrslunni. „Ég er búin að ræða við minn yfirmann um það hvernig ég myndi vilja sjá þetta. Ég hefði til dæmis haldið að það væri betra að dreifa þessu á tvær til þrjár starfsstöðvar í borginni, því borgin er svo stór og víðfeðm. Börnin eru ekki öll á sama stað, búa ekki öll í Vogahverfi, heldur búa þau í Reykjavík,“ segir Jónína Ólöf. Vogaskóli sé þó vel reiðubúinn til að vera einn slíkra skóla.Svipað og með sérdeildir Jónína Ólöf segir best að fyrirkomulagið væri svipað og með sérdeildir. „Við erum til dæmis með sérdeild fyrir einhverfa. Þær eru á nokkrum stöðum í borginni þar sem fagþekking er á hverjum stað. Síðan hittast þeir sem eru umsjónarmenn í þessum deildum og bera saman bækur sínar. Þannig væri hægt að búa til góða sérþekkingu og svo væri samvinna þarna á milli. Ég held að það sé of mikið að hafa eina starfsstöð. Hvernig ætti til dæmis að koma börnunum á milli,“ spyr Jónína Ólöf.Frístundaheimilið við Vogaskóla.Vísir/VilhelmReynsla fyrir hendi Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í gær að Vogaskóli þyki heppilegur þar sem þar sé reynsla fyrir hendi, bæði þegar kemur að húsnæði og starfsfólki. Væri hugmyndin sú að nýta frístundaheimilið Vogasel til starfsins þar sem það stæði nú tómt fyrir hádegi. Í frétt RÚV frá í gær segir að á árunum 2016 til 2018 hafi 116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd fengið skólagöngu í tólf grunnskólum í Reykjavík. Í dag sé 21 slíkt barn í skólunum.Öll börn fái að njóta sín Jónína segir nauðsynlegt að búa þannig um hnútana að hvert barn með sínar þarfir fái að njóta sín sem best. Það eigi eins við um börn umsækjenda um alþjóðlega vernd eins og önnur börn á Íslandi. Hún segir að álagið á skólastarfið í Vogaskóla yrði og mikið ef skólinn yrði sá eini í borgarinni sem væri ætlað að utan um þessi börn. „Ég er dálítið hrædd um það. Það er það sem við höfum verið að skoða hér innanhúss. Þetta er ekki nema um 300 nemenda skóli og ef við erum að tala um að 10 prósent af þeim fjölda myndi bætast við, sem væru þá börn hælisleitenda, þá er það svolítið mikið fyrir skólastarfið, fyrir utan öll hin börnin sem eru með sínar þarfir,“ segir Jónína. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Skólastjóri Vogaskóla segir að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám í skólanum. Betra yrði að koma börnunum fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. Greint var frá því í gær að stefnt væri að því að opna sérstaka stoðdeild í Vogaskóla fyrir börn hælisleitenda í þriðja til tíunda bekk. Yrðu börnin að hámarki í níu mánuði í stoðdeildinni áður en þau myndu hefja nám í sínum heimaskóla, að því gefnu að börnin fengju stöðu flóttamanns. Hugmyndirnar eru í samræmi við hugmyndir starfshóps á vegum borgarinnar um móttöku og aðlögun hælisleitenda í skóla- og frístundastarfi frá í fyrra.Jónína Ólöf Emilsdóttir er skólastjóri Vogaskóla.Stefanía BaldursdóttirVogaskóli reiðubúinn að vera einn slíkra skóla Jónína Ólöf Emilsdóttir, skólastjóri Vogaskóla, segir að enn liggi ekkert fyrir um hvort að Vogaskóli verði móttökuskólinn. Þetta sé einungis hugmynd sem fram komi í skýrslunni. „Ég er búin að ræða við minn yfirmann um það hvernig ég myndi vilja sjá þetta. Ég hefði til dæmis haldið að það væri betra að dreifa þessu á tvær til þrjár starfsstöðvar í borginni, því borgin er svo stór og víðfeðm. Börnin eru ekki öll á sama stað, búa ekki öll í Vogahverfi, heldur búa þau í Reykjavík,“ segir Jónína Ólöf. Vogaskóli sé þó vel reiðubúinn til að vera einn slíkra skóla.Svipað og með sérdeildir Jónína Ólöf segir best að fyrirkomulagið væri svipað og með sérdeildir. „Við erum til dæmis með sérdeild fyrir einhverfa. Þær eru á nokkrum stöðum í borginni þar sem fagþekking er á hverjum stað. Síðan hittast þeir sem eru umsjónarmenn í þessum deildum og bera saman bækur sínar. Þannig væri hægt að búa til góða sérþekkingu og svo væri samvinna þarna á milli. Ég held að það sé of mikið að hafa eina starfsstöð. Hvernig ætti til dæmis að koma börnunum á milli,“ spyr Jónína Ólöf.Frístundaheimilið við Vogaskóla.Vísir/VilhelmReynsla fyrir hendi Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í gær að Vogaskóli þyki heppilegur þar sem þar sé reynsla fyrir hendi, bæði þegar kemur að húsnæði og starfsfólki. Væri hugmyndin sú að nýta frístundaheimilið Vogasel til starfsins þar sem það stæði nú tómt fyrir hádegi. Í frétt RÚV frá í gær segir að á árunum 2016 til 2018 hafi 116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd fengið skólagöngu í tólf grunnskólum í Reykjavík. Í dag sé 21 slíkt barn í skólunum.Öll börn fái að njóta sín Jónína segir nauðsynlegt að búa þannig um hnútana að hvert barn með sínar þarfir fái að njóta sín sem best. Það eigi eins við um börn umsækjenda um alþjóðlega vernd eins og önnur börn á Íslandi. Hún segir að álagið á skólastarfið í Vogaskóla yrði og mikið ef skólinn yrði sá eini í borgarinni sem væri ætlað að utan um þessi börn. „Ég er dálítið hrædd um það. Það er það sem við höfum verið að skoða hér innanhúss. Þetta er ekki nema um 300 nemenda skóli og ef við erum að tala um að 10 prósent af þeim fjölda myndi bætast við, sem væru þá börn hælisleitenda, þá er það svolítið mikið fyrir skólastarfið, fyrir utan öll hin börnin sem eru með sínar þarfir,“ segir Jónína.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06