Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Atli Ísleifsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. febrúar 2019 14:00 Frá Vogaskóla í morgun. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Vogaskóla segir að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám í skólanum. Betra yrði að koma börnunum fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. Greint var frá því í gær að stefnt væri að því að opna sérstaka stoðdeild í Vogaskóla fyrir börn hælisleitenda í þriðja til tíunda bekk. Yrðu börnin að hámarki í níu mánuði í stoðdeildinni áður en þau myndu hefja nám í sínum heimaskóla, að því gefnu að börnin fengju stöðu flóttamanns. Hugmyndirnar eru í samræmi við hugmyndir starfshóps á vegum borgarinnar um móttöku og aðlögun hælisleitenda í skóla- og frístundastarfi frá í fyrra.Jónína Ólöf Emilsdóttir er skólastjóri Vogaskóla.Stefanía BaldursdóttirVogaskóli reiðubúinn að vera einn slíkra skóla Jónína Ólöf Emilsdóttir, skólastjóri Vogaskóla, segir að enn liggi ekkert fyrir um hvort að Vogaskóli verði móttökuskólinn. Þetta sé einungis hugmynd sem fram komi í skýrslunni. „Ég er búin að ræða við minn yfirmann um það hvernig ég myndi vilja sjá þetta. Ég hefði til dæmis haldið að það væri betra að dreifa þessu á tvær til þrjár starfsstöðvar í borginni, því borgin er svo stór og víðfeðm. Börnin eru ekki öll á sama stað, búa ekki öll í Vogahverfi, heldur búa þau í Reykjavík,“ segir Jónína Ólöf. Vogaskóli sé þó vel reiðubúinn til að vera einn slíkra skóla.Svipað og með sérdeildir Jónína Ólöf segir best að fyrirkomulagið væri svipað og með sérdeildir. „Við erum til dæmis með sérdeild fyrir einhverfa. Þær eru á nokkrum stöðum í borginni þar sem fagþekking er á hverjum stað. Síðan hittast þeir sem eru umsjónarmenn í þessum deildum og bera saman bækur sínar. Þannig væri hægt að búa til góða sérþekkingu og svo væri samvinna þarna á milli. Ég held að það sé of mikið að hafa eina starfsstöð. Hvernig ætti til dæmis að koma börnunum á milli,“ spyr Jónína Ólöf.Frístundaheimilið við Vogaskóla.Vísir/VilhelmReynsla fyrir hendi Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í gær að Vogaskóli þyki heppilegur þar sem þar sé reynsla fyrir hendi, bæði þegar kemur að húsnæði og starfsfólki. Væri hugmyndin sú að nýta frístundaheimilið Vogasel til starfsins þar sem það stæði nú tómt fyrir hádegi. Í frétt RÚV frá í gær segir að á árunum 2016 til 2018 hafi 116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd fengið skólagöngu í tólf grunnskólum í Reykjavík. Í dag sé 21 slíkt barn í skólunum.Öll börn fái að njóta sín Jónína segir nauðsynlegt að búa þannig um hnútana að hvert barn með sínar þarfir fái að njóta sín sem best. Það eigi eins við um börn umsækjenda um alþjóðlega vernd eins og önnur börn á Íslandi. Hún segir að álagið á skólastarfið í Vogaskóla yrði og mikið ef skólinn yrði sá eini í borgarinni sem væri ætlað að utan um þessi börn. „Ég er dálítið hrædd um það. Það er það sem við höfum verið að skoða hér innanhúss. Þetta er ekki nema um 300 nemenda skóli og ef við erum að tala um að 10 prósent af þeim fjölda myndi bætast við, sem væru þá börn hælisleitenda, þá er það svolítið mikið fyrir skólastarfið, fyrir utan öll hin börnin sem eru með sínar þarfir,“ segir Jónína. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Skólastjóri Vogaskóla segir að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám í skólanum. Betra yrði að koma börnunum fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. Greint var frá því í gær að stefnt væri að því að opna sérstaka stoðdeild í Vogaskóla fyrir börn hælisleitenda í þriðja til tíunda bekk. Yrðu börnin að hámarki í níu mánuði í stoðdeildinni áður en þau myndu hefja nám í sínum heimaskóla, að því gefnu að börnin fengju stöðu flóttamanns. Hugmyndirnar eru í samræmi við hugmyndir starfshóps á vegum borgarinnar um móttöku og aðlögun hælisleitenda í skóla- og frístundastarfi frá í fyrra.Jónína Ólöf Emilsdóttir er skólastjóri Vogaskóla.Stefanía BaldursdóttirVogaskóli reiðubúinn að vera einn slíkra skóla Jónína Ólöf Emilsdóttir, skólastjóri Vogaskóla, segir að enn liggi ekkert fyrir um hvort að Vogaskóli verði móttökuskólinn. Þetta sé einungis hugmynd sem fram komi í skýrslunni. „Ég er búin að ræða við minn yfirmann um það hvernig ég myndi vilja sjá þetta. Ég hefði til dæmis haldið að það væri betra að dreifa þessu á tvær til þrjár starfsstöðvar í borginni, því borgin er svo stór og víðfeðm. Börnin eru ekki öll á sama stað, búa ekki öll í Vogahverfi, heldur búa þau í Reykjavík,“ segir Jónína Ólöf. Vogaskóli sé þó vel reiðubúinn til að vera einn slíkra skóla.Svipað og með sérdeildir Jónína Ólöf segir best að fyrirkomulagið væri svipað og með sérdeildir. „Við erum til dæmis með sérdeild fyrir einhverfa. Þær eru á nokkrum stöðum í borginni þar sem fagþekking er á hverjum stað. Síðan hittast þeir sem eru umsjónarmenn í þessum deildum og bera saman bækur sínar. Þannig væri hægt að búa til góða sérþekkingu og svo væri samvinna þarna á milli. Ég held að það sé of mikið að hafa eina starfsstöð. Hvernig ætti til dæmis að koma börnunum á milli,“ spyr Jónína Ólöf.Frístundaheimilið við Vogaskóla.Vísir/VilhelmReynsla fyrir hendi Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í gær að Vogaskóli þyki heppilegur þar sem þar sé reynsla fyrir hendi, bæði þegar kemur að húsnæði og starfsfólki. Væri hugmyndin sú að nýta frístundaheimilið Vogasel til starfsins þar sem það stæði nú tómt fyrir hádegi. Í frétt RÚV frá í gær segir að á árunum 2016 til 2018 hafi 116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd fengið skólagöngu í tólf grunnskólum í Reykjavík. Í dag sé 21 slíkt barn í skólunum.Öll börn fái að njóta sín Jónína segir nauðsynlegt að búa þannig um hnútana að hvert barn með sínar þarfir fái að njóta sín sem best. Það eigi eins við um börn umsækjenda um alþjóðlega vernd eins og önnur börn á Íslandi. Hún segir að álagið á skólastarfið í Vogaskóla yrði og mikið ef skólinn yrði sá eini í borgarinni sem væri ætlað að utan um þessi börn. „Ég er dálítið hrædd um það. Það er það sem við höfum verið að skoða hér innanhúss. Þetta er ekki nema um 300 nemenda skóli og ef við erum að tala um að 10 prósent af þeim fjölda myndi bætast við, sem væru þá börn hælisleitenda, þá er það svolítið mikið fyrir skólastarfið, fyrir utan öll hin börnin sem eru með sínar þarfir,“ segir Jónína.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06