Blaðakonunni sem var handtekin sleppt gegn tryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2019 10:16 Ressa var umsetin eftir að henni var sleppt gegn tryggingu í dag. Vísir/EPA Maríu Ressa, blaðamanni og ritstjóra filippseysku fréttasíðunnar Rappler, var sleppt gegn tryggingu í dag eftir að hún var handtekin á skrifstofu fjölmiðilsins í gær. Yfirvöld saka hana um að hafa brotið gegn lögum um meiðyrði á netinu en gagnrýnendur segja handtökuna tilraun þeirra til að þagga niður í fréttasíðunni sem hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rodrigo Duterte forseta. Eftir lausnina sakaði Ressa yfirvöld um að misnota vald sig og að beita lögum fyrir sig sem vopni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún var látin verja nóttinni í höfuðstöðvum rannsóknarlögreglu ríkisins í gærkvöldi. „Maður verður að lýsa yfir hneykslun og gera það strax. Fjölmiðlafrelsi snýst ekki bara um blaðamenn, ekki bara um okkur, ekki bara um mig, ekki bara um Rappler. Fjölmiðlafrelsi er grundvöllur alls rétts hvers einasta Filippseyings á sannleikanum,“ sagði Ressa. Brotið sem Ressa er sökuð um að hafa framið varðar frétt um tengsl athafnamanns við morð, mansal og fíkniefnasmygl sem birtist árið 2012. Lögmaður athafnamannsins heldur því fram að fréttin hafi verið röng og ærumeiðandi. Duterte forseti hefur ítrekað vegið að Rappler. Hann hefur sakað fréttasíðuna um að vera í raun í eigu Bandaríkjamanna og vera þannig mögulega handbendi bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Þá hefur hann kallað Rappler „gervifréttamiðil“ og neitað fréttamönnum þaðan um blaðamannapassa á viðburði hans. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sakað ríkisstjórn Duterte um að nota lög í landinu til þess að „ógna blaðamönnum vægðarlaust og áreita þá“. Filippseyjar Fjölmiðlar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Maríu Ressa, blaðamanni og ritstjóra filippseysku fréttasíðunnar Rappler, var sleppt gegn tryggingu í dag eftir að hún var handtekin á skrifstofu fjölmiðilsins í gær. Yfirvöld saka hana um að hafa brotið gegn lögum um meiðyrði á netinu en gagnrýnendur segja handtökuna tilraun þeirra til að þagga niður í fréttasíðunni sem hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rodrigo Duterte forseta. Eftir lausnina sakaði Ressa yfirvöld um að misnota vald sig og að beita lögum fyrir sig sem vopni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún var látin verja nóttinni í höfuðstöðvum rannsóknarlögreglu ríkisins í gærkvöldi. „Maður verður að lýsa yfir hneykslun og gera það strax. Fjölmiðlafrelsi snýst ekki bara um blaðamenn, ekki bara um okkur, ekki bara um mig, ekki bara um Rappler. Fjölmiðlafrelsi er grundvöllur alls rétts hvers einasta Filippseyings á sannleikanum,“ sagði Ressa. Brotið sem Ressa er sökuð um að hafa framið varðar frétt um tengsl athafnamanns við morð, mansal og fíkniefnasmygl sem birtist árið 2012. Lögmaður athafnamannsins heldur því fram að fréttin hafi verið röng og ærumeiðandi. Duterte forseti hefur ítrekað vegið að Rappler. Hann hefur sakað fréttasíðuna um að vera í raun í eigu Bandaríkjamanna og vera þannig mögulega handbendi bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Þá hefur hann kallað Rappler „gervifréttamiðil“ og neitað fréttamönnum þaðan um blaðamannapassa á viðburði hans. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sakað ríkisstjórn Duterte um að nota lög í landinu til þess að „ógna blaðamönnum vægðarlaust og áreita þá“.
Filippseyjar Fjölmiðlar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira