Opportunity kveður eftir fimmtán ár Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. febrúar 2019 08:30 Opportunity-leiðangurinn er vafalaust eitt farsælasta verkefni geimferðasögunnar. Geimfarið lenti á Mars í janúar árið 2004 og upphaflega stóð til að það myndi kanna aðstæður þar og framkvæma vísindarannsóknir í 90 daga og ferðast í kringum einn kílómetra. vísir/epa Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. Opportunity-leiðangurinn er vafalaust eitt farsælasta verkefni geimferðasögunnar. Geimfarið lenti á rauðu plánetunni í janúar árið 2004 og upphaflega stóð til að það myndi kanna aðstæður þar og framkvæma vísindarannsóknir í 90 daga og ferðast í kringum einn kílómetra. Fimmtán árum seinna hefur Opportunity ferðast 45 kílómetra og skilað til Jarðar ómetanlegu safni gagna um Mars. „Í meira en áratug hefur Opportunity verið táknmynd framsækinnar könnunar sólkerfisins. Geimfarið hefur frætt okkur um Mars og vota, og hugsanlega lífvænlega, fortíð plánetunnar,“ sagði Thomas Zurbuchen, stjórnandi vísindaverkefna NASA, í yfirlýsingu í gær. Samband milli Opportunity og Jarðar rofnaði í júní á síðasta ári. Síðan þá hafa vísindamenn og verkfræðingar NASA sent yfir eitt þúsund skipanir til geimfarsins, í þeirri von að það vakni til lífsins. Hinsti dvalarstaður Opportunity er dalur sem nefndur hefur verið „Perseverance,“ eða Þrautseigja á íslenskri tungu. „Ég held að það sé vart hægt að ímynda sér heppilegri stað en Þrautseigjudalinn sem ævarandi dvalarstað Opportunity,“ sagði Michael Watkins, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu NASA í Kaliforníu, JPL, á fundi með blaðamönnum í gær. „Uppgötvanir og elja þessa litla geimfars er einstakur vitnisburður um hugvit og útsjónarsemi þeirra sem smíðuðu það á sínum tíma.“ Jim Bridenstine, forstjóri NASA, er á sama máli og segir í yfirlýsingu að Opportunity hafi nú þegar rutt leiðina fyrir mannaðar ferðir til Mars. „Þegar sá dagur rennur upp þá munu fyrstu fótsporin á Mars einnig tilheyra þeim sem stóðu að Opportunity-verkefninu,“ sagði Bridenstine. Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. Opportunity-leiðangurinn er vafalaust eitt farsælasta verkefni geimferðasögunnar. Geimfarið lenti á rauðu plánetunni í janúar árið 2004 og upphaflega stóð til að það myndi kanna aðstæður þar og framkvæma vísindarannsóknir í 90 daga og ferðast í kringum einn kílómetra. Fimmtán árum seinna hefur Opportunity ferðast 45 kílómetra og skilað til Jarðar ómetanlegu safni gagna um Mars. „Í meira en áratug hefur Opportunity verið táknmynd framsækinnar könnunar sólkerfisins. Geimfarið hefur frætt okkur um Mars og vota, og hugsanlega lífvænlega, fortíð plánetunnar,“ sagði Thomas Zurbuchen, stjórnandi vísindaverkefna NASA, í yfirlýsingu í gær. Samband milli Opportunity og Jarðar rofnaði í júní á síðasta ári. Síðan þá hafa vísindamenn og verkfræðingar NASA sent yfir eitt þúsund skipanir til geimfarsins, í þeirri von að það vakni til lífsins. Hinsti dvalarstaður Opportunity er dalur sem nefndur hefur verið „Perseverance,“ eða Þrautseigja á íslenskri tungu. „Ég held að það sé vart hægt að ímynda sér heppilegri stað en Þrautseigjudalinn sem ævarandi dvalarstað Opportunity,“ sagði Michael Watkins, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu NASA í Kaliforníu, JPL, á fundi með blaðamönnum í gær. „Uppgötvanir og elja þessa litla geimfars er einstakur vitnisburður um hugvit og útsjónarsemi þeirra sem smíðuðu það á sínum tíma.“ Jim Bridenstine, forstjóri NASA, er á sama máli og segir í yfirlýsingu að Opportunity hafi nú þegar rutt leiðina fyrir mannaðar ferðir til Mars. „Þegar sá dagur rennur upp þá munu fyrstu fótsporin á Mars einnig tilheyra þeim sem stóðu að Opportunity-verkefninu,“ sagði Bridenstine.
Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira