Sé bara einn uppvís að því að halla réttu máli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. febrúar 2019 08:00 Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson. Fréttablaðið/Anton Brink Fréttamaðurinn Helgi Seljan á RÚV gefur lítið fyrir kröfur um afsökunarbeiðni og boðaða málsókn hjónanna Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram gegn honum, Sigmari Guðmundssyni og Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra. „Það er alveg sama hversu marga dálksentimetra Jón Baldvin Hannibalsson tekur undir þessar greinar sínar og hversu oft hann birtir þær, það er bara einn maður sem hefur orðið uppvís að því að halla réttu máli í sínum málflutningi vegna þessa alls og það ítrekað. Kennitalan hans er í Mogganum í dag, er mér sagt,“ sagði Helgi Seljan um málið. Grein, undirrituð af Jóni Baldvini og Bryndísi með kennitölum þeirra, var birt í Morgunblaðinu í gær. Í henni er útvarpsstjóra gefinn sjö daga frestur til að draga til baka ummæli sem féllu í útvarpsþætti þar sem Sigmar og Helgi ræddu við Aldísi Schram, dóttur þeirra hjóna. Einnig segja þau að útvarpsstjóri eigi að veita Helga og Sigmari alvarlega áminningu fyrir gróf brot á siðareglum Ríkisútvarpsins og að biðja eigi áheyrendur afsökunar á vinnubrögðum þeirra. „En ef þér, hr. útvarpsstjóri, kjósið að bregðast ekki við þessari áskorun okkar áskiljum við okkur allan rétt til að stefna yður, fyrir hönd Ríkisútvarpsins, og starfsmönnum yðar, sem og viðmælendum, fyrir rétt, til þess að fá meiðyrði, ranghermi og tilhæfulausar ásakanir, dæmdar dauðar og ómerkar. Og að Ríkisútvarpinu verði skylt að bæta þolendum þessarar ófrægingarherferðar það tjón, sem þau hafa orðið fyrir af völd um RÚV,“ skrifa þau Bryndís og Jón. Fjölskylda þeirra hafi beðið óbætanlegt tjón af völd um umfjöllunar fréttamanna RÚV. Útvarpsstjóri telur heldur ekki til efni til þess biðja hjónin afsökunar. Hann segir fréttagildi viðtalsins hafi verið ótvírætt og að siðareglur hafi verið virtar við gerð þess. Magnús sagði Jón Baldvin ekki hafa haft beint samband við sig vegna málsins. Ef þau Jón Baldvin og Bryndís telji á sér brotið bendir Magnús Geir á siðanefnd RÚV eða siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Þangað sé alltaf hægt að leita. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Fréttamaðurinn Helgi Seljan á RÚV gefur lítið fyrir kröfur um afsökunarbeiðni og boðaða málsókn hjónanna Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram gegn honum, Sigmari Guðmundssyni og Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra. „Það er alveg sama hversu marga dálksentimetra Jón Baldvin Hannibalsson tekur undir þessar greinar sínar og hversu oft hann birtir þær, það er bara einn maður sem hefur orðið uppvís að því að halla réttu máli í sínum málflutningi vegna þessa alls og það ítrekað. Kennitalan hans er í Mogganum í dag, er mér sagt,“ sagði Helgi Seljan um málið. Grein, undirrituð af Jóni Baldvini og Bryndísi með kennitölum þeirra, var birt í Morgunblaðinu í gær. Í henni er útvarpsstjóra gefinn sjö daga frestur til að draga til baka ummæli sem féllu í útvarpsþætti þar sem Sigmar og Helgi ræddu við Aldísi Schram, dóttur þeirra hjóna. Einnig segja þau að útvarpsstjóri eigi að veita Helga og Sigmari alvarlega áminningu fyrir gróf brot á siðareglum Ríkisútvarpsins og að biðja eigi áheyrendur afsökunar á vinnubrögðum þeirra. „En ef þér, hr. útvarpsstjóri, kjósið að bregðast ekki við þessari áskorun okkar áskiljum við okkur allan rétt til að stefna yður, fyrir hönd Ríkisútvarpsins, og starfsmönnum yðar, sem og viðmælendum, fyrir rétt, til þess að fá meiðyrði, ranghermi og tilhæfulausar ásakanir, dæmdar dauðar og ómerkar. Og að Ríkisútvarpinu verði skylt að bæta þolendum þessarar ófrægingarherferðar það tjón, sem þau hafa orðið fyrir af völd um RÚV,“ skrifa þau Bryndís og Jón. Fjölskylda þeirra hafi beðið óbætanlegt tjón af völd um umfjöllunar fréttamanna RÚV. Útvarpsstjóri telur heldur ekki til efni til þess biðja hjónin afsökunar. Hann segir fréttagildi viðtalsins hafi verið ótvírætt og að siðareglur hafi verið virtar við gerð þess. Magnús sagði Jón Baldvin ekki hafa haft beint samband við sig vegna málsins. Ef þau Jón Baldvin og Bryndís telji á sér brotið bendir Magnús Geir á siðanefnd RÚV eða siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Þangað sé alltaf hægt að leita.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira