Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Sylvía Hall skrifar 13. febrúar 2019 22:06 Stoðdeildin yrði fyrir börn í 3. til 10. bekk. Visir/Vilhelm Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík og myndu því öll þau börn sækja þann skóla í að hámarki níu mánuði áður en þau myndu hefja nám í sínum hverfisskóla. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í tillögum starfshópsins segir að stoðdeildin yrði sett á laggirnar fyrir börn í 3. til 10. bekk sem þurfa sértækan stuðning við að hefja nám í íslenskum grunnskóla. Í þeim hópi séu börn flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilvikum börn innflytjenda sem ekki hafa skólagöngu að baki. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir þetta vera til þess að þessi hópur fái betri stuðning og aðgang að fagfólki. „Það er aðalatriði að við getum veitt þeim þessa næringu og skjól sem þessi hópur þarf á að halda og ef þeim er dreift í marga skóla getur verið að við höfum ekki það fagfólk og þá umgjörð sem þau þurfa á að halda. Ég tel að þeim sé enginn sérstakur greiði gerður með því að vera í almennum bekk með þennan veika og brotna bakgrunn,“ segir Helgi.116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd skólagöngu í 12 grunnskólum í Reykjavík á árunum 2016 til 2018. Í dag er 21 slíkt barn í skólunum.Vísir/VilhelmLögbrot að sögn deildarstjóra Helga Helgadóttir, deildarstjóri sérkennslu í Vogaskóla, er ekki hrifin af tillögum starfshópsins. Hún segir þetta vera í andstöðu við starfið í Vogaskóla og hún geti ekki betur séð en að tillögurnar brjóti í bága við lög um grunnskóla og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í lögum um grunnskóla segir að koma eigi í veg fyrir mismunun vegna uppruna við nám og kennslu. Í aðalnámskrá segir að á grunnskólastigi eiga allir nemendur rétt á að stunda skyldunám í almennum grunnskólum án aðgreiningar sem öll börn eiga rétt á að sækja. Aðspurður hvort tillögur starfshópsins aðgreini ekki umræddan hóp frá öðrum grunnskólabörnum segir Helgi að það séu börn sem þurfi á sérstökum aðstæðum að halda til þess að geta vaxið og blómstrað í skólastarfi en menntun án aðgreiningar sé verkefni sem sé tekið mjög alvarlega hjá Reykjavíkurborg. Það sé reynt að komast til móts við þarfir allra barna og telur starfshópurinn að það sé best gert með þessum hætti. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík og myndu því öll þau börn sækja þann skóla í að hámarki níu mánuði áður en þau myndu hefja nám í sínum hverfisskóla. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í tillögum starfshópsins segir að stoðdeildin yrði sett á laggirnar fyrir börn í 3. til 10. bekk sem þurfa sértækan stuðning við að hefja nám í íslenskum grunnskóla. Í þeim hópi séu börn flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilvikum börn innflytjenda sem ekki hafa skólagöngu að baki. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir þetta vera til þess að þessi hópur fái betri stuðning og aðgang að fagfólki. „Það er aðalatriði að við getum veitt þeim þessa næringu og skjól sem þessi hópur þarf á að halda og ef þeim er dreift í marga skóla getur verið að við höfum ekki það fagfólk og þá umgjörð sem þau þurfa á að halda. Ég tel að þeim sé enginn sérstakur greiði gerður með því að vera í almennum bekk með þennan veika og brotna bakgrunn,“ segir Helgi.116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd skólagöngu í 12 grunnskólum í Reykjavík á árunum 2016 til 2018. Í dag er 21 slíkt barn í skólunum.Vísir/VilhelmLögbrot að sögn deildarstjóra Helga Helgadóttir, deildarstjóri sérkennslu í Vogaskóla, er ekki hrifin af tillögum starfshópsins. Hún segir þetta vera í andstöðu við starfið í Vogaskóla og hún geti ekki betur séð en að tillögurnar brjóti í bága við lög um grunnskóla og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í lögum um grunnskóla segir að koma eigi í veg fyrir mismunun vegna uppruna við nám og kennslu. Í aðalnámskrá segir að á grunnskólastigi eiga allir nemendur rétt á að stunda skyldunám í almennum grunnskólum án aðgreiningar sem öll börn eiga rétt á að sækja. Aðspurður hvort tillögur starfshópsins aðgreini ekki umræddan hóp frá öðrum grunnskólabörnum segir Helgi að það séu börn sem þurfi á sérstökum aðstæðum að halda til þess að geta vaxið og blómstrað í skólastarfi en menntun án aðgreiningar sé verkefni sem sé tekið mjög alvarlega hjá Reykjavíkurborg. Það sé reynt að komast til móts við þarfir allra barna og telur starfshópurinn að það sé best gert með þessum hætti.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira