KPMG einnig skammað vegna viðkvæmra upplýsinga á vefjum Akraness og Seltjarnarness Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2019 12:17 Akranes. Vísir/Egill Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd. Ráðgjafafyrirtækið KPMG fær skammir í hattinn frá Persónuvernd fyrir vinnubrögð sín við ráðgjöf og vinnu við verkefni sveitarfélaganna tveggja. Líkt og Vísir greindi frá í dag komst Persónuvernd að sömu niðurstöðu í máli Garðabæjar en greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að þessi þrjú sveitarfélög birtu viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna, til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar, á vefjum sem hýstu opið bókhald sveitarfélaganna. Kerfið sem sveitarfélögin notuðust við var keypt af KPMG sem taldi að rekja mætti málið til uppfærsl á hugbúnaði frá Microsoft sem sveitarfélögin notuðu til að birta bókhaldsgögnin. Í tilviki Akraneskaupstaðar birtust persónuupplýsingar um 190 skjólstæðinga í 18 flokkum eða tegundum upplýsinga og um hafi verið að ræða samtals 1219 skráningar, hvað þá einstaklinga varðaði. Í fylgiskjali með svörum Akraneskaupstaðar til Persónuverndar kom fram að efni þeirra upplýsinga hafi meðal annars lotið að upplýsingum um kennitölur, heilsufar, lyfjanotkun og félagslegar aðstæður.Í tilviki Seltjarnarnesbæjar var um að ræða skráningar um 23 einstaklina, alls 54 talsins, þar á meðal upplýsingar um tvær fósturfjölskyldur.Líkt og í tilviki Garðabæjar taldi KPMG, eins og fyrr segir, að uppfærsla frá Microsoft hafi gert það að verkum að upplýsingarnar urðu aðgengilegar en bæði Akraneskaupstaður og Seltjarnarnesbær settu það sem skilyrði að færslur að lægri fjárhæð en 500 þúsund krónur yrðu ekki birtar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að það hafi verið „verulega ámælisvert“ af hálfu KMPG að viðhafa þau vinnubrögð að ekki væri gengið úr skugga um að ekki væri mögulegt að nálgast upplýsingar um einstaklinga úr því kerfi sem notast var við.Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að lög um Persónuverd hafi verið brotin í málinu en þar sem eldri lög hafi gilt þegar brotið var framið gæti Persónuvernd ekki lagt á stjórnvaldssekt vegna málsins.Var lagt fyrir Seltjarnarnesbæ og Akraneskaupstað að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að mál á borð við þessi gætu endurtekið sig. Akranes Persónuvernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd. Ráðgjafafyrirtækið KPMG fær skammir í hattinn frá Persónuvernd fyrir vinnubrögð sín við ráðgjöf og vinnu við verkefni sveitarfélaganna tveggja. Líkt og Vísir greindi frá í dag komst Persónuvernd að sömu niðurstöðu í máli Garðabæjar en greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að þessi þrjú sveitarfélög birtu viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna, til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar, á vefjum sem hýstu opið bókhald sveitarfélaganna. Kerfið sem sveitarfélögin notuðust við var keypt af KPMG sem taldi að rekja mætti málið til uppfærsl á hugbúnaði frá Microsoft sem sveitarfélögin notuðu til að birta bókhaldsgögnin. Í tilviki Akraneskaupstaðar birtust persónuupplýsingar um 190 skjólstæðinga í 18 flokkum eða tegundum upplýsinga og um hafi verið að ræða samtals 1219 skráningar, hvað þá einstaklinga varðaði. Í fylgiskjali með svörum Akraneskaupstaðar til Persónuverndar kom fram að efni þeirra upplýsinga hafi meðal annars lotið að upplýsingum um kennitölur, heilsufar, lyfjanotkun og félagslegar aðstæður.Í tilviki Seltjarnarnesbæjar var um að ræða skráningar um 23 einstaklina, alls 54 talsins, þar á meðal upplýsingar um tvær fósturfjölskyldur.Líkt og í tilviki Garðabæjar taldi KPMG, eins og fyrr segir, að uppfærsla frá Microsoft hafi gert það að verkum að upplýsingarnar urðu aðgengilegar en bæði Akraneskaupstaður og Seltjarnarnesbær settu það sem skilyrði að færslur að lægri fjárhæð en 500 þúsund krónur yrðu ekki birtar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að það hafi verið „verulega ámælisvert“ af hálfu KMPG að viðhafa þau vinnubrögð að ekki væri gengið úr skugga um að ekki væri mögulegt að nálgast upplýsingar um einstaklinga úr því kerfi sem notast var við.Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að lög um Persónuverd hafi verið brotin í málinu en þar sem eldri lög hafi gilt þegar brotið var framið gæti Persónuvernd ekki lagt á stjórnvaldssekt vegna málsins.Var lagt fyrir Seltjarnarnesbæ og Akraneskaupstað að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að mál á borð við þessi gætu endurtekið sig.
Akranes Persónuvernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23
Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44