Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2019 11:31 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar og hann vill fá að vita hver Magnús Geir heldur að beri ábyrgð á ummælum sem féllu í þætti Helga og Sigmars. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi sendiherra sem nú stendur í hatrömum deilum við dóttur sína Aldísi Schram. Vilhjálmur segist, í samtali við Vísi hafa sent Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra bréf þar sem hann fer fram á að vita hver ber ábyrgð á þeim ummælum um Jón féllu í útvarpsþætti á Rás2 í umsjá þeirra Helga Seljan og Sigmars Guðmundssonar? Hver ber ábyrgða á ummælunum? Í þættum ræddu þeir Helgi og Sigmar við Aldísi Schram sem þar greindi meðal annars frá því að hún teldi föður sinn, sem þá var sendiherra í Washington, hafa misnotað vald sitt til að láta nauðungarvista sig vegna geðsjúkdóma. Þessu hafnar Jón Baldvin alfarið, segir það ekki á færi neins eins manns og hefur haldið á lofti vottorði frá lögreglu þar sem segir að hann hafi aldrei óskað þess við lögreglu að hún hefði afskipti af Aldísi. Aldís hefur nú kært Hörð Jóhannesson/g/2019190219565 lögreglumann fyrir að hafa veitt slíkt vottorð. Jón Baldvin hefur átt í ritdeilum við þá Helga og Sigmar.Vilhjálmur segir að hann hafi í gær sent Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra bréf þar sem hann spyr sérstaklega út í tiltekin ummæli. Vilhjálmur segist ekki hafa lesið Morgunblaðið í dag, en þar birtist heilsíðugrein eftir Jón Baldvin og eiginkonu hans, Bryndísi Schram, opið bréf til útvarpsstjóra, þar sem tilgreind eru 14 atriði sem fram komu í þættinum sem þau segja „falsfréttir“.Ásakanir ganga á víxlRitdeilur hafa staðið yfir, milli þeirra Jóns Baldvins og svo þeirra Helga og Sigmars, en þeir hafa meðal annars sagt að hver maður sé ábyrgur orða sinna; að Jón Baldvin vilji gera þá ábyrga fyrir orðum Aldísar. Vilhjálmur vísar til 3. málsgreinar 50. greinar fjölmiðlalaga og spyr: Hver ber ábyrgð á ummælunum? Magnús Geir hefur frest til 19. þessa mánaðar til að svara þeirri spurningu. Ekki er langt síðan Vilhjálmur stefndi RÚVvegna fréttar sem stofnunin birti um Guðmund Spartakus; en RUV féllst þá á í kjölfarið að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í skaðabætur. Málið féll þá niður; fréttin stóð eftir sem áður og fréttastofan þurfti ekki að biðjast afsökunar á meintum rangfærslum þar. Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Páll segir sáttagreiðslu RÚV óverjanlega með öllu Ný stjórn lagði blessun sína yfir samþykkt fráfarandi stjórnar. 31. maí 2018 15:41 Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07 Útvarpsstjóri stendur við sáttagreiðslu í fréttamáli Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir RÚV fagna því að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi verið sýknaður í meiðyrðamáli sem Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði gegn honum. 5. maí 2018 08:00 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi sendiherra sem nú stendur í hatrömum deilum við dóttur sína Aldísi Schram. Vilhjálmur segist, í samtali við Vísi hafa sent Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra bréf þar sem hann fer fram á að vita hver ber ábyrgð á þeim ummælum um Jón féllu í útvarpsþætti á Rás2 í umsjá þeirra Helga Seljan og Sigmars Guðmundssonar? Hver ber ábyrgða á ummælunum? Í þættum ræddu þeir Helgi og Sigmar við Aldísi Schram sem þar greindi meðal annars frá því að hún teldi föður sinn, sem þá var sendiherra í Washington, hafa misnotað vald sitt til að láta nauðungarvista sig vegna geðsjúkdóma. Þessu hafnar Jón Baldvin alfarið, segir það ekki á færi neins eins manns og hefur haldið á lofti vottorði frá lögreglu þar sem segir að hann hafi aldrei óskað þess við lögreglu að hún hefði afskipti af Aldísi. Aldís hefur nú kært Hörð Jóhannesson/g/2019190219565 lögreglumann fyrir að hafa veitt slíkt vottorð. Jón Baldvin hefur átt í ritdeilum við þá Helga og Sigmar.Vilhjálmur segir að hann hafi í gær sent Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra bréf þar sem hann spyr sérstaklega út í tiltekin ummæli. Vilhjálmur segist ekki hafa lesið Morgunblaðið í dag, en þar birtist heilsíðugrein eftir Jón Baldvin og eiginkonu hans, Bryndísi Schram, opið bréf til útvarpsstjóra, þar sem tilgreind eru 14 atriði sem fram komu í þættinum sem þau segja „falsfréttir“.Ásakanir ganga á víxlRitdeilur hafa staðið yfir, milli þeirra Jóns Baldvins og svo þeirra Helga og Sigmars, en þeir hafa meðal annars sagt að hver maður sé ábyrgur orða sinna; að Jón Baldvin vilji gera þá ábyrga fyrir orðum Aldísar. Vilhjálmur vísar til 3. málsgreinar 50. greinar fjölmiðlalaga og spyr: Hver ber ábyrgð á ummælunum? Magnús Geir hefur frest til 19. þessa mánaðar til að svara þeirri spurningu. Ekki er langt síðan Vilhjálmur stefndi RÚVvegna fréttar sem stofnunin birti um Guðmund Spartakus; en RUV féllst þá á í kjölfarið að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í skaðabætur. Málið féll þá niður; fréttin stóð eftir sem áður og fréttastofan þurfti ekki að biðjast afsökunar á meintum rangfærslum þar.
Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Páll segir sáttagreiðslu RÚV óverjanlega með öllu Ný stjórn lagði blessun sína yfir samþykkt fráfarandi stjórnar. 31. maí 2018 15:41 Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07 Útvarpsstjóri stendur við sáttagreiðslu í fréttamáli Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir RÚV fagna því að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi verið sýknaður í meiðyrðamáli sem Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði gegn honum. 5. maí 2018 08:00 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Páll segir sáttagreiðslu RÚV óverjanlega með öllu Ný stjórn lagði blessun sína yfir samþykkt fráfarandi stjórnar. 31. maí 2018 15:41
Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07
Útvarpsstjóri stendur við sáttagreiðslu í fréttamáli Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir RÚV fagna því að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi verið sýknaður í meiðyrðamáli sem Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði gegn honum. 5. maí 2018 08:00
Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52