Nemendur frá þrettán löndum við nám í Jafnréttisskólanum Heimsljós kynnir 13. febrúar 2019 09:30 Nýi nemendahópurinn í Jafnréttisskólanum. UNU-GEST Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna tók á móti nemendum frá þróunarlöndum og átakasvæðum í tólfta sinn um miðjan janúar. Þetta árið eru nemendurnir 23 talsins, 7 karlar og 16 konur, og koma frá 13 löndum: Afganistan, Bosníu & Hersegóvínu, Eþíópíu, Gana, Indlandi, Kenýa, Kosovo, Malaví, Mósambík, Nígeríu, Palestínu, Serbíu og Úganda. Nemendurnir eru sérfræðingar og háskólanemar sem starfa að jafnréttismálum í heimalandi sínu, meðal annars í ráðuneytum, félagasamtökum og lögreglunni. Markmið Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að stuðla að jafnrétti og valdeflingu kvenna með menntun, námskeiðum og rannsóknum í þróunarríkjum og á átakasvæðum. Hvert vormisseri rekur Jafnréttisskólinn 20 vikna diplómanám (30 ECTS) í alþjóðlegum jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands þar sem sérstök áhersla er á þverfaglega, fræðilega og hagnýta þekkingu. Þessa önn eru kennd 7 námskeið; 5 skyldunámskeið og 2 valnámskeið, sem öll miða að því að styrkja getu nemenda til að innleiða kynjasjónarmið í vinnu sína og rannsóknir. Námskeiðin eru: Alþjóðleg jafnréttisfræði: Kenningar og hugtök; Kyngervi, umhverfismál og sjálfbærni; Kyngervi, kyndbundið ofbeldi og öryggismál; Kyngervi, þróunarmál og hagnýt jafnréttisfræði; Kyngervi, vinnumarkaður og fólksflutningar; Kyngervi, menntun og heilsa. Nemendurnir vinna einnig að lokaverkefni yfir önnina sem þau munu kynna í lok annar, eða dagana 20. og 21. maí. Útskrift verður 24. maí 2019. Frekari upplýsingar um Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að finna á vef skólans.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent
Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna tók á móti nemendum frá þróunarlöndum og átakasvæðum í tólfta sinn um miðjan janúar. Þetta árið eru nemendurnir 23 talsins, 7 karlar og 16 konur, og koma frá 13 löndum: Afganistan, Bosníu & Hersegóvínu, Eþíópíu, Gana, Indlandi, Kenýa, Kosovo, Malaví, Mósambík, Nígeríu, Palestínu, Serbíu og Úganda. Nemendurnir eru sérfræðingar og háskólanemar sem starfa að jafnréttismálum í heimalandi sínu, meðal annars í ráðuneytum, félagasamtökum og lögreglunni. Markmið Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að stuðla að jafnrétti og valdeflingu kvenna með menntun, námskeiðum og rannsóknum í þróunarríkjum og á átakasvæðum. Hvert vormisseri rekur Jafnréttisskólinn 20 vikna diplómanám (30 ECTS) í alþjóðlegum jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands þar sem sérstök áhersla er á þverfaglega, fræðilega og hagnýta þekkingu. Þessa önn eru kennd 7 námskeið; 5 skyldunámskeið og 2 valnámskeið, sem öll miða að því að styrkja getu nemenda til að innleiða kynjasjónarmið í vinnu sína og rannsóknir. Námskeiðin eru: Alþjóðleg jafnréttisfræði: Kenningar og hugtök; Kyngervi, umhverfismál og sjálfbærni; Kyngervi, kyndbundið ofbeldi og öryggismál; Kyngervi, þróunarmál og hagnýt jafnréttisfræði; Kyngervi, vinnumarkaður og fólksflutningar; Kyngervi, menntun og heilsa. Nemendurnir vinna einnig að lokaverkefni yfir önnina sem þau munu kynna í lok annar, eða dagana 20. og 21. maí. Útskrift verður 24. maí 2019. Frekari upplýsingar um Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að finna á vef skólans.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent