Nemendur frá þrettán löndum við nám í Jafnréttisskólanum Heimsljós kynnir 13. febrúar 2019 09:30 Nýi nemendahópurinn í Jafnréttisskólanum. UNU-GEST Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna tók á móti nemendum frá þróunarlöndum og átakasvæðum í tólfta sinn um miðjan janúar. Þetta árið eru nemendurnir 23 talsins, 7 karlar og 16 konur, og koma frá 13 löndum: Afganistan, Bosníu & Hersegóvínu, Eþíópíu, Gana, Indlandi, Kenýa, Kosovo, Malaví, Mósambík, Nígeríu, Palestínu, Serbíu og Úganda. Nemendurnir eru sérfræðingar og háskólanemar sem starfa að jafnréttismálum í heimalandi sínu, meðal annars í ráðuneytum, félagasamtökum og lögreglunni. Markmið Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að stuðla að jafnrétti og valdeflingu kvenna með menntun, námskeiðum og rannsóknum í þróunarríkjum og á átakasvæðum. Hvert vormisseri rekur Jafnréttisskólinn 20 vikna diplómanám (30 ECTS) í alþjóðlegum jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands þar sem sérstök áhersla er á þverfaglega, fræðilega og hagnýta þekkingu. Þessa önn eru kennd 7 námskeið; 5 skyldunámskeið og 2 valnámskeið, sem öll miða að því að styrkja getu nemenda til að innleiða kynjasjónarmið í vinnu sína og rannsóknir. Námskeiðin eru: Alþjóðleg jafnréttisfræði: Kenningar og hugtök; Kyngervi, umhverfismál og sjálfbærni; Kyngervi, kyndbundið ofbeldi og öryggismál; Kyngervi, þróunarmál og hagnýt jafnréttisfræði; Kyngervi, vinnumarkaður og fólksflutningar; Kyngervi, menntun og heilsa. Nemendurnir vinna einnig að lokaverkefni yfir önnina sem þau munu kynna í lok annar, eða dagana 20. og 21. maí. Útskrift verður 24. maí 2019. Frekari upplýsingar um Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að finna á vef skólans.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent
Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna tók á móti nemendum frá þróunarlöndum og átakasvæðum í tólfta sinn um miðjan janúar. Þetta árið eru nemendurnir 23 talsins, 7 karlar og 16 konur, og koma frá 13 löndum: Afganistan, Bosníu & Hersegóvínu, Eþíópíu, Gana, Indlandi, Kenýa, Kosovo, Malaví, Mósambík, Nígeríu, Palestínu, Serbíu og Úganda. Nemendurnir eru sérfræðingar og háskólanemar sem starfa að jafnréttismálum í heimalandi sínu, meðal annars í ráðuneytum, félagasamtökum og lögreglunni. Markmið Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að stuðla að jafnrétti og valdeflingu kvenna með menntun, námskeiðum og rannsóknum í þróunarríkjum og á átakasvæðum. Hvert vormisseri rekur Jafnréttisskólinn 20 vikna diplómanám (30 ECTS) í alþjóðlegum jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands þar sem sérstök áhersla er á þverfaglega, fræðilega og hagnýta þekkingu. Þessa önn eru kennd 7 námskeið; 5 skyldunámskeið og 2 valnámskeið, sem öll miða að því að styrkja getu nemenda til að innleiða kynjasjónarmið í vinnu sína og rannsóknir. Námskeiðin eru: Alþjóðleg jafnréttisfræði: Kenningar og hugtök; Kyngervi, umhverfismál og sjálfbærni; Kyngervi, kyndbundið ofbeldi og öryggismál; Kyngervi, þróunarmál og hagnýt jafnréttisfræði; Kyngervi, vinnumarkaður og fólksflutningar; Kyngervi, menntun og heilsa. Nemendurnir vinna einnig að lokaverkefni yfir önnina sem þau munu kynna í lok annar, eða dagana 20. og 21. maí. Útskrift verður 24. maí 2019. Frekari upplýsingar um Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að finna á vef skólans.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent