Stjarnan hafði betur gegn Grindavík í fyrsta leik riðils 1 í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta í Kórnum í kvöld.
Guðjón Baldvinsson og Hilmar Árni Halldórsson skoruðu mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri á Grindvíkingum.
Marc McAusland skoraði mark Grindavíkur, en hann kom til liðsins frá Keflavík í vetur.
Stjarnan fer því á topp riðilsins með þrjú stig. Í riðlinum eru einnig ÍA, Leiknir R., Magni og Þór.
Stjarnan vann fyrsta leik í Lengjubikarnum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

