Fenerbahce vann fyrsta leik 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar þegar liðið hafði betur gegn Zenit í Tyrklandi.
Islam Slimani, sem er á láni frá Leicester, kom heimamönnum yfir á 21. mínútu leiksins eftir sendingu Sadik Ciftpinar.
Áður en fyrri hálfleikurinn var úti fékk Zenit tækifæri til þess að jafna metin þegar vítaspyrna var dæmd á Fenerbahce. Robert Mak náði hins vegar ekki að skora úr spyrnunni og staðan því 1-0 í hálfleik.
Þannig enduðu leikar því ekkert mark var skorað í seinni hálfleik og Fenerbahce fer því með eins marks forystu inn í seinni leikinn í Rússlandi.
Fenerbahce hafði betur gegn Zenit
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn


Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu
Fótbolti

„Ég er mjög þreyttur“
Íslenski boltinn

„Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum
Íslenski boltinn

Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA
Körfubolti

Hólmbert Aron til Suður-Kóreu
Fótbolti
