Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækka um 4,9 prósent milli ára Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 19:27 Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækkuðu í fyrra um 4,9 prósent en hann er launahæsti bankastjóri þriggja stærstu viðskiptabankanna. Launahækkun bankastjóra Landsbankans, sem er í ríkiseigu, hefur verið harðlega gagnrýnd og krefst fjármálaráðherra svara frá bankaráði og stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu um laun æðstu stjórnenda. Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hækkuðu um 17% á milli áranna 2018 en mánaðarlaun hennar eru nú um 3,8 milljónir á mánuði. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka tók á sig ríflega 14% launalækkun undir lok síðasta árs en hún er engu að síður með um 4,2 milljónir á mánuði. Ársreikningur Arion banka fyrir árið 2018 verður ekki birtur fyrr en á morgun en samkvæmt upplýsingum frá bankanum hækkuðu heildarlaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka um 4,9% milli ára og voru 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. Föst laun hans hækkuðu aftur á móti um 8,8%. Til samanburðar hækkaði launavísitala á almennum vinnumarkaði um 6,5%. Rétt er að halda til haga að Arion banki er fyrirtæki í einkaeigu og skráð félag á markaði á meðan ríkið fer með eignarhald í hinum bönkunum tveimur. „Við ákvörðun launa horfði stjórn bankans til launa forstjóra stórra hlutafélaga hér á landi, t.a.m. félaga sem skráð eru í kauphöll enda er Arion banki eitt af stærstu félögunum sem skráð eru í kauphöll hér á landi, en bankinn er skráður á markað bæði á Íslandi og í Svíþjóð,“ segir í skriflegu svari frá Haraldi Guðna Eiðssyni, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn fréttastofu. Launahækkanir bankastjóra Landsbankans hafa verið harðlega gagnrýndar undanfarna daga en sé litið til síðustu tveggja ára hafa laun bankastjóra hækkað um 82%. Í dag óskaði Bankasýsla ríkisins eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. Þá hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sent stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu bréf þar sem óskað er eftir því að þær greini ráðuneytinu frá því hvernig stjórnarmenn hafa brugðist við tilmælum ráðuneytisins um að gæta varkárni við launaákvarðanir. Hann óskar svara innan viku. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækkuðu í fyrra um 4,9 prósent en hann er launahæsti bankastjóri þriggja stærstu viðskiptabankanna. Launahækkun bankastjóra Landsbankans, sem er í ríkiseigu, hefur verið harðlega gagnrýnd og krefst fjármálaráðherra svara frá bankaráði og stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu um laun æðstu stjórnenda. Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hækkuðu um 17% á milli áranna 2018 en mánaðarlaun hennar eru nú um 3,8 milljónir á mánuði. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka tók á sig ríflega 14% launalækkun undir lok síðasta árs en hún er engu að síður með um 4,2 milljónir á mánuði. Ársreikningur Arion banka fyrir árið 2018 verður ekki birtur fyrr en á morgun en samkvæmt upplýsingum frá bankanum hækkuðu heildarlaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka um 4,9% milli ára og voru 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. Föst laun hans hækkuðu aftur á móti um 8,8%. Til samanburðar hækkaði launavísitala á almennum vinnumarkaði um 6,5%. Rétt er að halda til haga að Arion banki er fyrirtæki í einkaeigu og skráð félag á markaði á meðan ríkið fer með eignarhald í hinum bönkunum tveimur. „Við ákvörðun launa horfði stjórn bankans til launa forstjóra stórra hlutafélaga hér á landi, t.a.m. félaga sem skráð eru í kauphöll enda er Arion banki eitt af stærstu félögunum sem skráð eru í kauphöll hér á landi, en bankinn er skráður á markað bæði á Íslandi og í Svíþjóð,“ segir í skriflegu svari frá Haraldi Guðna Eiðssyni, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn fréttastofu. Launahækkanir bankastjóra Landsbankans hafa verið harðlega gagnrýndar undanfarna daga en sé litið til síðustu tveggja ára hafa laun bankastjóra hækkað um 82%. Í dag óskaði Bankasýsla ríkisins eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. Þá hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sent stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu bréf þar sem óskað er eftir því að þær greini ráðuneytinu frá því hvernig stjórnarmenn hafa brugðist við tilmælum ráðuneytisins um að gæta varkárni við launaákvarðanir. Hann óskar svara innan viku.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28
Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27
Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59
Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15