Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2019 19:30 Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. En ráðherrann hefur sagt að ekki sé víst að lögð verði á veggjöld og ef til vill væri skynsamlegra að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar til að fjármagna framkvæmdirnar. Ummæli samgönguráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina um að hugsanlega megi fresta veggjöldum um fjögur til fimm ár og nýta þess í stað arðgreiðslur frá Landsvirkjun til stórra verkefna í vegamálum koma nokkuð á óvart í ljósi nýsamþykktra breytingatillagna meirihluta Alþingis. Þar er ráðherra falið að útfæra veggjöld fyrir stórar framkvæmdir á stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel víðar og leggja fram frumvarp þar að lútandi á yfirstandandi vorþingi. Ráðherra segir aðeins um heimild að ræða til að skoða leiðir og engin ákvörðun hafi verið tekin. Jón Gunnarsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar hefur verið aðaltalsmaður veggjalda og sagt að þau gætu tvöfaldað það fjármagn sem færi í uppbyggingu vegakerfisins. Hann og ráðherrann séu sammála um að gríðarlega mikilvægt sé að fara í stórar framkvæmdir í samgöngumálum. „Það eru svo sem ýmsar leiðir til þess. Hinn augljósi kostur við þá leið að fara í veggjöld er að þá fáum við og leiðum inn þátttöku erlendra ferðamanna sem munu borga stóran hluta,” segir Jón. Umhverfis- og samgöngunefnd hafi unnið þessi mál í nánu samstarfi við samgönguráðuneytið og ráðherrann. Jón segist því ekki eiga von á öðru en samgönguráðherra leggi fram frumvarp um málið á yfirstandandi þingi enda unnið út frá því á Alþingi. Þá sé gengið út frá því innan Sjálfstæðisflokksins að gjaldtakan verði ekki íþyngjandi og önnur gjöld lækki á móti. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að ráðherrann geri upp sinn hug í þessu máli. Að við séum að vinna hér eftir einhverri stefnu til að vinna málunum farveg. Það gerist ekki ef við förum út og suður í þessum málum.”Arðgreiðslur frá Landsvirkjun og þjóðarsjóðshugmyndin, er hún ekki enn á stefnu Sjálfstæðisflokksins? „Hún hefur bara verið á stefnu ríkisstjórnarinnar,” segir Jón Gunnarsson. Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. En ráðherrann hefur sagt að ekki sé víst að lögð verði á veggjöld og ef til vill væri skynsamlegra að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar til að fjármagna framkvæmdirnar. Ummæli samgönguráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina um að hugsanlega megi fresta veggjöldum um fjögur til fimm ár og nýta þess í stað arðgreiðslur frá Landsvirkjun til stórra verkefna í vegamálum koma nokkuð á óvart í ljósi nýsamþykktra breytingatillagna meirihluta Alþingis. Þar er ráðherra falið að útfæra veggjöld fyrir stórar framkvæmdir á stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel víðar og leggja fram frumvarp þar að lútandi á yfirstandandi vorþingi. Ráðherra segir aðeins um heimild að ræða til að skoða leiðir og engin ákvörðun hafi verið tekin. Jón Gunnarsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar hefur verið aðaltalsmaður veggjalda og sagt að þau gætu tvöfaldað það fjármagn sem færi í uppbyggingu vegakerfisins. Hann og ráðherrann séu sammála um að gríðarlega mikilvægt sé að fara í stórar framkvæmdir í samgöngumálum. „Það eru svo sem ýmsar leiðir til þess. Hinn augljósi kostur við þá leið að fara í veggjöld er að þá fáum við og leiðum inn þátttöku erlendra ferðamanna sem munu borga stóran hluta,” segir Jón. Umhverfis- og samgöngunefnd hafi unnið þessi mál í nánu samstarfi við samgönguráðuneytið og ráðherrann. Jón segist því ekki eiga von á öðru en samgönguráðherra leggi fram frumvarp um málið á yfirstandandi þingi enda unnið út frá því á Alþingi. Þá sé gengið út frá því innan Sjálfstæðisflokksins að gjaldtakan verði ekki íþyngjandi og önnur gjöld lækki á móti. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að ráðherrann geri upp sinn hug í þessu máli. Að við séum að vinna hér eftir einhverri stefnu til að vinna málunum farveg. Það gerist ekki ef við förum út og suður í þessum málum.”Arðgreiðslur frá Landsvirkjun og þjóðarsjóðshugmyndin, er hún ekki enn á stefnu Sjálfstæðisflokksins? „Hún hefur bara verið á stefnu ríkisstjórnarinnar,” segir Jón Gunnarsson.
Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira