Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2019 16:42 Íslenska ríkið á 98,2 prósent í Landsbankanum. VÍSIR/GVA Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. Stofnunin fer með 98,2% eignarhlut í Landsbankanum hf. og 100% eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd ríkissjóðs. Í upplýsingabeiðni Bankasýslunnar til Landsbankans kemur fram að meðal annars sé óskað eftir sjónarmiðum bankaráðs í tengslum við margumfjallaða launahækkun bankastjórans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Mánaðarlaun hennar hækkuðu um 1,7 milljónir króna á milli 2017 og 2018. Það nemur 82 prósent hækkun á tíu mánaða tímabili. Þetta sjónarmið verði auk þess að vera sett í sérstakt samhengi við eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki. Í þeirri stefnu komi meðal annars fram áherslur um „hófsemi í launaákvörðunum hjá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins,“ - sem Landsbankinn fellur undir.Sjá einnig: Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin launBankasýslan telur sig að sama skapi ekki hafa fullnægjandi upplýsingar um launaþróun bankastjóra Íslandsbanka. Því kallar stofnunin eftir upplýsingum frá stjórn bankans um nákvæma þróun laun og annarra hlunninda bankastjórans frá og með 1. janúar 2016 til dagsins í dag. Auk þess er krafist afstöðu stjórnarinnar til umræddrar launaþróunar - aftur með tilliti til eigendastefnu ríkisins. Þá spyr Bankasýslan hvort fyrirhugað sé að endurskoða launakjör bankastjórans á næstu misserum, til dæmis vegna samningsbundinna ákvæða ráðningarsamnings hans. Bankarnir hafa til 19. febrúar næstkomandi til að verða við fyrirspurnum Bankasýslunnar. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin laun Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, voru lækkuð í nóvember, að hennar frumkvæði. 11. febrúar 2019 20:45 Segja hækkun launa bankastjóra í samræmi við starfskjarastefnu Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017. 11. febrúar 2019 18:41 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. Stofnunin fer með 98,2% eignarhlut í Landsbankanum hf. og 100% eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd ríkissjóðs. Í upplýsingabeiðni Bankasýslunnar til Landsbankans kemur fram að meðal annars sé óskað eftir sjónarmiðum bankaráðs í tengslum við margumfjallaða launahækkun bankastjórans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Mánaðarlaun hennar hækkuðu um 1,7 milljónir króna á milli 2017 og 2018. Það nemur 82 prósent hækkun á tíu mánaða tímabili. Þetta sjónarmið verði auk þess að vera sett í sérstakt samhengi við eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki. Í þeirri stefnu komi meðal annars fram áherslur um „hófsemi í launaákvörðunum hjá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins,“ - sem Landsbankinn fellur undir.Sjá einnig: Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin launBankasýslan telur sig að sama skapi ekki hafa fullnægjandi upplýsingar um launaþróun bankastjóra Íslandsbanka. Því kallar stofnunin eftir upplýsingum frá stjórn bankans um nákvæma þróun laun og annarra hlunninda bankastjórans frá og með 1. janúar 2016 til dagsins í dag. Auk þess er krafist afstöðu stjórnarinnar til umræddrar launaþróunar - aftur með tilliti til eigendastefnu ríkisins. Þá spyr Bankasýslan hvort fyrirhugað sé að endurskoða launakjör bankastjórans á næstu misserum, til dæmis vegna samningsbundinna ákvæða ráðningarsamnings hans. Bankarnir hafa til 19. febrúar næstkomandi til að verða við fyrirspurnum Bankasýslunnar.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin laun Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, voru lækkuð í nóvember, að hennar frumkvæði. 11. febrúar 2019 20:45 Segja hækkun launa bankastjóra í samræmi við starfskjarastefnu Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017. 11. febrúar 2019 18:41 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15
Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin laun Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, voru lækkuð í nóvember, að hennar frumkvæði. 11. febrúar 2019 20:45
Segja hækkun launa bankastjóra í samræmi við starfskjarastefnu Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017. 11. febrúar 2019 18:41
Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent