Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2019 15:28 Landsbankinn hefur samtals greitt um 132 milljarða króna í arð á árunum 2013-2018. vísir/vilhelm Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. Launin verði að lækka strax, ellegar að einhver þeirra sem situr í stjórn Landsbankans í umboði þjóðarinnar verði látinn sæta ábyrgð. Greint var frá því um helgina að mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur, hefðu hækkað um 1,7 milljónir króna á milli 2017 og 2018. Það nemur 82 prósent hækkun á tíu mánaða tímabili. Bankaráð Landsbankans, sem ákvarðar launin, segir hækkuna í samræmi við starfskjarastefnu bankans - laun Lilju séu samkeppnishæf, en ekki leiðandi.Guðmundur Helgi Þórarinsson er formaður VM.aðsendFjölmargir hafa brugðist ókvæða við hækkunina, jafnt stjórnmálafólk sem og fulltrúar atvinnulífsins. Nú hefur VM bæst í þann hóp, en í tilkynningu frá félaginu segir að venjulegt launafólk geti ekki sætt sig við jafn „gígantíska launahækkun.“ Félaginu þyki auk þess miður að ákvörðunin hafi hvorki verið dregin til baka, né að einhver hafi þurft að „bera ábyrgð á þessum gífurlega dómgreindarbresti.“ Því krefjist VM aðgerða strax. Í tilkynningu sinni teiknar félagið upp tvo möguleika: Annað hvort að laun bankastjóra Landsbankans verði lækkuð tafarlaust eða að einhver verði látinn sæta ábyrgð. „VM minnir á það að fólk í stjórn Landsbankans situr í umboði stjórnvalda á Íslandi. Það er ekki boðlegt að sífellt skuli vera slegið á putta almenns launafólks á Íslandi á meðan þeir hæst launuðu skammta sér launahækkanir upp á hundruðu þúsunda eða milljóna í hverjum mánuði.“ Þá segir VM það jafnframt vera dapurlegt að hækkunin sé ekki einangrað tilvik. „Það er að verða regla frekar en undanteikning að efsta lag atvinnulífsins er á tugföldum launum þeirra lægst launuðustu. Við það getur venjulegt launafólk ekki sætt sig við.“ Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. Launin verði að lækka strax, ellegar að einhver þeirra sem situr í stjórn Landsbankans í umboði þjóðarinnar verði látinn sæta ábyrgð. Greint var frá því um helgina að mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur, hefðu hækkað um 1,7 milljónir króna á milli 2017 og 2018. Það nemur 82 prósent hækkun á tíu mánaða tímabili. Bankaráð Landsbankans, sem ákvarðar launin, segir hækkuna í samræmi við starfskjarastefnu bankans - laun Lilju séu samkeppnishæf, en ekki leiðandi.Guðmundur Helgi Þórarinsson er formaður VM.aðsendFjölmargir hafa brugðist ókvæða við hækkunina, jafnt stjórnmálafólk sem og fulltrúar atvinnulífsins. Nú hefur VM bæst í þann hóp, en í tilkynningu frá félaginu segir að venjulegt launafólk geti ekki sætt sig við jafn „gígantíska launahækkun.“ Félaginu þyki auk þess miður að ákvörðunin hafi hvorki verið dregin til baka, né að einhver hafi þurft að „bera ábyrgð á þessum gífurlega dómgreindarbresti.“ Því krefjist VM aðgerða strax. Í tilkynningu sinni teiknar félagið upp tvo möguleika: Annað hvort að laun bankastjóra Landsbankans verði lækkuð tafarlaust eða að einhver verði látinn sæta ábyrgð. „VM minnir á það að fólk í stjórn Landsbankans situr í umboði stjórnvalda á Íslandi. Það er ekki boðlegt að sífellt skuli vera slegið á putta almenns launafólks á Íslandi á meðan þeir hæst launuðu skammta sér launahækkanir upp á hundruðu þúsunda eða milljóna í hverjum mánuði.“ Þá segir VM það jafnframt vera dapurlegt að hækkunin sé ekki einangrað tilvik. „Það er að verða regla frekar en undanteikning að efsta lag atvinnulífsins er á tugföldum launum þeirra lægst launuðustu. Við það getur venjulegt launafólk ekki sætt sig við.“
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15
Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00
Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30