Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2019 13:00 Helga Vala Helgadóttir situr í umhverfis- og samgöngunefnd fyrir Samfylkinguna. vísir/vilhelm Fulltrúi minnihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld sem Alþingi samþykkti að ráðherra legði fram frumvarp um á vorþingi. Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stefnt að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. Mjög hart var tekist á um breytingartillögur meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis frá haustþingi allt þar til samgönguáætlun og breytingartillögur meirihlutans voru samþykktar á Alþingi í síðustu viku. Þær ganga út á að samgönguráðherra leggi fram frumvarp á yfirstandandi þingi um útfærslu veggjalda vegna uppbyggingar helstu stofnleiða í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel víðar um land. Það kom því nokkuð á óvart þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra lýsti því yfir á Sprengisandi Bylgjunnar um helgina að engin ákvörðun lægi fyrir um veggjöld, aðeins væri talað um hugsanlega fjármögnun með þeim og framkvæmdavaldinu heimilt að vinna áfram að útfærslu. Opnaði ráðherrann á að á næstu fjórum til fimm árum yrðu arðgreiðslur frá Landsvikjun nýttar til stórframkvæmda í vegakerfinu. En Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur stefnt að því að þær tekjur rynnu í þjóðarsjóð, einhvers konar varasjóð til að svara áföllum í þjóðarbúskapnum.Björn Leví Gunnarsson, Helga Vala Helgadóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir á fundi samgöngunefnd.vísir/vilhelmKom á óvart Helga Vala Helgadóttir sem situr í umhverfis- og samgöngunefnd fyrir Samfylkinguna segir afstöðu samgönguráðherra koma mjög á óvart. Minnihlutinn hafi lagt til aðrar leiðir meðal annars að nota ýmsar arðgreiðslur til ríkisins. „Því var hafnað af meirihlutanum. Sem samgönguráðherra virðist nú ætla að gera að sínu. Ég átta mig ekki alveg á hvað er að gerast. Ég veit ekki hvernig ráðherra lítur á Alþingi og hlutverk þess. En þetta er þingsályktunartillaga sem samþykkt var á Alþingi í síðustu viku, meðal annars af honum sjálfum,” segir Helga Vala. Formaður Miðflokksins hafi einnig á fimmtudag lagst gegn veggjöldum í viðtali þótt þingmenn flokksins hafi greitt atkvæði með breytingartillögunni. Það hefði því verið nær að samgönguráðherrann greiddi atkvæði með minnihlutanum, sem meðal annars hafi viljað nýta arðgreiðslur frá Landsvikrjun til uppbyggingar vegakerfisins. „Ég lít svo á að það ríki ákveðið neyðarástand á vegum úti. Það dylst engum. Öryggi vegfarenda er ekki tryggt. Það þarf að fara í miklar framkvæmdir og það má vel nýta þessa fjármuni í það. Þannig að það að Sigurður Ingi taki núna undir okkar tillögur er bara frábært. Hann hefði kannski mátt gera það áður en Alþingi ákvað annað,” segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Fulltrúi minnihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld sem Alþingi samþykkti að ráðherra legði fram frumvarp um á vorþingi. Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stefnt að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. Mjög hart var tekist á um breytingartillögur meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis frá haustþingi allt þar til samgönguáætlun og breytingartillögur meirihlutans voru samþykktar á Alþingi í síðustu viku. Þær ganga út á að samgönguráðherra leggi fram frumvarp á yfirstandandi þingi um útfærslu veggjalda vegna uppbyggingar helstu stofnleiða í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel víðar um land. Það kom því nokkuð á óvart þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra lýsti því yfir á Sprengisandi Bylgjunnar um helgina að engin ákvörðun lægi fyrir um veggjöld, aðeins væri talað um hugsanlega fjármögnun með þeim og framkvæmdavaldinu heimilt að vinna áfram að útfærslu. Opnaði ráðherrann á að á næstu fjórum til fimm árum yrðu arðgreiðslur frá Landsvikjun nýttar til stórframkvæmda í vegakerfinu. En Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur stefnt að því að þær tekjur rynnu í þjóðarsjóð, einhvers konar varasjóð til að svara áföllum í þjóðarbúskapnum.Björn Leví Gunnarsson, Helga Vala Helgadóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir á fundi samgöngunefnd.vísir/vilhelmKom á óvart Helga Vala Helgadóttir sem situr í umhverfis- og samgöngunefnd fyrir Samfylkinguna segir afstöðu samgönguráðherra koma mjög á óvart. Minnihlutinn hafi lagt til aðrar leiðir meðal annars að nota ýmsar arðgreiðslur til ríkisins. „Því var hafnað af meirihlutanum. Sem samgönguráðherra virðist nú ætla að gera að sínu. Ég átta mig ekki alveg á hvað er að gerast. Ég veit ekki hvernig ráðherra lítur á Alþingi og hlutverk þess. En þetta er þingsályktunartillaga sem samþykkt var á Alþingi í síðustu viku, meðal annars af honum sjálfum,” segir Helga Vala. Formaður Miðflokksins hafi einnig á fimmtudag lagst gegn veggjöldum í viðtali þótt þingmenn flokksins hafi greitt atkvæði með breytingartillögunni. Það hefði því verið nær að samgönguráðherrann greiddi atkvæði með minnihlutanum, sem meðal annars hafi viljað nýta arðgreiðslur frá Landsvikrjun til uppbyggingar vegakerfisins. „Ég lít svo á að það ríki ákveðið neyðarástand á vegum úti. Það dylst engum. Öryggi vegfarenda er ekki tryggt. Það þarf að fara í miklar framkvæmdir og það má vel nýta þessa fjármuni í það. Þannig að það að Sigurður Ingi taki núna undir okkar tillögur er bara frábært. Hann hefði kannski mátt gera það áður en Alþingi ákvað annað,” segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent