Seinni bylgjan: Óþolandi að þurfa að horfa á svona menn sem virðast ekki nenna þessu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2019 11:00 Viðureign Stjörnunnar og FH var til umfjöllunar í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi, eins og aðrir leikir síðustu umferðar í Olís-deild karla. FH vann öruggan sigur á Stjörnunni, þrátt fyrir að fimm mikilvægir leikmenn væru fjarverandi. Þurftu þeir lítið að hafa fyrir sigrinum en frammistaða Stjörnumanna afar máttlaus. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, var ósáttur við frammistöðu sinna manna eftir leik og óttaðist að liðið væri að sogast niður í fallbarátu. Gunnar Berg Viktorsson þekkir vel til í Garðabænum og hann sagði frammistöðuna hafa verið arfaslaka í leiknum gegn FH. „Stjarnan var ótrúlega léleg. Alveg ótrúlega staðir, það mætir enginn á boltann til að fara í árásina. Menn fá boltann alltaf í kyrrstöðu, stinga niður og leggja svo af stað,“ sagði hann meðal annars. „Af hverju fær boltinn ekki að fljóta og menn reyna að finna færin? Þetta var ótrúlega lélegt.“ Sebastian Alexandersson tók undir þetta og bætti við: „Það eru vond skilaboð til annarra liða í deildinni að menn ætli að bakka þegar það er spilað aðeins fast á þá. Það eru ekki góð skilaboð.“ Gunnar Berg hélt svo áfram og sagði að karaktersleysi hefði einkennt Stjörnumenn í leiknum. „Hausinn er niður í bringu, það vantar allan kraft og samheldni í liðið. Þetta skín af þeim, algerlega. Það er óþolandi að þurfa að horfa upp á svona menn sem virðast ekki nenna þessu,“ sagði Gunnar Berg sem var ekki búinn. „Maður spyr sig, æfðu þeir ekkert í fríinu [í janúar]. Hvaða hraði er á leiknum? Mér fannst þeir vera þreyttir eftir 5-10 mínútur,“ sagði hann. Allt innslagið má sjá hér efst í fréttinni. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða FH heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Garðbæingar eru að sogast niður í botnbaráttu deildarinnar. 10. febrúar 2019 22:30 Rúnar: Þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sínir menn séu að spila allt of hægan sóknarleik. Það hafi orðið liðinu að falli gegn FH í dag. 10. febrúar 2019 22:13 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Viðureign Stjörnunnar og FH var til umfjöllunar í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi, eins og aðrir leikir síðustu umferðar í Olís-deild karla. FH vann öruggan sigur á Stjörnunni, þrátt fyrir að fimm mikilvægir leikmenn væru fjarverandi. Þurftu þeir lítið að hafa fyrir sigrinum en frammistaða Stjörnumanna afar máttlaus. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, var ósáttur við frammistöðu sinna manna eftir leik og óttaðist að liðið væri að sogast niður í fallbarátu. Gunnar Berg Viktorsson þekkir vel til í Garðabænum og hann sagði frammistöðuna hafa verið arfaslaka í leiknum gegn FH. „Stjarnan var ótrúlega léleg. Alveg ótrúlega staðir, það mætir enginn á boltann til að fara í árásina. Menn fá boltann alltaf í kyrrstöðu, stinga niður og leggja svo af stað,“ sagði hann meðal annars. „Af hverju fær boltinn ekki að fljóta og menn reyna að finna færin? Þetta var ótrúlega lélegt.“ Sebastian Alexandersson tók undir þetta og bætti við: „Það eru vond skilaboð til annarra liða í deildinni að menn ætli að bakka þegar það er spilað aðeins fast á þá. Það eru ekki góð skilaboð.“ Gunnar Berg hélt svo áfram og sagði að karaktersleysi hefði einkennt Stjörnumenn í leiknum. „Hausinn er niður í bringu, það vantar allan kraft og samheldni í liðið. Þetta skín af þeim, algerlega. Það er óþolandi að þurfa að horfa upp á svona menn sem virðast ekki nenna þessu,“ sagði Gunnar Berg sem var ekki búinn. „Maður spyr sig, æfðu þeir ekkert í fríinu [í janúar]. Hvaða hraði er á leiknum? Mér fannst þeir vera þreyttir eftir 5-10 mínútur,“ sagði hann. Allt innslagið má sjá hér efst í fréttinni.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða FH heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Garðbæingar eru að sogast niður í botnbaráttu deildarinnar. 10. febrúar 2019 22:30 Rúnar: Þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sínir menn séu að spila allt of hægan sóknarleik. Það hafi orðið liðinu að falli gegn FH í dag. 10. febrúar 2019 22:13 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða FH heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Garðbæingar eru að sogast niður í botnbaráttu deildarinnar. 10. febrúar 2019 22:30
Rúnar: Þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sínir menn séu að spila allt of hægan sóknarleik. Það hafi orðið liðinu að falli gegn FH í dag. 10. febrúar 2019 22:13