Óttast að framtak borgarinnar geti haft bakslag í för með sér Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. febrúar 2019 08:15 Fyrir helgi komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að framganga borgarinnar hafi ekki verið í samræmi við persónuverndarlög. Bréfin sem send voru kjósendum hafi verið gildishlaðin og þá hafi móttakendum SMS-skilaboða ekki verið gerð grein fyrir því að þeir væru andlag vísindarannsóknar. vísir/vilhelm Framganga Reykjavíkurborgar í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga gæti þýtt að örðugra verði að vinna að verkefnum sem miða að því marki að auka kosningaþátttöku ungs fólks. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssambands ungmennafélaga (LUF). LUF, en samtökin hétu áður Landssamband æskulýðsfélaga, eru regnhlífarsamtök fyrir félög ungs fólks á Íslandi. Samtökin hafa ásamt Sambandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) staðið fyrir átakinu #ÉgKýs sem miðar að því að efla lýðræðisvitund ungmenna og fá ungt fólk til að mæta á kjörstað. Það hefur meðal annars verið gert með útgáfu fræðsluefnis og skuggakosningum í framhaldsskólum. „Við höfum verið að beita aðferðum sem hafa áður verið nýttar á Norðurlöndunum og hafa sýnt sig að virka. Ef nýr kjósandi sleppir því að kjósa þegar hann hefur fyrst rétt til þess er hann líklegri til að gera það einnig næst og því mikilvægt að fá fólk til að kjósa þegar það fær kosningarétt,“ segir Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri LUF. Fyrir þingkosningarnar 2016 var verkefnið styrkt meðal annars af innanríkisráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fyrir kosningarnar í fyrra bættust samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Reykjavíkurborg og þrettán önnur sveitarfélög við. Tinna segir að borgin hafi ekki komið að verkefninu með sama hætti og aðrir. „Í aðdraganda kosninganna í fyrra fór ég, ásamt framkvæmdastjóra SÍF, á fund með borginni og stóð þá í þeirri trú að borgin ætlaði að taka þátt í verkefninu undir sömu formerkjum og við. Borgin kynnti á fundinum fyrir okkur sína eigin herferð. Aðrir vildu taka þátt í verkefninu með okkur en borgin vildi gera hlutina eftir sínu höfði,“ segir Tinna. Fundurinn átti sér stað um tveimur vikum fyrir kosningarnar í fyrra en skömmu síðar fór borgin af stað með átakið #MittX. Samhliða því voru send bréf til hópa sem síður mættu á kjörstað en aðrir, það er þeir sem kjósa í fyrsta sinn, innflytjendur og konur eldri en áttatíu ára. „#ÉgKýs er unnið af hagsmunasamtökum ungs fólks með það að markmiði að valdefla það og hvetja það til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Þarna var borgin, yfirvald sem starfar í pólitískum tilgangi, skyndilega komin með sitt eigið verkefni og að beita aðferðum sem ekki er endilega æskilegt að stjórnvöld beiti,“ segir Tinna. Fyrir helgi komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að framganga borgarinnar hafi ekki verið í samræmi við persónuverndarlög. Bréfin sem send voru kjósendum hafi verið gildishlaðin og þá hafi móttakendum SMS-skilaboða ekki verið gerð grein fyrir því að þeir væru andlag vísindarannsóknar. Þá átaldi stofnunin borgina fyrir að veita upplýsingar um efnið seint og illa. „Þegar ég komst að því að borgin ætlaði af stað með sérherferð þá hafði ég persónulega áhyggjur af trúverðugleika þess sem við höfum verið að gera,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að lyktir málsins geti haft letjandi áhrif á stuðning aðila við verkefnið segist hún óttast það. „Þrátt fyrir að við höfum ekki komið að þeirra verkefni og þeirra bréfasendingum með neinum hætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kosningar 2018 Reykjavík Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Framganga Reykjavíkurborgar í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga gæti þýtt að örðugra verði að vinna að verkefnum sem miða að því marki að auka kosningaþátttöku ungs fólks. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssambands ungmennafélaga (LUF). LUF, en samtökin hétu áður Landssamband æskulýðsfélaga, eru regnhlífarsamtök fyrir félög ungs fólks á Íslandi. Samtökin hafa ásamt Sambandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) staðið fyrir átakinu #ÉgKýs sem miðar að því að efla lýðræðisvitund ungmenna og fá ungt fólk til að mæta á kjörstað. Það hefur meðal annars verið gert með útgáfu fræðsluefnis og skuggakosningum í framhaldsskólum. „Við höfum verið að beita aðferðum sem hafa áður verið nýttar á Norðurlöndunum og hafa sýnt sig að virka. Ef nýr kjósandi sleppir því að kjósa þegar hann hefur fyrst rétt til þess er hann líklegri til að gera það einnig næst og því mikilvægt að fá fólk til að kjósa þegar það fær kosningarétt,“ segir Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri LUF. Fyrir þingkosningarnar 2016 var verkefnið styrkt meðal annars af innanríkisráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fyrir kosningarnar í fyrra bættust samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Reykjavíkurborg og þrettán önnur sveitarfélög við. Tinna segir að borgin hafi ekki komið að verkefninu með sama hætti og aðrir. „Í aðdraganda kosninganna í fyrra fór ég, ásamt framkvæmdastjóra SÍF, á fund með borginni og stóð þá í þeirri trú að borgin ætlaði að taka þátt í verkefninu undir sömu formerkjum og við. Borgin kynnti á fundinum fyrir okkur sína eigin herferð. Aðrir vildu taka þátt í verkefninu með okkur en borgin vildi gera hlutina eftir sínu höfði,“ segir Tinna. Fundurinn átti sér stað um tveimur vikum fyrir kosningarnar í fyrra en skömmu síðar fór borgin af stað með átakið #MittX. Samhliða því voru send bréf til hópa sem síður mættu á kjörstað en aðrir, það er þeir sem kjósa í fyrsta sinn, innflytjendur og konur eldri en áttatíu ára. „#ÉgKýs er unnið af hagsmunasamtökum ungs fólks með það að markmiði að valdefla það og hvetja það til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Þarna var borgin, yfirvald sem starfar í pólitískum tilgangi, skyndilega komin með sitt eigið verkefni og að beita aðferðum sem ekki er endilega æskilegt að stjórnvöld beiti,“ segir Tinna. Fyrir helgi komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að framganga borgarinnar hafi ekki verið í samræmi við persónuverndarlög. Bréfin sem send voru kjósendum hafi verið gildishlaðin og þá hafi móttakendum SMS-skilaboða ekki verið gerð grein fyrir því að þeir væru andlag vísindarannsóknar. Þá átaldi stofnunin borgina fyrir að veita upplýsingar um efnið seint og illa. „Þegar ég komst að því að borgin ætlaði af stað með sérherferð þá hafði ég persónulega áhyggjur af trúverðugleika þess sem við höfum verið að gera,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að lyktir málsins geti haft letjandi áhrif á stuðning aðila við verkefnið segist hún óttast það. „Þrátt fyrir að við höfum ekki komið að þeirra verkefni og þeirra bréfasendingum með neinum hætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kosningar 2018 Reykjavík Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira