Hvað kosta vegirnir? Þórólfur Matthíasson skrifar 12. febrúar 2019 07:00 Samkvæmt fjárlagafrumvarpi var ætlunin að eyða tæpum 10 milljörðum króna í nýframkvæmdir á árinu 2019 og tæpum 6 milljörðum í viðhald. Þá vantar inn vetrarþjónustu, framlög til jarðganga(!) og fleira. Vegagerðin telur sig hafa haft um 29 milljarða til ýmissa vegatengdra verkefna á árinu 2018. Þar af komu 4 milljarðar úr „almennum varasjóði“ ríkissjóðs á miðju ári. Fram til ársins 2016 var lögbundið að tekjur af sérstöku bensíngjaldi, olíugjaldi og þungaskatti skyldi renna til vegagerðar. Þessir „mörkuðu“ tekjustofnar munu væntanlega skila 16,5 milljörðum króna á árinu 2019. Sem er heldur lægri upphæð en áætlað er að verja til nýframkvæmda og viðhalds. Séu allar tekjur ríkissjóðs af ökutækjum og kolefniseldsneyti dregnar saman eru þær 38,9 milljarðar króna. Þar af eru kolefnisgjöld um 3,4 milljarðar króna Í grein í Fréttablaðinu þann 15. janúar sl. upplýsir samgönguráðherra að 70% af umferðartengdum gjöldum renni til vegakerfisins sjálfs en 30% til að standa undir umferðartengdum útgjöldum hins opinbera á öðrum sviðum eins og heilbrigðissviði og löggæslusviði. Ekki er ljóst hvað samgönguráðherra telur til tekna af umferðinni. Ef kolefnisgjöldum er haldið utan við samtölur gæti sú upphæð verið 35-36 milljarðar króna. 70% af þeirri upphæð er 24,5-25 milljarðar króna sem er ívið hærri upphæð en vegagerðin gefur upp sem nýframkvæmda- og viðhaldsfé, en talsvert lægri upphæð en gefin er upp sem heildarfjárveiting til vegaframkvæmda. Nú er rætt um að gjörbylta fjáröflun vegna vegagerðar, vegaviðhalds og öllu öðru er að veghaldi lýtur. Sýnist þar sitt hverjum. En væri ekki ráð, áður en sú umræða er teygð lengra, að birta almenningi góðar talnalegar upplýsingar um tekjur og gjöld ríkissjóðs vegna vegakerfisins eins og það er þannig að fólk úti í bæ geti öðlast hugarró við það að reikna sig fram til sömu niðurstöðu og samgönguráðherrann gerir þegar hann metur hversu stór hluti umferðartekna renni til vegakerfisins sjálfs? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi var ætlunin að eyða tæpum 10 milljörðum króna í nýframkvæmdir á árinu 2019 og tæpum 6 milljörðum í viðhald. Þá vantar inn vetrarþjónustu, framlög til jarðganga(!) og fleira. Vegagerðin telur sig hafa haft um 29 milljarða til ýmissa vegatengdra verkefna á árinu 2018. Þar af komu 4 milljarðar úr „almennum varasjóði“ ríkissjóðs á miðju ári. Fram til ársins 2016 var lögbundið að tekjur af sérstöku bensíngjaldi, olíugjaldi og þungaskatti skyldi renna til vegagerðar. Þessir „mörkuðu“ tekjustofnar munu væntanlega skila 16,5 milljörðum króna á árinu 2019. Sem er heldur lægri upphæð en áætlað er að verja til nýframkvæmda og viðhalds. Séu allar tekjur ríkissjóðs af ökutækjum og kolefniseldsneyti dregnar saman eru þær 38,9 milljarðar króna. Þar af eru kolefnisgjöld um 3,4 milljarðar króna Í grein í Fréttablaðinu þann 15. janúar sl. upplýsir samgönguráðherra að 70% af umferðartengdum gjöldum renni til vegakerfisins sjálfs en 30% til að standa undir umferðartengdum útgjöldum hins opinbera á öðrum sviðum eins og heilbrigðissviði og löggæslusviði. Ekki er ljóst hvað samgönguráðherra telur til tekna af umferðinni. Ef kolefnisgjöldum er haldið utan við samtölur gæti sú upphæð verið 35-36 milljarðar króna. 70% af þeirri upphæð er 24,5-25 milljarðar króna sem er ívið hærri upphæð en vegagerðin gefur upp sem nýframkvæmda- og viðhaldsfé, en talsvert lægri upphæð en gefin er upp sem heildarfjárveiting til vegaframkvæmda. Nú er rætt um að gjörbylta fjáröflun vegna vegagerðar, vegaviðhalds og öllu öðru er að veghaldi lýtur. Sýnist þar sitt hverjum. En væri ekki ráð, áður en sú umræða er teygð lengra, að birta almenningi góðar talnalegar upplýsingar um tekjur og gjöld ríkissjóðs vegna vegakerfisins eins og það er þannig að fólk úti í bæ geti öðlast hugarró við það að reikna sig fram til sömu niðurstöðu og samgönguráðherrann gerir þegar hann metur hversu stór hluti umferðartekna renni til vegakerfisins sjálfs?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun