Hætt kominn á hálum ís við selfie-töku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2019 14:18 Aldan kom aftan að ferðamanninum. Mynd/Kristján E.K. Hann var hætt kominn ferðamaðurinn sem klöngrast hafði upp á ísjaka á Demantaströndinni svokölluðu við Jökulsárlón í gær. Alda skall fyrirvarlaust á jakann þegar ferðamaðurinn var taka mynd af sjálfum sér. Það var leiðsögumaðurinn Kristján E. Karlsson sem náði myndunum sem fylgja þessari frétt og líkt og sjá má ekki miklu muna að illa hafi farið. „Hann var með myndavél þarna og var að taka selfie. Það gengur allt út á það,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Jakinn ruggaðist fram og til baka í flæðarmálinu á meðan ferðamaðurinn, af asísku bergi brotinn, stóð upp á honum. Að sögn Kristjáns komst hann hvorki lönd né strönd í nokkrar mínútur og þurfti hann að bíða eftir því að sjórinn flæddi út á nýjan leik til þess að komast aftur niður og upp á ströndina.Líkt og sjá má þurfti ferðamaðurinn að reyna sitt ítrasta til þess að halda jafnvægi.Mynd/Kristján E.K.„Hættan sem sést ekki þarna er að þessir klakar eru á hreyfingu,“ segir Kristján sem telur að ferðamaðurinn hafi í þessu tilviki ekki áttað sig á hættunni sem fylgt hafi því að klifra upp á jakann. „Þetta var ofurhugi, ungur maður, sem var fífldjarfur,“ segir Kristján og bætir við að ferðamanninum hafi verið brugðið þegar hann komst niður af jakanum.Að lokum gat hann hlaupið í burtu.Mynd/Kristján E.K.„Hann var skelfdur, aldan skellur á honum og jakinn hreyfist. Það er hættuspilið, öldurnar eru að hreyfa jakann og ef þú dettur þarna og þá skellur jaki á þér þá ertu bara kraminn eins og fluga. Þetta er tonn sem hann stendur á.“ Leiðsögumaðurinn Kristján segir það algenga sjón að sjá ferðamenn fara út á ystu nöf. „Umgengi við íslenska náttúru, það er bara eitthvað sem er ekki öllum gefið.“ Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Þjóðgarðar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hann var hætt kominn ferðamaðurinn sem klöngrast hafði upp á ísjaka á Demantaströndinni svokölluðu við Jökulsárlón í gær. Alda skall fyrirvarlaust á jakann þegar ferðamaðurinn var taka mynd af sjálfum sér. Það var leiðsögumaðurinn Kristján E. Karlsson sem náði myndunum sem fylgja þessari frétt og líkt og sjá má ekki miklu muna að illa hafi farið. „Hann var með myndavél þarna og var að taka selfie. Það gengur allt út á það,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Jakinn ruggaðist fram og til baka í flæðarmálinu á meðan ferðamaðurinn, af asísku bergi brotinn, stóð upp á honum. Að sögn Kristjáns komst hann hvorki lönd né strönd í nokkrar mínútur og þurfti hann að bíða eftir því að sjórinn flæddi út á nýjan leik til þess að komast aftur niður og upp á ströndina.Líkt og sjá má þurfti ferðamaðurinn að reyna sitt ítrasta til þess að halda jafnvægi.Mynd/Kristján E.K.„Hættan sem sést ekki þarna er að þessir klakar eru á hreyfingu,“ segir Kristján sem telur að ferðamaðurinn hafi í þessu tilviki ekki áttað sig á hættunni sem fylgt hafi því að klifra upp á jakann. „Þetta var ofurhugi, ungur maður, sem var fífldjarfur,“ segir Kristján og bætir við að ferðamanninum hafi verið brugðið þegar hann komst niður af jakanum.Að lokum gat hann hlaupið í burtu.Mynd/Kristján E.K.„Hann var skelfdur, aldan skellur á honum og jakinn hreyfist. Það er hættuspilið, öldurnar eru að hreyfa jakann og ef þú dettur þarna og þá skellur jaki á þér þá ertu bara kraminn eins og fluga. Þetta er tonn sem hann stendur á.“ Leiðsögumaðurinn Kristján segir það algenga sjón að sjá ferðamenn fara út á ystu nöf. „Umgengi við íslenska náttúru, það er bara eitthvað sem er ekki öllum gefið.“
Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Þjóðgarðar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira