Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 19:16 Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Vísir/ap Tugþúsundir mótmælenda fylktu liði í höfuðborg Spánar í dag til að láta í ljós óánægju sína með útspil stjórnvalda sem buðu aðskilnaðarsinnum í Katalóníu til viðræðna til að lægja öldurnar. Mótmælendur krefjast þess að boðað verði til kosninga sem allra fyrst. Íhaldsflokkur fólksins PP, hægrimiðju flokkurinn Ciudadanos og Vox flokkur hægriþjóðernissinna stóðu fyrir mótmælafundinum en talsmenn flokkanna segja útspil Pedros Sanchez forsætisráðherra Spánar, að reyna að koma til móts við aðskilnaðarsinna með viðræðum, jafngilda landráðum. Aðskilnaðarsinnar tilkynntu þó á föstudag að þeir myndu ekki taka þátt í viðræðunum. Hópur þjóðernissinna yst til hægri á hinu pólitíska litrófi var áberandi á mótmælunum. Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Á þriðjudag verður réttað yfir tólf katalónskum sjálfsstæðissinum. Þeir voru ákærðir fyrir uppreisn og misnotkun á almannafé í þeim tilgangi að kljúfa Katalóníu frá Spáni. Ákæruvaldið krefst 25 ára fangelsisvistar yfir aðskilnaðarsinnum. Spánn Tengdar fréttir Fjöldamótmæli í Katalóníu Þjóðfundur Katalóníu, samtök katalónskra sjálfstæðissinna, hefur boðað til fjöldamótmæla í héraðinu í dag en fastlega er búist við því að á sama tíma verði þeir níu aðskilnaðarsinnar sem vistaðir eru í katalónskum fangelsum fluttir til Madrídar þar sem málið gegn þeim fer fyrir dóm í febrúar. 29. janúar 2019 06:00 Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir. 17. janúar 2019 06:45 Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum. 18. janúar 2019 08:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Sjá meira
Tugþúsundir mótmælenda fylktu liði í höfuðborg Spánar í dag til að láta í ljós óánægju sína með útspil stjórnvalda sem buðu aðskilnaðarsinnum í Katalóníu til viðræðna til að lægja öldurnar. Mótmælendur krefjast þess að boðað verði til kosninga sem allra fyrst. Íhaldsflokkur fólksins PP, hægrimiðju flokkurinn Ciudadanos og Vox flokkur hægriþjóðernissinna stóðu fyrir mótmælafundinum en talsmenn flokkanna segja útspil Pedros Sanchez forsætisráðherra Spánar, að reyna að koma til móts við aðskilnaðarsinna með viðræðum, jafngilda landráðum. Aðskilnaðarsinnar tilkynntu þó á föstudag að þeir myndu ekki taka þátt í viðræðunum. Hópur þjóðernissinna yst til hægri á hinu pólitíska litrófi var áberandi á mótmælunum. Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Á þriðjudag verður réttað yfir tólf katalónskum sjálfsstæðissinum. Þeir voru ákærðir fyrir uppreisn og misnotkun á almannafé í þeim tilgangi að kljúfa Katalóníu frá Spáni. Ákæruvaldið krefst 25 ára fangelsisvistar yfir aðskilnaðarsinnum.
Spánn Tengdar fréttir Fjöldamótmæli í Katalóníu Þjóðfundur Katalóníu, samtök katalónskra sjálfstæðissinna, hefur boðað til fjöldamótmæla í héraðinu í dag en fastlega er búist við því að á sama tíma verði þeir níu aðskilnaðarsinnar sem vistaðir eru í katalónskum fangelsum fluttir til Madrídar þar sem málið gegn þeim fer fyrir dóm í febrúar. 29. janúar 2019 06:00 Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir. 17. janúar 2019 06:45 Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum. 18. janúar 2019 08:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Sjá meira
Fjöldamótmæli í Katalóníu Þjóðfundur Katalóníu, samtök katalónskra sjálfstæðissinna, hefur boðað til fjöldamótmæla í héraðinu í dag en fastlega er búist við því að á sama tíma verði þeir níu aðskilnaðarsinnar sem vistaðir eru í katalónskum fangelsum fluttir til Madrídar þar sem málið gegn þeim fer fyrir dóm í febrúar. 29. janúar 2019 06:00
Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir. 17. janúar 2019 06:45
Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum. 18. janúar 2019 08:30