Rúnar: Er ekki best að segja bara sem minnst? Víkingur Goði skrifar 28. febrúar 2019 21:56 Rúnar á hliðarlínunni í vetur. vísir/bára Rúnar Sigtrygsson, þjálfari Stjörnunnar, vildi lítið sem ekkert tjá sig um dómgæsluna í leik Stjörnunnar og Hauka í kvöld. Mikil dramatík var í leiknum en undir lokin voru leikmenn Stjörnunnar ekki sáttir með dómarateymið. „Við misstum smá línuna bæði í sóknarleiknum og varnarleiknum, bara í smá kafla. Haukarnir refsuðu fyrir það, í byrjun seinni hálfleiks aðallega. Það komu smá kaflar þarna á milli sem ollu þess að við náðum ekki að vinna leikinn,” sagði Rúnar um hvað kostaði tvö stigin í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn vel og staðan var jöfn í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki jafn góður hjá Stjörnunni fannst Rúnari. „Við vorum að spila fínan bolta. Við vorum góðir í vörn. Lengst yfir vorum við að ná að tækla þá og láta þá hafa fyrir hlutunum. Sóknarlega vorum við að spila okkur fría.” „Það vantaði kannski aðeins uppá nýtinguna til að vera með forskotið í hálfleik. Við misstum kannski smá línuna í lok fyrri hálfleiks. Tvær síðustu sóknirnar voru ekki nógu góðar. Það má ekki gera mörg mistök á móti liði eins og Haukum, það er bara þannig.” Ragnar Snær Njálsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Ragnar byrjaði inná í tvist í vörninni og spilaði liggur við allar varnir Stjörnunnar í leiknum. Rúnar var mjög ánægður með komu Ragnars í liðið. „Hann var bara veggur. Það var frábært að fá hann og gaman að sjá hann. Þetta er akkúrat það sem við þurftum, vítamínsprauta fyrir okkur.” „Það er auðvitað súrt fyrir okkur að fá ekkert úr þessum leik miðað við hvernig staðan er í deildinni. Við verðum hinsvegar að taka það með sem var jákvætt hérna í kvöld. Sérstaklega innkoma Ragnars, hann þétti vörnina gríðarlega mikið. Eftir tvær og hálfa viku þegar deildin byrjar aftur verðum við betri en í dag.” Þetta var sjötti leikur Stjörnunnar í röð þar sem þeir ná ekki í sigur. Rúnar hefur samt mikla trú á að liðið komist í úrslitakeppni. „Við horfum líka á það að við erum búnir að spila við topp liðin. Við vorum ekki að standa okkur nógu vel á móti þeim. Við vorum ekki að sýna nógu góðan leik. Þetta er í fyrsta skipti í kvöld í langan tíma sem ég er sáttur með hvernig við spilum að mörgu leyti. Þetta er skref uppá við, þetta var miklu betra heldur en á móti KA og þetta er eitthvað til að byggja á.” Leikmennirnir þínir voru allt annað en ánægðir með dómgæsluna á lokasekúndunum hvað fannst þér um það atvik? „Er ekki best að segja bara sem minnst?” Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 28-29│Haukar höfðu betur í spennuleik Haukar kláruðu leikinn á móti Stjörnunni sem er nú ekki búið að vinna í 6 leiki í röð. 28. febrúar 2019 23:15 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Rúnar Sigtrygsson, þjálfari Stjörnunnar, vildi lítið sem ekkert tjá sig um dómgæsluna í leik Stjörnunnar og Hauka í kvöld. Mikil dramatík var í leiknum en undir lokin voru leikmenn Stjörnunnar ekki sáttir með dómarateymið. „Við misstum smá línuna bæði í sóknarleiknum og varnarleiknum, bara í smá kafla. Haukarnir refsuðu fyrir það, í byrjun seinni hálfleiks aðallega. Það komu smá kaflar þarna á milli sem ollu þess að við náðum ekki að vinna leikinn,” sagði Rúnar um hvað kostaði tvö stigin í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn vel og staðan var jöfn í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki jafn góður hjá Stjörnunni fannst Rúnari. „Við vorum að spila fínan bolta. Við vorum góðir í vörn. Lengst yfir vorum við að ná að tækla þá og láta þá hafa fyrir hlutunum. Sóknarlega vorum við að spila okkur fría.” „Það vantaði kannski aðeins uppá nýtinguna til að vera með forskotið í hálfleik. Við misstum kannski smá línuna í lok fyrri hálfleiks. Tvær síðustu sóknirnar voru ekki nógu góðar. Það má ekki gera mörg mistök á móti liði eins og Haukum, það er bara þannig.” Ragnar Snær Njálsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Ragnar byrjaði inná í tvist í vörninni og spilaði liggur við allar varnir Stjörnunnar í leiknum. Rúnar var mjög ánægður með komu Ragnars í liðið. „Hann var bara veggur. Það var frábært að fá hann og gaman að sjá hann. Þetta er akkúrat það sem við þurftum, vítamínsprauta fyrir okkur.” „Það er auðvitað súrt fyrir okkur að fá ekkert úr þessum leik miðað við hvernig staðan er í deildinni. Við verðum hinsvegar að taka það með sem var jákvætt hérna í kvöld. Sérstaklega innkoma Ragnars, hann þétti vörnina gríðarlega mikið. Eftir tvær og hálfa viku þegar deildin byrjar aftur verðum við betri en í dag.” Þetta var sjötti leikur Stjörnunnar í röð þar sem þeir ná ekki í sigur. Rúnar hefur samt mikla trú á að liðið komist í úrslitakeppni. „Við horfum líka á það að við erum búnir að spila við topp liðin. Við vorum ekki að standa okkur nógu vel á móti þeim. Við vorum ekki að sýna nógu góðan leik. Þetta er í fyrsta skipti í kvöld í langan tíma sem ég er sáttur með hvernig við spilum að mörgu leyti. Þetta er skref uppá við, þetta var miklu betra heldur en á móti KA og þetta er eitthvað til að byggja á.” Leikmennirnir þínir voru allt annað en ánægðir með dómgæsluna á lokasekúndunum hvað fannst þér um það atvik? „Er ekki best að segja bara sem minnst?”
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 28-29│Haukar höfðu betur í spennuleik Haukar kláruðu leikinn á móti Stjörnunni sem er nú ekki búið að vinna í 6 leiki í röð. 28. febrúar 2019 23:15 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Haukar 28-29│Haukar höfðu betur í spennuleik Haukar kláruðu leikinn á móti Stjörnunni sem er nú ekki búið að vinna í 6 leiki í röð. 28. febrúar 2019 23:15