KR setti í fluggírinn í síðari hálfleik gegn Inkasso-deildarliði Njarðvíkur er liðin mættust í Reykjaneshöllinni í Lengjubikarnum í kvöld.
Staðan var markalaus í hálfleik en Tobias Thomsen kom KR yfir eftir klukkutíma leik. Pablo Punyed kom svo KR í 2-0 átta mínútum fyrir leikslok.
KR-ingar bættu við tveimur mörkum áður en yfir lauk en fyrra markið gerði Finnur Orri Margeirsson og lokatölur 4-0. KR nýkomið heim úr æfingarferð frá Flórída og hafa greinilega nýtt ferðina vel.
KR er með sex stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í riðli tvö í Lengjubikarnum en Njarðvik er með fjögur stig eftir þrjá leiki.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
KR rúllaði yfir Njarðvík í síðari hálfleik
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti



Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti

Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
