Kvíðasjúklingur sem ætlar úr NBA í UFC Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2019 23:30 White í búningi Rockets. Miklar væntingar voru bundnar við leikmanninn en andleg veikindi White bundu enda á NBA-feril hans. vísir/getty Blandaðar bardagaíþróttir heilla marga og körfuboltamaður, sem náði ekki að standa undir væntingum, stefnir nú á að berjast fyrir UFC. Við erum að tala um hinn 27 ára gamla Royce White sem var valinn sextándi í nýliðavali NBA-deildarinnar 2012 af Houston Rockets. White var gríðarlegt efni en náði aldrei að spila fyrir Rockets. Hann er kvíðasjúklingur og hefur aldrei farið leynt með það. Hann var ekki búinn að vera lengi í deildinni er hann kvartaði yfir lélegum aðbúnaði leikmanna sem væru að glíma við andleg veikindi. Flug hafa alla tíð reynst honum erfið og hann náði að semja um að fækka flugunum og keyra frekar í leiki er það var hægt. Á endanum varð allt þetta vesen of mikið og hann spilaði aldrei alvöru leik fyrir félagið. Hann náði svo þremur leikjum með Sacramento Kings áður en hann dró sig í hlé frá íþróttinni. Hann dúkkaði að lokum upp í kanadíska boltanum og er nú kominn á fullt í MMA. „Ég er einn besti íþróttamaður heims,“ sagði þessi 203 sentimetra og 125 kílóa kappi. „Ég hef alltaf verið aðdáandi bardagaíþrótta. Margt af því sem ég lærði í körfuboltanum hjálpar mér í búrinu. Ég er mjög spenntur að reyna fyrir mér að af alvöru í þessari íþrótt.“ White er á fullu í æfingasalnum þessa dagana en þess verður ekki langt að bíða að hann þreyti frumraun sína í búrinu. MMA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Blandaðar bardagaíþróttir heilla marga og körfuboltamaður, sem náði ekki að standa undir væntingum, stefnir nú á að berjast fyrir UFC. Við erum að tala um hinn 27 ára gamla Royce White sem var valinn sextándi í nýliðavali NBA-deildarinnar 2012 af Houston Rockets. White var gríðarlegt efni en náði aldrei að spila fyrir Rockets. Hann er kvíðasjúklingur og hefur aldrei farið leynt með það. Hann var ekki búinn að vera lengi í deildinni er hann kvartaði yfir lélegum aðbúnaði leikmanna sem væru að glíma við andleg veikindi. Flug hafa alla tíð reynst honum erfið og hann náði að semja um að fækka flugunum og keyra frekar í leiki er það var hægt. Á endanum varð allt þetta vesen of mikið og hann spilaði aldrei alvöru leik fyrir félagið. Hann náði svo þremur leikjum með Sacramento Kings áður en hann dró sig í hlé frá íþróttinni. Hann dúkkaði að lokum upp í kanadíska boltanum og er nú kominn á fullt í MMA. „Ég er einn besti íþróttamaður heims,“ sagði þessi 203 sentimetra og 125 kílóa kappi. „Ég hef alltaf verið aðdáandi bardagaíþrótta. Margt af því sem ég lærði í körfuboltanum hjálpar mér í búrinu. Ég er mjög spenntur að reyna fyrir mér að af alvöru í þessari íþrótt.“ White er á fullu í æfingasalnum þessa dagana en þess verður ekki langt að bíða að hann þreyti frumraun sína í búrinu.
MMA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira