Fresta þurfti fyrsta leik 17. umferðar Olís deildar karla í handbolta sem átti að fara fram í Vestmanneyjum í kvöld.
Leikur ÍBV og Akureyrar átti að hefjast klukkan 18.30 í dag en var frestað vegna samgönguörðugleika.
HSÍ hefur sett leikinn á klukkan 19.30 annað kvöld. Það fara því þrír leikir fram í sautjándu umferðinni í kvöld og þrír á morgun.
Leikir kvöldsins er leikur ÍR og KA í Austurbergi og leikur Grótta og Fram í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi en þeir hefjast báðir klukkan 19.30. Leikur Stjörnunnar og Hauka í TM Höllinni í Mýrinni í Garðabæ hefst síðan klukkan 20.00.
Stöð 2 Sport sýnir leik Gróttu og Fram í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 19.20.
Leikur ÍBV og Akureyrar fer ekki fram fyrr en á morgun
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti

Mesta rúst í sögu NBA
Körfubolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu
Íslenski boltinn