Herþotum grandað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Pakistanski herinn birti þessa mynd af flugvél sem skotin var niður. Stjórnvöld í Pakistan sögðust í gær hafa grandað tveimur indverskum herflugvélum og handtekið einn flugmann. Árásin fylgir í kjölfar þess að Indverjar sögðust hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM sem eru í Pakistan. Pakistanar sögðu þá frásögn reyndar skáldskap, til þess gerðan að auka fylgi ríkisstjórnar Narendras Modi í aðdraganda kosninga. Togstreitan á milli kjarnorkuveldanna tveggja hefur aukist gríðarlega frá því JeM-liði felldi fjörutíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starfsemi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert fyrrnefnda árás, hermenn skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír. Rauður þráður í þessu orðaskaki er að annað ríkið fullyrðir eitthvað um árás sem hitt ríkið segir svo ósatt. Pakistanar sögðu Indverja ekki hafa fellt neina í þjálfunarbúðaárásinni, Indverjar segja Pakistana hafa verið hrakta á brott áður en þeir náðu að gera loftárás og segja þá hafa skotið niður eina flugvél, ekki tvær. „Aðgerðin í dag var gerð í sjálfsvarnarskyni. Við ætlum ekki að lýsa henni sem neins konar sigri. Við völdum skotmark okkar og tryggðum að enginn annar yrði fyrir skaða. Þrátt fyrir mikla hæfni okkar og hernaðarstyrk viljum við sækja í átt að friði,“ sagði Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, um árás gærdagsins.Sjá einnig: Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans og krikketgoðsögn, sagði pakistönsk stjórnvöld hafa boðið Indverjum aðstoð sína eftir Pulwama-árásina. „Við högnumst ekki á starfsemi hryðjuverkasamtaka innan landamæranna. En ég óttaðist samt á þeim tíma að Indverjar myndu hundsa boðið og grípa til aðgerða […] Þegar Indverjar gerðu árás í gærmorgun ræddi ég við herforingja. Við ákváðum að flýta okkur ekki um of heldur lögðum mat á stöðuna til að forðast mannfall almennra borgara,“ sagði Khan. Indverjar kröfðust þess í gær að Pakistanar leystu herflugmanninn úr haldi í snatri og mótmæltu dreifingu ljósmynda af fanganum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu sagði að slíkt væri brot gegn alþjóðalögum og Genfarsáttmálanum. Undir þetta tók Arup Raha, fyrrverandi hershöfðingi í indverska flughernum. „Við fylgjum alþjóðalögum um stríðsfanga. En andstæðingar okkar fylgja Genfarsáttmálanum ekki alfarið. Ég hélt að þeir myndu ekki sýna slíka heimsku á meðan alþjóðasamfélagið fylgist allt með.“ Rajnath Singh, innanríkisráðherra Indlands, sagði að Pakistanar hefðu um langt skeið reynt að koma á óreiðuástandi á Indlandi. Þeir væru nú að reyna að rægja indversk stjórnvöld. ESB, Bandaríkin, Kína, Þýskaland og fleiri hafa lýst yfir áhyggjum af togstreitunni á milli kjarnorkuveldanna. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lét í sér heyra í gær og kallaði eftir því að bæði ríkin reyndu að forðast frekari stigmögnun. „Við eigum í reglulegu sambandi við bæði ríkin og hvetjum til þess að þau ræðist við,“ sagði May. Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Stjórnvöld í Pakistan sögðust í gær hafa grandað tveimur indverskum herflugvélum og handtekið einn flugmann. Árásin fylgir í kjölfar þess að Indverjar sögðust hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM sem eru í Pakistan. Pakistanar sögðu þá frásögn reyndar skáldskap, til þess gerðan að auka fylgi ríkisstjórnar Narendras Modi í aðdraganda kosninga. Togstreitan á milli kjarnorkuveldanna tveggja hefur aukist gríðarlega frá því JeM-liði felldi fjörutíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starfsemi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert fyrrnefnda árás, hermenn skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír. Rauður þráður í þessu orðaskaki er að annað ríkið fullyrðir eitthvað um árás sem hitt ríkið segir svo ósatt. Pakistanar sögðu Indverja ekki hafa fellt neina í þjálfunarbúðaárásinni, Indverjar segja Pakistana hafa verið hrakta á brott áður en þeir náðu að gera loftárás og segja þá hafa skotið niður eina flugvél, ekki tvær. „Aðgerðin í dag var gerð í sjálfsvarnarskyni. Við ætlum ekki að lýsa henni sem neins konar sigri. Við völdum skotmark okkar og tryggðum að enginn annar yrði fyrir skaða. Þrátt fyrir mikla hæfni okkar og hernaðarstyrk viljum við sækja í átt að friði,“ sagði Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, um árás gærdagsins.Sjá einnig: Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans og krikketgoðsögn, sagði pakistönsk stjórnvöld hafa boðið Indverjum aðstoð sína eftir Pulwama-árásina. „Við högnumst ekki á starfsemi hryðjuverkasamtaka innan landamæranna. En ég óttaðist samt á þeim tíma að Indverjar myndu hundsa boðið og grípa til aðgerða […] Þegar Indverjar gerðu árás í gærmorgun ræddi ég við herforingja. Við ákváðum að flýta okkur ekki um of heldur lögðum mat á stöðuna til að forðast mannfall almennra borgara,“ sagði Khan. Indverjar kröfðust þess í gær að Pakistanar leystu herflugmanninn úr haldi í snatri og mótmæltu dreifingu ljósmynda af fanganum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu sagði að slíkt væri brot gegn alþjóðalögum og Genfarsáttmálanum. Undir þetta tók Arup Raha, fyrrverandi hershöfðingi í indverska flughernum. „Við fylgjum alþjóðalögum um stríðsfanga. En andstæðingar okkar fylgja Genfarsáttmálanum ekki alfarið. Ég hélt að þeir myndu ekki sýna slíka heimsku á meðan alþjóðasamfélagið fylgist allt með.“ Rajnath Singh, innanríkisráðherra Indlands, sagði að Pakistanar hefðu um langt skeið reynt að koma á óreiðuástandi á Indlandi. Þeir væru nú að reyna að rægja indversk stjórnvöld. ESB, Bandaríkin, Kína, Þýskaland og fleiri hafa lýst yfir áhyggjum af togstreitunni á milli kjarnorkuveldanna. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lét í sér heyra í gær og kallaði eftir því að bæði ríkin reyndu að forðast frekari stigmögnun. „Við eigum í reglulegu sambandi við bæði ríkin og hvetjum til þess að þau ræðist við,“ sagði May.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40
Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent