Miðflokkurinn segir alla aðra flokka hampa vogunarsjóðum með frumvarpi Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2019 19:45 Formaður Miðflokksins segir stjórnvöld vera að gefa eftir gagnvart erlendum vogunarsjóðum með frumvarpi fjármálaráðherra sem þingmenn flokksins hafa nú rætt á Alþingi í tæpan sólarhring. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þessar fullyrðingar alrangar. Önnur umræða um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem enn eru í höftum hófst á Alþingi í gær og stóð yfir í rúmar fjórtán klukkustundir. Níu þingmenn Miðflokksins ræddu frumvarp fjármálaráðherra í um þrjú hundruð ræðum frá klukkan þrjú í gærdag til klukkan að verða hálf sex í morgun. Þegar þingfundur hófst nú klukkan þrjú í dag sá ekki fyrir endann á ræðuhöldunum. Hverju eruð þið að reyna að fá fram með þessum miklu ræðuhöldum?„Við viljum til dæmis fá svör við því hvers vegna ríkisstjórn sem treystir sér ekki til að koma betur til móts við vinnumarkaðinn, treystir sér ekki til að koma til móts við eldri borgara, skilur heilu atvinnugreinarnar eftir í óvissu eins og landbúnaðinn forgangsraðar með þessum hætti. Er tilbúin til að gefa eftir sem nemur jafnvel tugum milljarða til vogunarsjóða. Þeirra vogunarsjóða sem hafa neitað að taka þátt í efnahagslegu endurreisninni á Íslandi,” segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Smári McCarthy þingmaður Pírata er einn örfárra þingmanna annarra flokka sem farið hefur í andsvör í umræðunni. Hann segir hörku Miðflokksins nú undarlega í ljósi þess að þeir hafi ekki á nokkurn hátt tekið þátt í samtali um málið á Alþingi þar til nú þegar nefndarvinnu sé lokið.Smári McCarthy, þingmaður Pírata.Vísir/Baldur„Þetta er auðvitað sóun á tíma Alþingis. Þetta er sóun á peningum samfélagsins. Það er ekki alveg ljóst hversu miklu tapi varasjóður Seðlabankans verður fyrir fyrir út af þessu uppátæki þeirra,” segir Smári. Allir flokkar á þingi nema Miðflokkurinn skrifa upp á nefndarálit efnahags- og viðskiptanefndar um málið. En frumvarpinu er ætlað að skapa forsendur fyrir því að erlendir fjárfestar sem hafa átt krónueignir á Íslandi árum saman, sem að hluta til eru að losna úr höftum þessa dagana, geti fjárfest með þeim fjármunum á ný hér á landi í stað þess að skipta þeim í gjaldeyri og hverfa með fjármagnið úr landi. Sigmundur Davíð telur ríkisstjórnina hins vegar hafa horfið frá markmiðum um losun fjármagshafta sem sett voru í tíð ríkisstjórnar hans. „Það var lagt upp með plan árið 2015 sem gekk út á að þeir sem væru til í að spila með fengju bestu kjörin en hinum yrði í rauninni refsað. Þessu hefur svo verið snúið við og þeir sem ekki hafa verið tilbúnir að leggja sitt að mörkum eru núna verðlaunaðir, segir formaður Miðflokksins. Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þetta rangt. Íslensk stjórnvöld hafi frá því Sigmundur var forsætisráðherra stefnt að því að afnema öll höft á fjármagnshreyfingum þegar skilyrði væru til þess. „Það er það sem við erum að gera. Þetta er eitt af lokaskrefunum. Við erum ekki búin að öllu leyti. En við erum að stíga mjög stórt mikilvægt skref í þá átt. Og enginn ætti að fagna meira en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að þessum áfanga sé náð,” segir Óli Björn Kárason. Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24 Miðflokksmenn sagðir hefna þess á Alþingi sem hallaðist í héraði Miðflokksmenn fá óspart að kenna á stílvopnum nokkurra færustu penna landsins. 27. febrúar 2019 10:19 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir stjórnvöld vera að gefa eftir gagnvart erlendum vogunarsjóðum með frumvarpi fjármálaráðherra sem þingmenn flokksins hafa nú rætt á Alþingi í tæpan sólarhring. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þessar fullyrðingar alrangar. Önnur umræða um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem enn eru í höftum hófst á Alþingi í gær og stóð yfir í rúmar fjórtán klukkustundir. Níu þingmenn Miðflokksins ræddu frumvarp fjármálaráðherra í um þrjú hundruð ræðum frá klukkan þrjú í gærdag til klukkan að verða hálf sex í morgun. Þegar þingfundur hófst nú klukkan þrjú í dag sá ekki fyrir endann á ræðuhöldunum. Hverju eruð þið að reyna að fá fram með þessum miklu ræðuhöldum?„Við viljum til dæmis fá svör við því hvers vegna ríkisstjórn sem treystir sér ekki til að koma betur til móts við vinnumarkaðinn, treystir sér ekki til að koma til móts við eldri borgara, skilur heilu atvinnugreinarnar eftir í óvissu eins og landbúnaðinn forgangsraðar með þessum hætti. Er tilbúin til að gefa eftir sem nemur jafnvel tugum milljarða til vogunarsjóða. Þeirra vogunarsjóða sem hafa neitað að taka þátt í efnahagslegu endurreisninni á Íslandi,” segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Smári McCarthy þingmaður Pírata er einn örfárra þingmanna annarra flokka sem farið hefur í andsvör í umræðunni. Hann segir hörku Miðflokksins nú undarlega í ljósi þess að þeir hafi ekki á nokkurn hátt tekið þátt í samtali um málið á Alþingi þar til nú þegar nefndarvinnu sé lokið.Smári McCarthy, þingmaður Pírata.Vísir/Baldur„Þetta er auðvitað sóun á tíma Alþingis. Þetta er sóun á peningum samfélagsins. Það er ekki alveg ljóst hversu miklu tapi varasjóður Seðlabankans verður fyrir fyrir út af þessu uppátæki þeirra,” segir Smári. Allir flokkar á þingi nema Miðflokkurinn skrifa upp á nefndarálit efnahags- og viðskiptanefndar um málið. En frumvarpinu er ætlað að skapa forsendur fyrir því að erlendir fjárfestar sem hafa átt krónueignir á Íslandi árum saman, sem að hluta til eru að losna úr höftum þessa dagana, geti fjárfest með þeim fjármunum á ný hér á landi í stað þess að skipta þeim í gjaldeyri og hverfa með fjármagnið úr landi. Sigmundur Davíð telur ríkisstjórnina hins vegar hafa horfið frá markmiðum um losun fjármagshafta sem sett voru í tíð ríkisstjórnar hans. „Það var lagt upp með plan árið 2015 sem gekk út á að þeir sem væru til í að spila með fengju bestu kjörin en hinum yrði í rauninni refsað. Þessu hefur svo verið snúið við og þeir sem ekki hafa verið tilbúnir að leggja sitt að mörkum eru núna verðlaunaðir, segir formaður Miðflokksins. Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þetta rangt. Íslensk stjórnvöld hafi frá því Sigmundur var forsætisráðherra stefnt að því að afnema öll höft á fjármagnshreyfingum þegar skilyrði væru til þess. „Það er það sem við erum að gera. Þetta er eitt af lokaskrefunum. Við erum ekki búin að öllu leyti. En við erum að stíga mjög stórt mikilvægt skref í þá átt. Og enginn ætti að fagna meira en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að þessum áfanga sé náð,” segir Óli Björn Kárason.
Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24 Miðflokksmenn sagðir hefna þess á Alþingi sem hallaðist í héraði Miðflokksmenn fá óspart að kenna á stílvopnum nokkurra færustu penna landsins. 27. febrúar 2019 10:19 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11
Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24
Miðflokksmenn sagðir hefna þess á Alþingi sem hallaðist í héraði Miðflokksmenn fá óspart að kenna á stílvopnum nokkurra færustu penna landsins. 27. febrúar 2019 10:19
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent