Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 15:09 Meðlimir hljómsveitarinnar hafa kennt handvömm endurskoðanda um en ekki ásetningi um brot. Vísir/GETTY Ákærusvið hjá embætti héraðssaksóknara hefur lokið rannsókn sinni á skattamálum meðlima íslensku hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að ekki sé hægt að gefa upp að svo stöddu hvort ákært verður í málinu, en niðurstaðan muni liggja fyrir fljótlega. Fyrst var greint frá því að embættið hefði lokið rannsókninni á vef Ríkisútvarpsins. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir málið hafa borist frá skattrannsóknastjóra í mars í fyrra. Málið rataði fyrst í fjölmiðla í mars í fyrra þegar fregnir bárust af því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar, að kröfu tollstjóra. Varðaði kyrrsetningin eigur þeirra sem metnar voru á tæpar 800 milljónir króna en ástæðan var sögð rannsókn skattrannsóknastjóra á meintum skattalagabrotum. Stærsti hlutinn var í eigu Jóns Þórs, eða 638 milljónir króna. Sama dag barst yfirlýsing frá hljómsveitinni þar sem kom fram að málið varðaði skil á framtali meðlima Sigur Rósar og að ekki hefði verið staðið rétt að því á árunum 2010 til 2014. Kom fram í yfirlýsingunni að ekki væri ágreiningur um það og að þessi rannsókn hefði komið þeim í opna skjöldu því þeir töldu að rétt hefði verið staðið að skattskilum og framtalsgerð af hálfu sérfræðings sem hljómsveitin hafði ráðið til að sjá um þau mál. Ýmislegt hefur gengið hjá hljómsveitinni undanfarin ár. Þar á meðal hefur Harpa ohf., sem rekur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, stefnt tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni og félagi hans, KS Productions slf., til að endurheimta 35 milljónir króna af miðasölutekjum sem Kári fékk fyrirframgreiddar vegna tónleika Sigur Rósar í Hörpu í desember árið 2017. Þá hætti Orri Páll Dýrason í Sigur Rós í október í fyrra eftir að hafa verið sakaður af bandarískri listakonu um kynferðisbrot. Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Lögreglumál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Ákærusvið hjá embætti héraðssaksóknara hefur lokið rannsókn sinni á skattamálum meðlima íslensku hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að ekki sé hægt að gefa upp að svo stöddu hvort ákært verður í málinu, en niðurstaðan muni liggja fyrir fljótlega. Fyrst var greint frá því að embættið hefði lokið rannsókninni á vef Ríkisútvarpsins. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir málið hafa borist frá skattrannsóknastjóra í mars í fyrra. Málið rataði fyrst í fjölmiðla í mars í fyrra þegar fregnir bárust af því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar, að kröfu tollstjóra. Varðaði kyrrsetningin eigur þeirra sem metnar voru á tæpar 800 milljónir króna en ástæðan var sögð rannsókn skattrannsóknastjóra á meintum skattalagabrotum. Stærsti hlutinn var í eigu Jóns Þórs, eða 638 milljónir króna. Sama dag barst yfirlýsing frá hljómsveitinni þar sem kom fram að málið varðaði skil á framtali meðlima Sigur Rósar og að ekki hefði verið staðið rétt að því á árunum 2010 til 2014. Kom fram í yfirlýsingunni að ekki væri ágreiningur um það og að þessi rannsókn hefði komið þeim í opna skjöldu því þeir töldu að rétt hefði verið staðið að skattskilum og framtalsgerð af hálfu sérfræðings sem hljómsveitin hafði ráðið til að sjá um þau mál. Ýmislegt hefur gengið hjá hljómsveitinni undanfarin ár. Þar á meðal hefur Harpa ohf., sem rekur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, stefnt tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni og félagi hans, KS Productions slf., til að endurheimta 35 milljónir króna af miðasölutekjum sem Kári fékk fyrirframgreiddar vegna tónleika Sigur Rósar í Hörpu í desember árið 2017. Þá hætti Orri Páll Dýrason í Sigur Rós í október í fyrra eftir að hafa verið sakaður af bandarískri listakonu um kynferðisbrot.
Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Lögreglumál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira