Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Reyndist vera eftir­lýstur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöld eða nótt ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þessi maður reyndist vera eftirlýstur í öðru máli. Hann var vistaður í fangaklefa.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tveir sér­lega hættu­legir gómaðir á Ís­landi og gríðar­leg fjölgun verk­efna

Verkefnum alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað gífurlega á milli ára en á aðeins fimm árum er um að ræða meira en tvöföldun á fjölda verkbeiðna til deildarinnar. ​Í fyrra sinnti deildin á fjórða tug verkefna sem tengjast handtökuskipunum frá Evrópu og voru tveir „sérlega hættulegir“ glæpamenn handteknir á Íslandi í fyrra í gegnum samstarfið. Aðstoðarbeiðnir vegna slíkra mála eru ekki þær einu sem hefur fjölgað hjá deildinni. 

Innlent
Fréttamynd

Kærðir fyrir að stunda fólks­flutninga í ó­leyfi

Lögreglan á Suðurlandi hefur kært tvo aðila í vikunni fyrir að stunda farþegaflutninga án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir hendi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á eftirlit með rekstrarleyfi og réttindum ökumanna til að stunda fólksflutninga í atvinnuskyni þessa vikuna hjá embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Ger­endur yngri og brotin al­var­legri

Öryggis- og löggæslufræðingur hefur áhyggjur af líkamsárásum ungmenna sem séu alvarlegri en áður. Hann mælir með að láta frekar hluti af hendi heldur en að lenda í hættu.

Innlent
Fréttamynd

Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst

Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í miðbænum gærkvöldi og í nótt vegna slagsmála, hávaða og annarra mála sem tengjast munu skemmtanalífinu. Í einu tilfelli var maður handtekinn eftir að hann réðst á starfsmenn og öryggisverði heilbrigðisstofnunnar. Sá var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa í nótt.

Innlent
Fréttamynd

„Ég á­kvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“

Vitni sem elti uppi mann sem handtekinn var fyrir líkamsárás fyrr í dag segir manninn hafa barið konu sem var með manninum í bílnum, á meðan hann ók eins og brjálæðingur frá Smáralind upp á Bústaðaveg. Lögregla hafi lokað veginum til að hafa hendur í hári mannsins. Vitnið var með lögregluna í símanum alla bílferðina, svo hægt væri að stöðva manninn.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi, jafn­rétti og fram­farir á vor­þingi

Því fylgir ábyrgð að vera dómsmálaráðherra og verkefnin eru oft krefjandi. Það er góð tilfinning að geta sett mikilvæg mál í forgang og um leið mælt fyrir breytingum sem eru Íslandi til góða. Ég mæli fyrir sex frumvörpum og einni þingsályktunartillögu á vorþinginu.

Skoðun
Fréttamynd

Húsbrot, þjófnaðir og slags­mál

Þrír voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt í tengslum við húsbrot, í tveimur aðskildum málum. Þá var tilkynnt um innbrot í heimahús og er það mál í rannsókn. 

Innlent