Reyndist vera eftirlýstur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöld eða nótt ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þessi maður reyndist vera eftirlýstur í öðru máli. Hann var vistaður í fangaklefa. Innlent 23.2.2025 07:31
Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Maður sem var gripinn við búðarhnupl í verslun og neitaði að segja til nafns reyndist vera eftirlýstur þegar búið var að flytja hann á lögreglustöð. Innlent 22.2.2025 18:01
Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að aðstoða mann í gærkvöld eða nótt vegna þess að hann hafði fest sig úti í fjöru við utanvegaakstur. Innlent 22.2.2025 07:30
Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Verkefnum alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað gífurlega á milli ára en á aðeins fimm árum er um að ræða meira en tvöföldun á fjölda verkbeiðna til deildarinnar. Í fyrra sinnti deildin á fjórða tug verkefna sem tengjast handtökuskipunum frá Evrópu og voru tveir „sérlega hættulegir“ glæpamenn handteknir á Íslandi í fyrra í gegnum samstarfið. Aðstoðarbeiðnir vegna slíkra mála eru ekki þær einu sem hefur fjölgað hjá deildinni. Innlent 19. febrúar 2025 06:48
Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur mönnum í aðskildum málum í gærkvöldi og nótt sem sýndu ógnandi hegðun. Annar hafði ráðist á bifreið með hamri. Innlent 19. febrúar 2025 06:18
Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Maður sem er grunaður um tvær líkamsárásir sætir gæsluvarðhaldi vegna þeirra en líka vegna ólöglegrar dvalar hans hér á landi. Önnur árásanna er sögð hafa verið tilefnislaus og ofsafengin. Innlent 18. febrúar 2025 14:01
Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Lögreglan á Suðurlandi hefur kært tvo aðila í vikunni fyrir að stunda farþegaflutninga án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir hendi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á eftirlit með rekstrarleyfi og réttindum ökumanna til að stunda fólksflutninga í atvinnuskyni þessa vikuna hjá embættinu. Innlent 18. febrúar 2025 13:40
Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Enginn er kominn með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á E. coli-smiti í leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í október á síðasta ári. Innlent 18. febrúar 2025 11:28
Einn „gekk berserksgang“ og annar vildi inn í Stjórnarráðið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gærkvöldi eða nótt eftir að viðkomandi „gekk berserksgang“ í húsnæði hjálparstofnunar. Innlent 18. febrúar 2025 06:21
Gerendur yngri og brotin alvarlegri Öryggis- og löggæslufræðingur hefur áhyggjur af líkamsárásum ungmenna sem séu alvarlegri en áður. Hann mælir með að láta frekar hluti af hendi heldur en að lenda í hættu. Innlent 17. febrúar 2025 17:51
Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Drengurinn sem er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps í Menningarnæturmálinu svokallaða sagðist í fyrstu muna lítið eftir atvikum málsins. Innlent 17. febrúar 2025 16:55
„Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar í gærkvöldi eða nótt um líkamsárásir í miðborginni en engar frekari upplýsingar er að finna um málin í yfirliti lögreglu yfir verkefni á vaktinni. Innlent 17. febrúar 2025 06:16
Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Tilkynning barst lögreglu fyrr í dag vegna þriggja manna í bifreið í Hafnarfirði og handléku skammbyssu. Mennirnir voru handteknir en byssan reyndist vera loftbyssa. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Innlent 16. febrúar 2025 17:41
Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Fimmtán ára drengur var rændur af hópi sex drengja og úlpu stolið af honum skammt frá Smáralind í Kópavogi í gær. Innlent 16. febrúar 2025 12:25
Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í miðbænum gærkvöldi og í nótt vegna slagsmála, hávaða og annarra mála sem tengjast munu skemmtanalífinu. Í einu tilfelli var maður handtekinn eftir að hann réðst á starfsmenn og öryggisverði heilbrigðisstofnunnar. Sá var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa í nótt. Innlent 16. febrúar 2025 07:24
Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Lögregluþjónar stöðvuðu í nótt ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum áfengis. Við nánari skoðun kom einnig í ljós að hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Innlent 15. febrúar 2025 07:37
Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu Skólastjóri Laugalækjarskóla segir alla í áfalli yfir skotvopni sem nemendur skólans fundu á þaki hans seint í gærkvöldi. Hann segir lögreglu nú yfirfara myndefni úr eftirlitsmyndavél sem nái tvær vikur aftur í tímann. Innlent 14. febrúar 2025 12:20
Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöldi hald á skotvopn sem fannst á þaki Laugalækjarskóla. Innlent 14. febrúar 2025 11:53
Úlpu stolið af ungmenni og rusl losað við þjóðveginn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál þar sem unglingar tóku úlpu af ungmenni en tilkynnt var um atvikið í gærkvöldi eða nótt. Þá var einn handtekinn í tengslum við líkamsárás í borginni. Innlent 14. febrúar 2025 06:15
„Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Vitni sem elti uppi mann sem handtekinn var fyrir líkamsárás fyrr í dag segir manninn hafa barið konu sem var með manninum í bílnum, á meðan hann ók eins og brjálæðingur frá Smáralind upp á Bústaðaveg. Lögregla hafi lokað veginum til að hafa hendur í hári mannsins. Vitnið var með lögregluna í símanum alla bílferðina, svo hægt væri að stöðva manninn. Innlent 13. febrúar 2025 21:14
Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Því fylgir ábyrgð að vera dómsmálaráðherra og verkefnin eru oft krefjandi. Það er góð tilfinning að geta sett mikilvæg mál í forgang og um leið mælt fyrir breytingum sem eru Íslandi til góða. Ég mæli fyrir sex frumvörpum og einni þingsályktunartillögu á vorþinginu. Skoðun 13. febrúar 2025 09:01
Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Þrír voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt í tengslum við húsbrot, í tveimur aðskildum málum. Þá var tilkynnt um innbrot í heimahús og er það mál í rannsókn. Innlent 13. febrúar 2025 06:28
Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Lögreglan á Suðurnesjum lauk í síðustu viku rannsókn sinni á banaslysi í Grindavík þann 10. janúar í fyrra. Fimm hafa réttarstöðu sakbornings í málinu að sögn Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum. Málið er nú á borði héraðssaksóknara. Innlent 12. febrúar 2025 20:39
Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Lögreglu bárust tilkynningar um sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Í flestum tilvikum voru meiðsl minniháttar og málið afgreitt á vettvangi. Innlent 12. febrúar 2025 06:21