Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum

Móðir ungs manns sem ók aftan á kyrrstæðan bíl sem lagt var í kanti Reykjanesbrautar að næturlagi segir mikla mildi að ekki hafi farið verr. Bíllinn hafi staðið á sama staðnum í nokkrar vikur, en lögregla segir enga tilkynningu hafa borist og bíllinn því ekki verið fjarlægður. Bíll mannsins og kyrrstæði bíllinn gjöreyðilögðust við áreksturinn.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Leit að meintum brennuvargi engu skilað

Leit lögreglu á Suðurlandi að meintum brennuvargi á Selfossi hefur engu skilað. Rannsókn lögreglunnar á endurteknum eldsvoða í fjölbýlishúsi á Selfossi í lok september er í fullum gangi og rannsakað sem íkveikjur. Íbúar hafa sagst dauðhræddir um líf sitt og heilsu.

Innlent
Fréttamynd

Rúða brotin og flug­eld kastað inn

Lítill eldur kviknaði í húsi á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar rúða á hurð þar var brotin og flugeldi kastað inn. Óskað var eftir aðstoð lögreglu en búið var að slökkva eldinn þegar lögregluþjóna bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærðar fyrir að aug­lýsa vændi en kaup­endurnir ekki

Tvær konur voru nýlega ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi á heimasíðunni City of Love. Konurnar eru báðar kólumbískar og á fertugs- og fimmtugsaldri. Rökstuddur grunur er um kaup á vændi í kjölfar auglýsingar en enginn kaupandi er ákærður. Samtök kynlífsverkafólks segja tímabært að endurskoða „sænsku leiðina“ á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Gekk ber­serks­gang og beraði sig

Maður í annarlegu ástandi vegna áfengisneyslu var handtekinn í Breiðholti í gærkvöldi eða nótt. Hann mun hafa valdið eignaspjöllum og síðan berað sig fyrir framan nágranna sína.

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka mögu­lega stunguárás

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi tilkynnt um líkamsárás í Reykjavík. Talað var um árásina sem hnífstungu.

Innlent
Fréttamynd

Tökum á glæpa­hópum af meiri þunga

Skipulögð glæpasamtök eru ógn við samfélagið allt. Þau grafa undan kerfinu. Kosta ríkissjóð mikið, skerða samkeppnishæfni heiðarlegra fyrirtækja og ógna öryggi okkar allra. Aðgerðir lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi undanfarna mánuði hafa vakið athygli.

Skoðun
Fréttamynd

Styttist í lok rann­sóknar

Það styttist í að lögregla ljúki rannsókn á máli þar sem kona er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition. Konan gengur laus en er í farbanni til 27. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Sam­tök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“

Prófessor í félagsfræði telur að þyngja þurfi refsingar fyrir brot sem tengjast gengum og útlaga-mótorhjólasamtökum líkt og á öðrum Norðurlöndum. Viðbúnaður lögreglu vegna samkoma Vítisengla hér á landi hefur vakið athygli en samt sem áður virðast sumum finnast slíkir hópar „kúl.“

Innlent
Fréttamynd

Mótór­hjóla­samtök á Ís­landi – hvers vegna öll þessi læti?

Viðbúnaður og aðgerðir lögreglu vegna hingaðkomu erlendra mótórhjólasamtaka hafa vakið athygli undanfarið. Hvað vitum við um þessi samtök? Talsvert er til af rannsóknum erlendis en minna hér á landi. Hells Angels, Bandidos, Outlaws og önnur samtök af þessu tagi eiga sér langa sögu í BNA og Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

Létu sér and­lát Hjör­leifs í léttu rúmi liggja

Hafið er yfir skynsamlegan vafa að Stefáni Blackburn, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Matthíasi Birni Erlingssyni gat ekki dulist að afleiðingar af ofbeldi þeirra gegn Hjörleifi Hauki Guðmundssyni gætu orðið þær að hann myndi deyja en að þeir hafi látið sér það í léttu rúmi liggja.

Innlent
Fréttamynd

Út­köll vegna slags­mála

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur aðstoðarbeiðnum í gærkvöldi eða nótt, þar sem beðið var um hjálp vegna slagsmála. Í öðru tilvikinu var um að ræða ólæti og slagsmál við bar í miðborginni og í hinu hópslagsmál í póstnúmerinu 111.

Innlent
Fréttamynd

Hópslagsmál og hundaárás

Alls voru 58 mál bókuð á vaktinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Lögreglu bárust meðal annars aðstoðarbeiðnir vegna ógnandi manna í miðborginni og hópslagsmála í póstnúmerinu 104.

Innlent