Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um fólk að tjalda á túni í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang sagðist aðili hafa sofið í svefnpoka í hengirúmi. Hann vissi ekki að þar mætti ekki tjalda og hafði að auki hengt upp föt sín til þerris á svæðinu. Innlent 28.5.2025 18:42
Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Fjöldi viðbragðsaðila var við Hvítá í Hrunamannahreppi eftir að tilkynning barst um að dráttarvél hefði hafnað í ánni. Einn einstaklingur var í ökutækinu og hefur hann verið fluttur með þyrlu til Reykjavíkur. Innlent 28.5.2025 18:28
„Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Maður óð út á götu í Reykjavík, barði þar og sparkaði í bíl og var handtekinn skammt frá vettvangi. Maðurinn reyndist „allsvakalega vímaður og ölvaður“, stóð í hótunum við lögreglumenn og kallaði þá aumingja, fagga og tíkur. Hann var því vistaður í fangaklefa. Innlent 28.5.2025 07:20
„Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Íbúar við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í Grafarholti þar sem maður réðst á annan með eggvopni í vikunni, segja að lögreglan hafi margoft þurft að hafa afskipti af mönnum í hverfinu á þessu ári. Meðal annars hafi maður verið handtekinn fyrir að ætla að ráðast inn í íbúð með sveðju í nóvember í fyrra. Íbúarnir vilja ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna. Innlent 25. maí 2025 15:36
Sérsveit handtók vopnaðan mann Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í nótt tilkynnt um mann sem ógnaði öðrum manni vopnaður hníf í heimahúsi í Reykjavík. Maðurinn var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra og vistaður í fangaklefa. Innlent 25. maí 2025 07:23
Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið upp varðturnum með eftirlitsmyndavélum við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg til að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófnaðar. Skiptar skoðanir eru milli íbúa miðborgarinnar á turnunum, sem þykja ljótir þrátt fyrir að gegna göfugum tilgangi. Innlent 24. maí 2025 15:12
Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði talsverðan fjölda ökumanna í gærkvöldi og nótt fyrir ýmis umferðarlagabrot, meðal annars vegna notkunar nagladekkja. Innlent 24. maí 2025 07:24
Bensínbrúsar inni í íbúðinni Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Innlent 23. maí 2025 18:47
„Verkefnið bara heltekur okkur“ Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. Innlent 23. maí 2025 16:02
Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Maður sem slasaðist alvarlega í eldsvoða á Hjarðarhaga í Reykjavík í gær er látinn af sárum sínum. Í gær lést annar maður af áverkum sínum eftir sama eldsvoða. Innlent 23. maí 2025 14:30
Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Ekki er vitað hver upptök mannskæðs eldsvoða voru í fjölbýlishúsi í Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Það er nú til rannsóknar hjá lögreglu sem skoðar meðal annars hvort eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Innlent 23. maí 2025 11:41
Maðurinn kominn í leitirnar Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir að ná tali af í morgun er kominn í leitirnar. Innlent 23. maí 2025 08:43
NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Nefnd um eftirlit með lögreglu tekur fyrir í júní mál fjölskyldu sem hefur kvartað til nefndarinnar vegna framkomu lögreglumanns þegar þeir var tilkynnt um andlát sonar síns. Samkvæmt svörum frá nefndinni eru þau að bíða frekari gagna og stefni svo að því að taka málið fyrir í júní. Innlent 23. maí 2025 06:41
Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, réttu nafni Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra utan við heimili sitt í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi í febrúar fyrir rúmum tveimur árum. Bassi segir leigubílstjórann hafa tekið af honum símann eftir að hafa ætlað að rukka hann fjórtán þúsund krónur fyrir aksturinn. Innlent 22. maí 2025 17:33
Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Einn er látinn eftir eldinn sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur í morgun. Annar er alvarlega slasaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 22. maí 2025 15:27
Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Karlmaður á fimmtugsaldri sem var stunginn í Úlfarsárdal í Reykjavík í gær særðist alvarlega og lögreglu hefur ekki tekist að taka skýrslu af honum vegna málsins í dag. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. Innlent 22. maí 2025 14:47
Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Ungur maður, á átjánda aldursári, var ásamt vinum sínum við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði um hálftíuleytið í gær áður en hann varð fyrir ofbeldi af hálfu ósakhæfs pilts. Innlent 22. maí 2025 13:36
Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Friður um Bríetartún 20, sem kallað hefur verið „hryllingshúsið“ vegna gripdeilda og ógnandi framgöngu konu sem búsett er í húsinu, virðist óhugsandi. Nú í morgun var maður borinn þaðan út. Innlent 22. maí 2025 12:04
Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Þrír voru fluttir í sjúkrabíl af vettvangi eldsvoða í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur á ellefta tímanum í morgun. Um töluverðan eld var að ræða og sprakk rúða í íbúð á jarðhæð þar sem eldurinn kom upp. Innlent 22. maí 2025 10:25
Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Þrír einstaklingar réðust á ungmenni í Hafnarfirði í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ungmenninu hafi verið ógnað með hníf og orðið fyrir höggum og spörkum. Í tilkynningu segir að málið sé unnið með barnavernd og foreldrum. Innlent 22. maí 2025 06:06
Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um konu sem var öskrandi fyrir utan grunnskóla í Reykjavík. Þegar lögregluþjóna bar að garði var konan ber að ofan en lögregluþjónar þekktu hana vegna fyrri afskipta. Kallað var á sjúkrabíl fyrir konuna, þar sem talið var að hún væri í geðrofi. Innlent 21. maí 2025 20:38
Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem er gunaður um stunguárás í Úlfarsársdal í Reykjavík í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús vegna málsins. Í tilkynningu frá lögreglu segir að atvik málsins séu óljós. Innlent 21. maí 2025 16:12
Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar, áður yfirlögregluþjónn, gerði kynlífskúgun að umtalsefni í ræðustól Alþingis nú fyrir stundu. Innlent 21. maí 2025 15:59
Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Sigurður Fannar Þórsson, karlmaður á fimmtugsaldri sem sætir ákæru um að hafa ráðið tíu ára dóttur sinni bana í september í fyrra, ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu. Hann er metinn sakhæfur samkvæmt yfirmati geðlæknis. Aðalmeðferð fer fram í júní og verður þinghald lokað. Innlent 21. maí 2025 15:48