Lögreglan réðst inn á hótel liða á HM í skíðagöngu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 13:45 Max Hauke er einn hinna handteknu. Getty/Ian MacNicol Þýskir, austurrískir og norskir fjölmiðlar eru meðal þeirra sem segja frá víðtækri aðgerð austurrísku lögreglunnar á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem stendur nú yfir í Seefeld í Austurríki. Málið tengist ólöglegri lyfjanotkun og íþróttalækni sem hefur aðstöðu í Erfurt í Þýskalandi.ARD: Doping-razzia i VM-byen Seefeld https://t.co/x4O8j7Tvnx — NRK Sport (@NRK_Sport) February 27, 2019Húsleit var líka gerð á stofu hans á sama tíma sem og á fleiri stöðum í Þýskalandi. Umræddur læknir hefur áður verið fundinn sekur um að aðstoða við ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks. Mesta athygli vakti þó heimsókn lögreglunnar á hótel nokkurra liða sem eru að keppa á HM í Skíðagöngu. Hajo Seppelt, virtur blaðamaður sem vinnur hjá ARD sjónvarpsstöðinni í Þýskalandi og hefur skrifað mikið um lyfjamál, sagði frá rassíunni á Twitter-síðu sinni.BREAKING NEWS. ARD-Dopingredaktion: Doping-Razzia in Seefeld des österreichischen Bundeskriminalamts. Verdacht auf Doping am Rande der Nordischen WM. Zeitgleich polizeiche Maßnahmen an verschiedenen Orten. Womöglich auch Beteiligung von Personen aus Deutschland — Hajo Seppelt (@hajoseppelt) February 27, 2019Hajo Seppelt hefur heimildir fyrir því að þetta mál tengist austurríska íþróttamanninum Johannes Dürr og heimildarmynd ARD um ólöglega lyfjanotkun hans sem hét „Die Gier nach Gold“ eða "Græðgin við að ná í gullið“. Hún var frumsýnd í síðasta mánuði. Lögreglan réðst inn á hótel liða sem keppa á HM í skíðagöngu og handtók alls níu manns. Fimm af þeim voru keppendur á heimsmeistaramótinu. Austurríska blaðið Kronen Zeitung segir frá því að tveir af handteknu séu austurrísku skíðagöngumennirnir Dominik Baldauf og Max Hauke en Hauke átti að keppa í 15 kílómetra göngu í dag. Alls hafa verið sextán húsleitir í tengslum við þetta skipulagða lyfjamisferli sem var gert út frá Erfurt. Keppendurnir fimm eru sagðir koma frá Austurríki (2), Kasakstan og Eistlandi (2). Áhlaup austurrísku lögreglunnar var vel skipulagt og fór fram á sama tíma á öllum stöðum.Nach Informationen des #MDR & der #ARD-Dopingredaktion laufen im österreichischen #Seefeld und in Deutschland Polizeieinsätze gegen das organisierte #Doping. Auch in #Erfurt wurde eine Arztpraxis durchsucht. Mehr dazu von @mdr_thhttps://t.co/2CLbkM3r44 — Sport im Osten (@SportimOsten) February 27, 2019 Aðrar íþróttir Austurríki Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira
Þýskir, austurrískir og norskir fjölmiðlar eru meðal þeirra sem segja frá víðtækri aðgerð austurrísku lögreglunnar á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem stendur nú yfir í Seefeld í Austurríki. Málið tengist ólöglegri lyfjanotkun og íþróttalækni sem hefur aðstöðu í Erfurt í Þýskalandi.ARD: Doping-razzia i VM-byen Seefeld https://t.co/x4O8j7Tvnx — NRK Sport (@NRK_Sport) February 27, 2019Húsleit var líka gerð á stofu hans á sama tíma sem og á fleiri stöðum í Þýskalandi. Umræddur læknir hefur áður verið fundinn sekur um að aðstoða við ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks. Mesta athygli vakti þó heimsókn lögreglunnar á hótel nokkurra liða sem eru að keppa á HM í Skíðagöngu. Hajo Seppelt, virtur blaðamaður sem vinnur hjá ARD sjónvarpsstöðinni í Þýskalandi og hefur skrifað mikið um lyfjamál, sagði frá rassíunni á Twitter-síðu sinni.BREAKING NEWS. ARD-Dopingredaktion: Doping-Razzia in Seefeld des österreichischen Bundeskriminalamts. Verdacht auf Doping am Rande der Nordischen WM. Zeitgleich polizeiche Maßnahmen an verschiedenen Orten. Womöglich auch Beteiligung von Personen aus Deutschland — Hajo Seppelt (@hajoseppelt) February 27, 2019Hajo Seppelt hefur heimildir fyrir því að þetta mál tengist austurríska íþróttamanninum Johannes Dürr og heimildarmynd ARD um ólöglega lyfjanotkun hans sem hét „Die Gier nach Gold“ eða "Græðgin við að ná í gullið“. Hún var frumsýnd í síðasta mánuði. Lögreglan réðst inn á hótel liða sem keppa á HM í skíðagöngu og handtók alls níu manns. Fimm af þeim voru keppendur á heimsmeistaramótinu. Austurríska blaðið Kronen Zeitung segir frá því að tveir af handteknu séu austurrísku skíðagöngumennirnir Dominik Baldauf og Max Hauke en Hauke átti að keppa í 15 kílómetra göngu í dag. Alls hafa verið sextán húsleitir í tengslum við þetta skipulagða lyfjamisferli sem var gert út frá Erfurt. Keppendurnir fimm eru sagðir koma frá Austurríki (2), Kasakstan og Eistlandi (2). Áhlaup austurrísku lögreglunnar var vel skipulagt og fór fram á sama tíma á öllum stöðum.Nach Informationen des #MDR & der #ARD-Dopingredaktion laufen im österreichischen #Seefeld und in Deutschland Polizeieinsätze gegen das organisierte #Doping. Auch in #Erfurt wurde eine Arztpraxis durchsucht. Mehr dazu von @mdr_thhttps://t.co/2CLbkM3r44 — Sport im Osten (@SportimOsten) February 27, 2019
Aðrar íþróttir Austurríki Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira