Cardiff þarf að borga fyrstu greiðsluna fyrir Sala í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 13:30 Minning um Emiliano Sala. Getty/Christopher Lee Emiliano Sala er dýrasti leikmaðurinn í sögu Cardiff City en Argentínumaðurinn náði aldrei að spila fyrir velska félagið. Cardiff þarf samt sem áður að borga fyrir leikmanninn og nú er komið að skuldadegi. Cardiff átti að borga fyrstu greiðsluna 20. febrúar en fékk vikufrest eða til dagsins í dag. Nantes hefur þegar farið í hart í því að endurheimta greiðsluna og sendi Cardiff meðal annars rukkun 5. febrúar síðastliðinn. Cardiff svaraði með því að félagið ætlaði að bíða eftir að rannsókn flugslyssins lyki og öll mál tengd tryggingum og öðru væri komin á hreint. Cardiff hefur jafnframt gefið það út að félagið ætli sér ekki að hlaupa undan skuldbindingum sínum sé það ljóst að þeim beri að greiða alla upphæðina til Nantes.The deadline has arrived for Cardiff City to pay Nantes the first instalment of the transfer fee for Emiliano Sala.https://t.co/tACjpKgKfBpic.twitter.com/epNGyUOVhs — BBC Sport (@BBCSport) February 27, 2019Cardiff hafði á sínum tíma samþykkt að borga franska liðinu Nantes fimmtán milljónir punda fyrir argentínska framherjann. Nantes fær þó ekki nema helminginn því Bordeaux, gamla félag Emiliano Sala, fær 50 prósent af söluverðinu. Emiliano Sala fór til Cardiff, stóðst læknisskoðun og var í kjölfarið kynntur sem nýr leikmaður. Hann flaug síðan til Nantes til að ganga frá sínum málum. Þremur dögum síðan tóku örlögin í taumana. Að kvöldi 21. janúar átti Emiliano Sala að fljúga til baka til Wales í tveggja manna flugvél en hún fórst í Ermarsundinu. Sala var 28 ára gamall og með honum fórst einnig flugmaðurinn David Ibbotson. Lík Sala fannst ásamt hluta flugvélarinnar en David Ibbotson hefur enn ekki fundist. Sala var jarðaður í Argentínu um síðustu helgi. Fari svo að Cardiff City gangi ekki frá þessari fyrstu greiðslu í dag þá gæti málið verið á leiðinni inn á borð hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA. Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Sjá meira
Emiliano Sala er dýrasti leikmaðurinn í sögu Cardiff City en Argentínumaðurinn náði aldrei að spila fyrir velska félagið. Cardiff þarf samt sem áður að borga fyrir leikmanninn og nú er komið að skuldadegi. Cardiff átti að borga fyrstu greiðsluna 20. febrúar en fékk vikufrest eða til dagsins í dag. Nantes hefur þegar farið í hart í því að endurheimta greiðsluna og sendi Cardiff meðal annars rukkun 5. febrúar síðastliðinn. Cardiff svaraði með því að félagið ætlaði að bíða eftir að rannsókn flugslyssins lyki og öll mál tengd tryggingum og öðru væri komin á hreint. Cardiff hefur jafnframt gefið það út að félagið ætli sér ekki að hlaupa undan skuldbindingum sínum sé það ljóst að þeim beri að greiða alla upphæðina til Nantes.The deadline has arrived for Cardiff City to pay Nantes the first instalment of the transfer fee for Emiliano Sala.https://t.co/tACjpKgKfBpic.twitter.com/epNGyUOVhs — BBC Sport (@BBCSport) February 27, 2019Cardiff hafði á sínum tíma samþykkt að borga franska liðinu Nantes fimmtán milljónir punda fyrir argentínska framherjann. Nantes fær þó ekki nema helminginn því Bordeaux, gamla félag Emiliano Sala, fær 50 prósent af söluverðinu. Emiliano Sala fór til Cardiff, stóðst læknisskoðun og var í kjölfarið kynntur sem nýr leikmaður. Hann flaug síðan til Nantes til að ganga frá sínum málum. Þremur dögum síðan tóku örlögin í taumana. Að kvöldi 21. janúar átti Emiliano Sala að fljúga til baka til Wales í tveggja manna flugvél en hún fórst í Ermarsundinu. Sala var 28 ára gamall og með honum fórst einnig flugmaðurinn David Ibbotson. Lík Sala fannst ásamt hluta flugvélarinnar en David Ibbotson hefur enn ekki fundist. Sala var jarðaður í Argentínu um síðustu helgi. Fari svo að Cardiff City gangi ekki frá þessari fyrstu greiðslu í dag þá gæti málið verið á leiðinni inn á borð hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA.
Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Sjá meira