Verkefni Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins bjarga mannslífum í Sierra Leóne Heimsljós kynnir 27. febrúar 2019 09:45 Á myndinni, t.f.v. Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, Kpawuru Sandy framkvæmdastjóri Rauða krossins í Sierra Leóne og Terhi Heinäsmäki svæðisfulltrúi finnska Rauða krossins í Afríku. Rauði krossinn Með stuðningi Mannvina Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi sett af stað verkefni sem veitir lífsbjargandi aðstoð í Sierra Leóne og bætir velferð þúsunda. „Það er eiginlega ótrúlegt hvað hægt er að hjálpa mörgu fólki fyrir ekki meiri pening,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins eftir vettvangsferð til Sierra Leóne þar sem umfangsmikið vatns- og heilbrigðisverkefni er að fara af stað. Sierra Leóne er eitt fátækasta ríki heims og þar er einnig barna- og mæðradauði með því hæsta sem gerist í heiminum. Til að mæta þessum alvarlegu áskorunum ákváðu Rauði kross félögin í Sierra Leóne, Finnlandi, Svíþjóð og á Íslandi að taka höndum saman með sameiginlegu verkefni sem er ætlað að bæta heilbrigði íbúa í fjórum af þrettán héruðum landsins. Verkefnið framundan er að stórbæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, veita fræðslu um heilbrigði og draga úr ofbeldi gegn konum og börnum. „Við erum ótrúlega þakklát Íslandi fyrir stuðninginn og mig langar til að þakka utanríkisráðherra Íslands persónulega fyrir að veita okkur þennan stuðning,“ segir Kpawuru Sandy framkvæmdastjóri Rauða krossins í Sierra Leóne. „En við vitum að Ísland er mjög þróað samfélag í dag en við vitum líka að Ísland var einu sinni fátækt, en með mikilli áræðni og aðstoð utanaðkomandi vina tókst því að brjótast úr fátækt til bjargálna. Það má því segja að við lítum til Íslands og ætlum okkur að læra mikið af samstarfinu við Ísland og af vinum okkar á Íslandi. Það sama má segja um Finnland og okkar finnsku vini.“ Fá alþjóðleg hjálparsamtök eru starfandi í Sierra Leóne, öfugt við það sem var þegar ebólufaraldurinn geisaði þar á árunum 2014-2016. Flest þeirra hafa horfið á braut þrátt fyrir að mikla neyð. Það mæðir meira á Rauða krossinum í dag, vegna þess hve fá alþjóðleg samtök eru starfandi í landinu. „Sérstaða Rauða krossins er meðal annars sú að í öllum löndum eru starfandi Rauða kross félög sem eru á svæðinu áður en hamfarir verða, á meðan hamfarir eru og eftir að þeim lýkur. Enginn þekkir aðstæður betur á vettvangi en starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins sem skipta milljónum á heimsvísu,“ segir Atli og bætir við að „vegna vinnu sjálfboðaliða Rauða krossins megi nýta hverja krónu betur heldur en þegar vinnu er haldið uppi af starfsfólki sem sinnir öllum störfum. Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Sierra Leóne stuðla líka að aukinni uppbyggingu og þekkingarsköpun á heimaslóðum sínum og þar með aukinni sjálfbærni verkefna.“ Þrjú Rauða kross félög á Norðurlöndum koma að verkefninu ásamt Rauða krossinum í Sierra Leone. „Þetta er vonandi vísir að áframhaldandi farsælu samstarfi þessara þriggja norrænu Rauða kross félaga í Sierra Leóne. Í sameiningu ætlum við að bjarga mannslífum, stuðla að auknu heilbrigði, fæðuöryggi og valdeflingu kvenna og stúlkna,“ segir Terhi Heinäsmäki svæðisfulltrúi finnska Rauða krossins í Afríku. Sandy og Atli taka undir það og segja það forgangsverkefni að stuðla að aukinni valdeflingu stúlkna og kvenna í löndum á borð við Sierra Leóne. „Á þann hátt tryggjum við best framþróun, stöðugleika og drögum úr fátækt til frambúðar.“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent
Með stuðningi Mannvina Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi sett af stað verkefni sem veitir lífsbjargandi aðstoð í Sierra Leóne og bætir velferð þúsunda. „Það er eiginlega ótrúlegt hvað hægt er að hjálpa mörgu fólki fyrir ekki meiri pening,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins eftir vettvangsferð til Sierra Leóne þar sem umfangsmikið vatns- og heilbrigðisverkefni er að fara af stað. Sierra Leóne er eitt fátækasta ríki heims og þar er einnig barna- og mæðradauði með því hæsta sem gerist í heiminum. Til að mæta þessum alvarlegu áskorunum ákváðu Rauði kross félögin í Sierra Leóne, Finnlandi, Svíþjóð og á Íslandi að taka höndum saman með sameiginlegu verkefni sem er ætlað að bæta heilbrigði íbúa í fjórum af þrettán héruðum landsins. Verkefnið framundan er að stórbæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, veita fræðslu um heilbrigði og draga úr ofbeldi gegn konum og börnum. „Við erum ótrúlega þakklát Íslandi fyrir stuðninginn og mig langar til að þakka utanríkisráðherra Íslands persónulega fyrir að veita okkur þennan stuðning,“ segir Kpawuru Sandy framkvæmdastjóri Rauða krossins í Sierra Leóne. „En við vitum að Ísland er mjög þróað samfélag í dag en við vitum líka að Ísland var einu sinni fátækt, en með mikilli áræðni og aðstoð utanaðkomandi vina tókst því að brjótast úr fátækt til bjargálna. Það má því segja að við lítum til Íslands og ætlum okkur að læra mikið af samstarfinu við Ísland og af vinum okkar á Íslandi. Það sama má segja um Finnland og okkar finnsku vini.“ Fá alþjóðleg hjálparsamtök eru starfandi í Sierra Leóne, öfugt við það sem var þegar ebólufaraldurinn geisaði þar á árunum 2014-2016. Flest þeirra hafa horfið á braut þrátt fyrir að mikla neyð. Það mæðir meira á Rauða krossinum í dag, vegna þess hve fá alþjóðleg samtök eru starfandi í landinu. „Sérstaða Rauða krossins er meðal annars sú að í öllum löndum eru starfandi Rauða kross félög sem eru á svæðinu áður en hamfarir verða, á meðan hamfarir eru og eftir að þeim lýkur. Enginn þekkir aðstæður betur á vettvangi en starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins sem skipta milljónum á heimsvísu,“ segir Atli og bætir við að „vegna vinnu sjálfboðaliða Rauða krossins megi nýta hverja krónu betur heldur en þegar vinnu er haldið uppi af starfsfólki sem sinnir öllum störfum. Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Sierra Leóne stuðla líka að aukinni uppbyggingu og þekkingarsköpun á heimaslóðum sínum og þar með aukinni sjálfbærni verkefna.“ Þrjú Rauða kross félög á Norðurlöndum koma að verkefninu ásamt Rauða krossinum í Sierra Leone. „Þetta er vonandi vísir að áframhaldandi farsælu samstarfi þessara þriggja norrænu Rauða kross félaga í Sierra Leóne. Í sameiningu ætlum við að bjarga mannslífum, stuðla að auknu heilbrigði, fæðuöryggi og valdeflingu kvenna og stúlkna,“ segir Terhi Heinäsmäki svæðisfulltrúi finnska Rauða krossins í Afríku. Sandy og Atli taka undir það og segja það forgangsverkefni að stuðla að aukinni valdeflingu stúlkna og kvenna í löndum á borð við Sierra Leóne. „Á þann hátt tryggjum við best framþróun, stöðugleika og drögum úr fátækt til frambúðar.“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent