Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. Þeir segjast hafa annan flugmanninn í haldi.
Talsmaður pakistanska hersins segir að önnur þotan hafi hrapað til jarðar á yfirráðasvæði Pakistans en hin hafi hafnað á Indlandi.
Árás næturinnar er framkvæmd aðeins um sólarhring eftir að indverski flugherinn gerði loftárásir á bækistöðvar pakistanskra vígamanna. Uppi eru þó deilur um hvort að loftárásirnar hafi átt sér stað á yfirráðasvæði Pakistana eða Indverja. Pakistanski flugherinn segir þó ekki fara á milli mála að Indverjar hafi flogið inn í lofthelgi Pakistans í gær.
Sjá einnig: Dökkar horfur vegna Kasmírárásar
Mjög mikil spenna hefur verið á milli landanna tveggja eftir að fyrrnefndir vígamenn, sem kenna sig við Jaish-e-Mohammed, myrtu tugi indverskra hermanna í Kashmír á dögunum í sjálfsmorðssprengjuárás. Indverjar saka Pakistana um að styðja við bakið á samtökunum sem Pakistanar hafna alfarið.
Deilur Pakistana og Indverja síðustu daga hafa valdið töluverðum titringi í alþjóðasamfélaginu, ekki síst vegna þess að bæði ríkin eiga kjarnavopn.
Skutu niður tvær indverskar herþotur

Tengdar fréttir

Indverjar taldir hafa gert loftárás í Pakistan
Indverski flugherinn gerði í nótt loftárásir á bækistöðvar vígamanna.

Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja
Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði.

Dökkar horfur vegna Kasmírárásar
Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni.