Segir fjármálaráðherra tala niður til verkafólks í landinu Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Sextán aðildarfélög eru í samfloti SGS en deilunni var vísað til ríkissáttasemjara fyrir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það verður að koma í ljós hvort þessi fundur hafi einhvern tilgang eða ekki. Eins og staðan er núna þá liggja allar viðræður niðri, líka varðandi sérmálin,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Fyrsti samningafundur Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara fer fram í dag. Aðalsteinn segir að samninganefnd SGS muni hittast eftir fundinn hjá ríkissáttasemjara til að ræða stöðuna og næstu skref. Landssamband íslenskra verslunarmanna mun einnig funda með SA hjá ríkissáttasemjara í dag og þá var deilu iðnaðarmanna og SA formlega vísað til sáttasemjara í gær. „Ég tel að deilan sé á því stigi núna að þessir aðilar þurfi bara að hittast einhvers staðar og ræða málin. Ef þetta heldur svona áfram verður þetta nánast óleysanlegt,“ segir Aðalsteinn. Stingur hann upp á því að forsætis-, fjármála- og félagsmálaráðherra hitti fulltrúa deiluaðila og finni lausn. Aðalsteinn segir ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í fjölmiðlum undanfarið ekki til þess fallin að leysa deiluna. „Mér finnst fjármálaráðherra tala gríðarlega niður til verkafólks í landinu. Það er ekkert gert úr vanda og þeirri baráttu sem þetta fólk er að heyja alla daga við að láta enda ná saman. Það er bara bent á einhver meðaltöl og Excel-skjöl.“ Aðalsteinn vísar sérstaklega í þau ummæli Bjarna að láglaunafólk hafi fengið gríðarlegar launahækkanir. „Þetta er allt fólk með 300 þúsund á mánuði. Það er óþolandi að þurfa hlusta á þennan málflutning. Þetta er bara olía á eldinn.“ Ljóst sé að það þurfi að hliðra til varðandi lægstu launin og að til þurfi að koma ákveðnar skattkerfisbreytingar. „Við eigum ekki að vera að eyða einhverjum milljörðum í það að lækka skatta hjá hátekjufólki. Það á að nota það svigrúm sem er til staðar á lægstu launin og búið. Þannig getum við leyst þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra segir fólk ekki nærast á verðbólgu og vaxtahækkunum Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. 26. febrúar 2019 19:30 Um 500 manns hafa greitt atkvæði hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. 26. febrúar 2019 12:45 Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
„Það verður að koma í ljós hvort þessi fundur hafi einhvern tilgang eða ekki. Eins og staðan er núna þá liggja allar viðræður niðri, líka varðandi sérmálin,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Fyrsti samningafundur Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara fer fram í dag. Aðalsteinn segir að samninganefnd SGS muni hittast eftir fundinn hjá ríkissáttasemjara til að ræða stöðuna og næstu skref. Landssamband íslenskra verslunarmanna mun einnig funda með SA hjá ríkissáttasemjara í dag og þá var deilu iðnaðarmanna og SA formlega vísað til sáttasemjara í gær. „Ég tel að deilan sé á því stigi núna að þessir aðilar þurfi bara að hittast einhvers staðar og ræða málin. Ef þetta heldur svona áfram verður þetta nánast óleysanlegt,“ segir Aðalsteinn. Stingur hann upp á því að forsætis-, fjármála- og félagsmálaráðherra hitti fulltrúa deiluaðila og finni lausn. Aðalsteinn segir ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í fjölmiðlum undanfarið ekki til þess fallin að leysa deiluna. „Mér finnst fjármálaráðherra tala gríðarlega niður til verkafólks í landinu. Það er ekkert gert úr vanda og þeirri baráttu sem þetta fólk er að heyja alla daga við að láta enda ná saman. Það er bara bent á einhver meðaltöl og Excel-skjöl.“ Aðalsteinn vísar sérstaklega í þau ummæli Bjarna að láglaunafólk hafi fengið gríðarlegar launahækkanir. „Þetta er allt fólk með 300 þúsund á mánuði. Það er óþolandi að þurfa hlusta á þennan málflutning. Þetta er bara olía á eldinn.“ Ljóst sé að það þurfi að hliðra til varðandi lægstu launin og að til þurfi að koma ákveðnar skattkerfisbreytingar. „Við eigum ekki að vera að eyða einhverjum milljörðum í það að lækka skatta hjá hátekjufólki. Það á að nota það svigrúm sem er til staðar á lægstu launin og búið. Þannig getum við leyst þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra segir fólk ekki nærast á verðbólgu og vaxtahækkunum Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. 26. febrúar 2019 19:30 Um 500 manns hafa greitt atkvæði hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. 26. febrúar 2019 12:45 Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
Ferðamálaráðherra segir fólk ekki nærast á verðbólgu og vaxtahækkunum Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. 26. febrúar 2019 19:30
Um 500 manns hafa greitt atkvæði hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. 26. febrúar 2019 12:45
Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47
Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00