Boðað til fundar í flokksráði Miðflokksins í mars Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Þingflokkur Miðflokksins styrktist um tvo menn í gær þegar Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengu til liðs við flokkinn. Fréttablaðið/ERNIR Flokksráð Miðflokksins kemur saman 30. mars í Suðvesturkjördæmi. Það var Birgir Þórarinsson, einn þingmanna flokksins, sem óskaði eftir fundi í flokksráði í því skyni að stokka upp í skipan trúnaðarstarfa í þingflokknum. Miðflokkurinn virðist annars hafa mikinn vind í seglin þrátt fyrir að enn sé stutt liðið frá fjaðrafokinu í kringum upptökurnar á Klaustri. Unnið er að stofnun ungliðahreyfingar í flokknum, „UNGIR X-M“ og mun hreyfingin funda í fyrsta sinn um komandi helgi. Þá bættust tveir nýir þingmenn við þingflokk flokksins í gær, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason. Var þingflokkurinn áberandi í þingstörfum í gær. Röðuðu allir níu þingmenn flokksins sér á mælendaskrá í umræðu um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Aðrir þingmenn blönduðu sér lítt í umræðuna en þó kom til snarpra orðaskipta milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Smára McCarthy, þingmanns Pírata, en sá síðarnefndi lýsti efasemdum um heilindi þingmanna Miðflokksins í umræðu um málið. Sigmundur Davíð brást illa við ummælum þingmannsins og sagði Smára fara með meiðyrði og eðlilegt væri að vísa ummælunum til siðanefndar þingsins. Þingmenn Miðflokksins voru enn að ræða frumvarpið í þingsal þegar blaðið fór í prentun. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45 Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Ólafur og Karl Gauti á fyrsta þingflokksfundinum með Miðflokknum Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason mættu á sinn fyrsta þingflokksfund hjá Miðflokknum í dag en þeir gengu til liðs við flokkinn fyrir helgi. 26. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Flokksráð Miðflokksins kemur saman 30. mars í Suðvesturkjördæmi. Það var Birgir Þórarinsson, einn þingmanna flokksins, sem óskaði eftir fundi í flokksráði í því skyni að stokka upp í skipan trúnaðarstarfa í þingflokknum. Miðflokkurinn virðist annars hafa mikinn vind í seglin þrátt fyrir að enn sé stutt liðið frá fjaðrafokinu í kringum upptökurnar á Klaustri. Unnið er að stofnun ungliðahreyfingar í flokknum, „UNGIR X-M“ og mun hreyfingin funda í fyrsta sinn um komandi helgi. Þá bættust tveir nýir þingmenn við þingflokk flokksins í gær, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason. Var þingflokkurinn áberandi í þingstörfum í gær. Röðuðu allir níu þingmenn flokksins sér á mælendaskrá í umræðu um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Aðrir þingmenn blönduðu sér lítt í umræðuna en þó kom til snarpra orðaskipta milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Smára McCarthy, þingmanns Pírata, en sá síðarnefndi lýsti efasemdum um heilindi þingmanna Miðflokksins í umræðu um málið. Sigmundur Davíð brást illa við ummælum þingmannsins og sagði Smára fara með meiðyrði og eðlilegt væri að vísa ummælunum til siðanefndar þingsins. Þingmenn Miðflokksins voru enn að ræða frumvarpið í þingsal þegar blaðið fór í prentun.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45 Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Ólafur og Karl Gauti á fyrsta þingflokksfundinum með Miðflokknum Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason mættu á sinn fyrsta þingflokksfund hjá Miðflokknum í dag en þeir gengu til liðs við flokkinn fyrir helgi. 26. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45
Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11
Ólafur og Karl Gauti á fyrsta þingflokksfundinum með Miðflokknum Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason mættu á sinn fyrsta þingflokksfund hjá Miðflokknum í dag en þeir gengu til liðs við flokkinn fyrir helgi. 26. febrúar 2019 12:45