320 hermenn hafa flúið til Kólumbíu á fjórum dögum Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2019 16:53 Vesti hermannanna. AP/Christine Armario Undanfarna fjóra daga hafa minnst 320 hermenn flúið frá Venesúela til Kólumbíu. Það gerðu þeir í kjölfar þess að þeim var skipað að koma í veg fyrir að hjálpargögnum yrði hleypt yfir landamærin. Flestir hermannanna eru lágt settir innan hersins.Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við nokkra þeirra 40 hermanna sem eiga ekki ættingja í Kólumbíu og búa í neyðarskýli skammt frá landamærunum.Meðal annars sögðust þeir hafa óttast að vera fangelsaðir og því hefðu þeir hlýtt þeim skipunum að koma í veg fyrir að hjálpargögnunum yrði hleypt inn í landið og viðurkenndu þeir að hafa skotið táragasi að mótmælendum. Þá sögðust tveir hafa komið að ráðabruggi um að lauma hjálpargögnunum yfir. Allir segja það hafa verið skyndiákvörðun að flýja yfir landamærin og þeir hafi flúið með ekkert nema herbúninga sína. Þrátt fyrir að sífellt fleiri hermenn virðist gerast liðhlaupar, segja hermennirnir að það sé einungis dropi í hafið. Allt í allt eru um 200 þúsund hermenn í Venesúela og þeir segja gífurlega erfitt að flýja þaðan. Allir sem sýni minnstu óánægju séu fangelsaðir og jafnvel pyntaðir. Andstæðingar Nicolas Maduro, forseta landsins, hafa kallað eftir því að herinn láti af stuðningi sínum við hann en hingað til hafa æðstu menn hersins ekki orðið við því og ólíklegt þykir að það gerist. Einn hermannanna sagði ljóst að Maduro myndi aldrei láta af völdum án inngrips alþjóðasamfélagsins og jafnvel hernaðaríhlutunar. Kólumbía Venesúela Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Undanfarna fjóra daga hafa minnst 320 hermenn flúið frá Venesúela til Kólumbíu. Það gerðu þeir í kjölfar þess að þeim var skipað að koma í veg fyrir að hjálpargögnum yrði hleypt yfir landamærin. Flestir hermannanna eru lágt settir innan hersins.Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við nokkra þeirra 40 hermanna sem eiga ekki ættingja í Kólumbíu og búa í neyðarskýli skammt frá landamærunum.Meðal annars sögðust þeir hafa óttast að vera fangelsaðir og því hefðu þeir hlýtt þeim skipunum að koma í veg fyrir að hjálpargögnunum yrði hleypt inn í landið og viðurkenndu þeir að hafa skotið táragasi að mótmælendum. Þá sögðust tveir hafa komið að ráðabruggi um að lauma hjálpargögnunum yfir. Allir segja það hafa verið skyndiákvörðun að flýja yfir landamærin og þeir hafi flúið með ekkert nema herbúninga sína. Þrátt fyrir að sífellt fleiri hermenn virðist gerast liðhlaupar, segja hermennirnir að það sé einungis dropi í hafið. Allt í allt eru um 200 þúsund hermenn í Venesúela og þeir segja gífurlega erfitt að flýja þaðan. Allir sem sýni minnstu óánægju séu fangelsaðir og jafnvel pyntaðir. Andstæðingar Nicolas Maduro, forseta landsins, hafa kallað eftir því að herinn láti af stuðningi sínum við hann en hingað til hafa æðstu menn hersins ekki orðið við því og ólíklegt þykir að það gerist. Einn hermannanna sagði ljóst að Maduro myndi aldrei láta af völdum án inngrips alþjóðasamfélagsins og jafnvel hernaðaríhlutunar.
Kólumbía Venesúela Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira