Basti svarar fyrir leik sinn: Farinn í átak Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 11:30 s2 sport Það var glatt á hjalla í settinu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þegar farið var yfir leik FH og ÍR í Olísdeild karla og frammistöðu sérfræðingsins Sebastians Alexandersonar í marki ÍR. Bjarni Fritzson kallaði á Sebastian til að koma til bjargar því ÍR-ingar voru í smá markvarðakrísu. En átti hann að koma eitthvað við sögu í leiknum? „Bara ef Stephen gæti ekki spilað. Og hann þurfti einhverja aðhlynningu og svo fékk hann tvær mínútur,“ svaraði Sebastian. Hann fékk því nokkrar mínútur í fyrri hálfleik. Hann er með skráðan einn varðan bolta af sjö, en við nánari skoðun á upptökum af leiknum fór það skot líklega bara í stöngina. Hann allavega sjálfur segist ekki hafa varið bolta. „Í fyrsta lagi, þá áttaði ég mig á því þegar ég var kominn í þennan búning og sá þessar klippur að ég er miklu feitari en ég hélt að ég væri svo ég er kominn í átak,“ sagði Sebastian. „Númer tvö, það eru góðar fréttir fyrir deildina að einhver sem er ekki undirbúinn geti ekki komið og spilað.“ Tómas Þór Þórðarson, þáttarstjórnandi, þakkaði Bjarna Fritzsyni kærlega fyrir að hafa boðið þjóðinni upp á þessa skemmtun en spurði samt hvort það væri ekki svolítið bilað að ná í 49 ára gamlan mann. „Ég get alveg sagt þér það að ef ég væri tíu kílóum léttari og væri búinn að mæta á nokkrar æfingar þá myndi ég alveg nenna að rífa kjaft, en þetta var ekki gott.“ Birkir Fannar Bragason var frábær í marki FH í seinni hálfleik og Sebastian vildi segja að það væri sér að þakka, því það sé ekkert sem hvetur hann áfram eins og að keppa við sig.Klippa: Seinni bylgjan: Basti svarar fyrir leik sinn Olís-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Það var glatt á hjalla í settinu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þegar farið var yfir leik FH og ÍR í Olísdeild karla og frammistöðu sérfræðingsins Sebastians Alexandersonar í marki ÍR. Bjarni Fritzson kallaði á Sebastian til að koma til bjargar því ÍR-ingar voru í smá markvarðakrísu. En átti hann að koma eitthvað við sögu í leiknum? „Bara ef Stephen gæti ekki spilað. Og hann þurfti einhverja aðhlynningu og svo fékk hann tvær mínútur,“ svaraði Sebastian. Hann fékk því nokkrar mínútur í fyrri hálfleik. Hann er með skráðan einn varðan bolta af sjö, en við nánari skoðun á upptökum af leiknum fór það skot líklega bara í stöngina. Hann allavega sjálfur segist ekki hafa varið bolta. „Í fyrsta lagi, þá áttaði ég mig á því þegar ég var kominn í þennan búning og sá þessar klippur að ég er miklu feitari en ég hélt að ég væri svo ég er kominn í átak,“ sagði Sebastian. „Númer tvö, það eru góðar fréttir fyrir deildina að einhver sem er ekki undirbúinn geti ekki komið og spilað.“ Tómas Þór Þórðarson, þáttarstjórnandi, þakkaði Bjarna Fritzsyni kærlega fyrir að hafa boðið þjóðinni upp á þessa skemmtun en spurði samt hvort það væri ekki svolítið bilað að ná í 49 ára gamlan mann. „Ég get alveg sagt þér það að ef ég væri tíu kílóum léttari og væri búinn að mæta á nokkrar æfingar þá myndi ég alveg nenna að rífa kjaft, en þetta var ekki gott.“ Birkir Fannar Bragason var frábær í marki FH í seinni hálfleik og Sebastian vildi segja að það væri sér að þakka, því það sé ekkert sem hvetur hann áfram eins og að keppa við sig.Klippa: Seinni bylgjan: Basti svarar fyrir leik sinn
Olís-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira