Utanríkisráðherra Indlands segir að loftárásirnar hafi verið framkvæmdar en hins vegar er óljóst hvar sprengjurnar höfnuðu, það er að segja hvort þær hafi verið gerðar í Pakistan, eða í þeim hluta Kasmír sem Indverjar stjórna.
Þó er ljóst að árásirnar hafa verið nærri landamærunum að Pakistan því flugherinn þar í landi sendi herþotur sínar á loft til móts við þær indversku án þess þó að til átaka hafi komið. Pakistanski flugherinn staðfesti að sama skapi að indverskar þotur hafi flogið inn í lofthelgi Pakistan en að þær hafi ekki valdið nokkru tjóni.
Spennan á milli ríkjanna tveggja, sem bæði eiga kjarnavopn, hefur því ekki verið meiri í áraraðir. Síðast kom til vopnaðra átaka milli ríkjanna árið 1971. Indverjar kenna Pakistönum um árásir vígamannanna í Kasmír en Pakistanar segja þá alls óviðkomandi stjórnvöldum þar í landi.
Payload of hastily escaping Indian aircrafts fell in open. pic.twitter.com/8drYtNGMsm
— Maj Gen Asif Ghafoor (@OfficialDGISPR) February 26, 2019