Áhyggjur innan hótelgeirans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2019 06:00 Hótel Saga. Vísir/vilhelm Rekstraraðilar í hótelgeiranum hafa áhyggjur af framhaldi í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA). Svigrúmið til launahækkana sé ekki mikið enda laun einn stærsti rekstrarliður fyrirtækjanna. Atkvæðagreiðsla um fyrirhugaða vinnustöðvun ræstingafólks Eflingar þann 8. mars hófst í gær en deilt er um lögmæti hennar. Þar mun Félagsdómur hafa lokaorðið. Í gær var einnig sagt frá því hvert framhaldið verður. Hrina sex stuttra verkfalla, sem beinist helst að hótelum, veitingastöðum og hópferðabílafyrirtækjum, er á döfinni en hafi samningar ekki náðst í apríl verði boðað til allsherjarverkfalls. „Það er grafalvarlegt að beina þessu að hótelum og veitingastöðum. Þetta eru þau fyrirtæki sem slíkar aðgerðir ættu síst að beinast að enda forstjórar þeirra fæstir á forstjóralaunum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótels Sögu og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótel Sögu.Fréttablaðið/EyþórRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í gær að aðgerðirnar beindust gegn fyrirtækjum í þessum geira sem hefðu „breiðustu bökin“. „Það þykir mér sérkennilegt að beina þessu að stóru fyrirtækjunum. Þau eru langflest að passa upp á að fara eftir öllum lögum og reglum, standa skil og passa að aðstæður séu réttar,“ segir Ingibjörg. Hún bætir við að launakostnaður sé hjá ýmsum hótelum um helmingur útgjalda og hafi hækkað mikið eftir kjarasamninga 2015. Á sama tíma hægi á straumi ferðamanna til landsins og fyrirtæki gætu þurft að skera niður komi til mikilla hækkana. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, tekur í svipaðan streng. „Það er svigrúm til hækkana en ekki mikið. Það má ekki gleyma launatengdum gjöldum á borð við tryggingargjaldið og greiðslur í lífeyrissjóði. Þau toga í,“ segir Davíð Torfi. „Ef það kemur til mikilla hækkana þá er ekki hægt að ýta því út í verðlagið enda Ísland nú þegar dýrt samanborið við önnur lönd.“ Bæði segja að unnið sé að því að láta vinnustöðvunina 8. mars hafa sem minnst áhrif komi til hennar. Samráð standi yfir um hverjir megi ganga í hvaða störf og vonast sé til þess að náist að taka á móti öllum gestum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Rekstraraðilar í hótelgeiranum hafa áhyggjur af framhaldi í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA). Svigrúmið til launahækkana sé ekki mikið enda laun einn stærsti rekstrarliður fyrirtækjanna. Atkvæðagreiðsla um fyrirhugaða vinnustöðvun ræstingafólks Eflingar þann 8. mars hófst í gær en deilt er um lögmæti hennar. Þar mun Félagsdómur hafa lokaorðið. Í gær var einnig sagt frá því hvert framhaldið verður. Hrina sex stuttra verkfalla, sem beinist helst að hótelum, veitingastöðum og hópferðabílafyrirtækjum, er á döfinni en hafi samningar ekki náðst í apríl verði boðað til allsherjarverkfalls. „Það er grafalvarlegt að beina þessu að hótelum og veitingastöðum. Þetta eru þau fyrirtæki sem slíkar aðgerðir ættu síst að beinast að enda forstjórar þeirra fæstir á forstjóralaunum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótels Sögu og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótel Sögu.Fréttablaðið/EyþórRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í gær að aðgerðirnar beindust gegn fyrirtækjum í þessum geira sem hefðu „breiðustu bökin“. „Það þykir mér sérkennilegt að beina þessu að stóru fyrirtækjunum. Þau eru langflest að passa upp á að fara eftir öllum lögum og reglum, standa skil og passa að aðstæður séu réttar,“ segir Ingibjörg. Hún bætir við að launakostnaður sé hjá ýmsum hótelum um helmingur útgjalda og hafi hækkað mikið eftir kjarasamninga 2015. Á sama tíma hægi á straumi ferðamanna til landsins og fyrirtæki gætu þurft að skera niður komi til mikilla hækkana. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, tekur í svipaðan streng. „Það er svigrúm til hækkana en ekki mikið. Það má ekki gleyma launatengdum gjöldum á borð við tryggingargjaldið og greiðslur í lífeyrissjóði. Þau toga í,“ segir Davíð Torfi. „Ef það kemur til mikilla hækkana þá er ekki hægt að ýta því út í verðlagið enda Ísland nú þegar dýrt samanborið við önnur lönd.“ Bæði segja að unnið sé að því að láta vinnustöðvunina 8. mars hafa sem minnst áhrif komi til hennar. Samráð standi yfir um hverjir megi ganga í hvaða störf og vonast sé til þess að náist að taka á móti öllum gestum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36
Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07