Áhyggjur innan hótelgeirans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2019 06:00 Hótel Saga. Vísir/vilhelm Rekstraraðilar í hótelgeiranum hafa áhyggjur af framhaldi í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA). Svigrúmið til launahækkana sé ekki mikið enda laun einn stærsti rekstrarliður fyrirtækjanna. Atkvæðagreiðsla um fyrirhugaða vinnustöðvun ræstingafólks Eflingar þann 8. mars hófst í gær en deilt er um lögmæti hennar. Þar mun Félagsdómur hafa lokaorðið. Í gær var einnig sagt frá því hvert framhaldið verður. Hrina sex stuttra verkfalla, sem beinist helst að hótelum, veitingastöðum og hópferðabílafyrirtækjum, er á döfinni en hafi samningar ekki náðst í apríl verði boðað til allsherjarverkfalls. „Það er grafalvarlegt að beina þessu að hótelum og veitingastöðum. Þetta eru þau fyrirtæki sem slíkar aðgerðir ættu síst að beinast að enda forstjórar þeirra fæstir á forstjóralaunum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótels Sögu og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótel Sögu.Fréttablaðið/EyþórRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í gær að aðgerðirnar beindust gegn fyrirtækjum í þessum geira sem hefðu „breiðustu bökin“. „Það þykir mér sérkennilegt að beina þessu að stóru fyrirtækjunum. Þau eru langflest að passa upp á að fara eftir öllum lögum og reglum, standa skil og passa að aðstæður séu réttar,“ segir Ingibjörg. Hún bætir við að launakostnaður sé hjá ýmsum hótelum um helmingur útgjalda og hafi hækkað mikið eftir kjarasamninga 2015. Á sama tíma hægi á straumi ferðamanna til landsins og fyrirtæki gætu þurft að skera niður komi til mikilla hækkana. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, tekur í svipaðan streng. „Það er svigrúm til hækkana en ekki mikið. Það má ekki gleyma launatengdum gjöldum á borð við tryggingargjaldið og greiðslur í lífeyrissjóði. Þau toga í,“ segir Davíð Torfi. „Ef það kemur til mikilla hækkana þá er ekki hægt að ýta því út í verðlagið enda Ísland nú þegar dýrt samanborið við önnur lönd.“ Bæði segja að unnið sé að því að láta vinnustöðvunina 8. mars hafa sem minnst áhrif komi til hennar. Samráð standi yfir um hverjir megi ganga í hvaða störf og vonast sé til þess að náist að taka á móti öllum gestum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Rekstraraðilar í hótelgeiranum hafa áhyggjur af framhaldi í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA). Svigrúmið til launahækkana sé ekki mikið enda laun einn stærsti rekstrarliður fyrirtækjanna. Atkvæðagreiðsla um fyrirhugaða vinnustöðvun ræstingafólks Eflingar þann 8. mars hófst í gær en deilt er um lögmæti hennar. Þar mun Félagsdómur hafa lokaorðið. Í gær var einnig sagt frá því hvert framhaldið verður. Hrina sex stuttra verkfalla, sem beinist helst að hótelum, veitingastöðum og hópferðabílafyrirtækjum, er á döfinni en hafi samningar ekki náðst í apríl verði boðað til allsherjarverkfalls. „Það er grafalvarlegt að beina þessu að hótelum og veitingastöðum. Þetta eru þau fyrirtæki sem slíkar aðgerðir ættu síst að beinast að enda forstjórar þeirra fæstir á forstjóralaunum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótels Sögu og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótel Sögu.Fréttablaðið/EyþórRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í gær að aðgerðirnar beindust gegn fyrirtækjum í þessum geira sem hefðu „breiðustu bökin“. „Það þykir mér sérkennilegt að beina þessu að stóru fyrirtækjunum. Þau eru langflest að passa upp á að fara eftir öllum lögum og reglum, standa skil og passa að aðstæður séu réttar,“ segir Ingibjörg. Hún bætir við að launakostnaður sé hjá ýmsum hótelum um helmingur útgjalda og hafi hækkað mikið eftir kjarasamninga 2015. Á sama tíma hægi á straumi ferðamanna til landsins og fyrirtæki gætu þurft að skera niður komi til mikilla hækkana. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, tekur í svipaðan streng. „Það er svigrúm til hækkana en ekki mikið. Það má ekki gleyma launatengdum gjöldum á borð við tryggingargjaldið og greiðslur í lífeyrissjóði. Þau toga í,“ segir Davíð Torfi. „Ef það kemur til mikilla hækkana þá er ekki hægt að ýta því út í verðlagið enda Ísland nú þegar dýrt samanborið við önnur lönd.“ Bæði segja að unnið sé að því að láta vinnustöðvunina 8. mars hafa sem minnst áhrif komi til hennar. Samráð standi yfir um hverjir megi ganga í hvaða störf og vonast sé til þess að náist að taka á móti öllum gestum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36
Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07