Aðrir gætu myndað blokk gegn Miðflokknum um nefndaskipan Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. febrúar 2019 06:00 Steingrímur tilkynnir um breytingu í þingflokkum á þingfundi í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þingflokkur Miðflokksins hefur ekki óskað eftir að kosið verði aftur í nefndir þingsins. „Nei, það er ekki annað komið til mín formlega en bréf frá þeim tveimur þar sem þeir tilkynna formlega um breytingu á aðild sinni að þingflokki,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og vísar til Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar sem gengið hafa til liðs við Miðflokkinn. „Það bréf les ég í upphafi fundar í dag og það tekur þá formlega gildi gagnvart skipulagi þingsins,“ segir Steingrímur. Þingmenn Miðflokksins munu ekki geta krafist breytinga á skipan nefnda án aðkomu og stuðnings annarra þingmanna. Í þingsköpum er lagt upp með samkomulag þingflokka um nefndaskipan og við því verði ekki hróflað ef tveir þriðju hlutar þingheims styðji það. Þetta er túlkað þannig að þriðjungur þingmanna geti farið fram á uppstokkun. Það er 21 þingmaður. Þingflokkur Miðflokksins þarf því tólf þingmenn til liðs við kröfu um uppstokkun. Þá er óvíst að Miðflokkurinn fái aukið vægi við uppstokkun á nefndaskipan þrátt fyrir að flokkurinn sé orðinn stærstur stjórnarandstöðuflokka. Þingflokkar stjórnarandstöðunnar fara með formennsku í þremur nefndum. Af hálfu þingmanna Miðflokksins hefur því verið haldið fram að sem stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu eigi hann tilkall til þess að velja fyrstur í hvaða nefnd hann kýs að fara með formennsku. Svo þarf ekki að fara enda mögulegt að aðrir þingflokkar stjórnarandstöðu myndi samstöðublokk 18 þingmanna, sem kjósi sameiginlega í nefndir. Slík blokk ætti bæði fyrsta og annað val um formannsstóla og níu þingmenn Miðflokksins þyrftu að taka það formannssæti sem eftir væri. Styrking Miðflokksins hefur hins vegar þau áhrif í tveimur nefndum þingsins, atvinnuveganefnd og samgöngunefnd, að flokkurinn hefur tvo þingmenn eða helming sæta stjórnarandstöðunnar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir í bréfi til flokksmanna að hann ætli að fara fram á að skipað verði upp á nýtt í nefndir þingsins. Hins vegar þarf 22 þingmenn til þess að samþykkja slíka beiðni. 23. febrúar 2019 07:15 Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48 Málefnaleg samstaða réði inngöngu í Miðflokkinn Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 20:29 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins hefur ekki óskað eftir að kosið verði aftur í nefndir þingsins. „Nei, það er ekki annað komið til mín formlega en bréf frá þeim tveimur þar sem þeir tilkynna formlega um breytingu á aðild sinni að þingflokki,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og vísar til Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar sem gengið hafa til liðs við Miðflokkinn. „Það bréf les ég í upphafi fundar í dag og það tekur þá formlega gildi gagnvart skipulagi þingsins,“ segir Steingrímur. Þingmenn Miðflokksins munu ekki geta krafist breytinga á skipan nefnda án aðkomu og stuðnings annarra þingmanna. Í þingsköpum er lagt upp með samkomulag þingflokka um nefndaskipan og við því verði ekki hróflað ef tveir þriðju hlutar þingheims styðji það. Þetta er túlkað þannig að þriðjungur þingmanna geti farið fram á uppstokkun. Það er 21 þingmaður. Þingflokkur Miðflokksins þarf því tólf þingmenn til liðs við kröfu um uppstokkun. Þá er óvíst að Miðflokkurinn fái aukið vægi við uppstokkun á nefndaskipan þrátt fyrir að flokkurinn sé orðinn stærstur stjórnarandstöðuflokka. Þingflokkar stjórnarandstöðunnar fara með formennsku í þremur nefndum. Af hálfu þingmanna Miðflokksins hefur því verið haldið fram að sem stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu eigi hann tilkall til þess að velja fyrstur í hvaða nefnd hann kýs að fara með formennsku. Svo þarf ekki að fara enda mögulegt að aðrir þingflokkar stjórnarandstöðu myndi samstöðublokk 18 þingmanna, sem kjósi sameiginlega í nefndir. Slík blokk ætti bæði fyrsta og annað val um formannsstóla og níu þingmenn Miðflokksins þyrftu að taka það formannssæti sem eftir væri. Styrking Miðflokksins hefur hins vegar þau áhrif í tveimur nefndum þingsins, atvinnuveganefnd og samgöngunefnd, að flokkurinn hefur tvo þingmenn eða helming sæta stjórnarandstöðunnar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir í bréfi til flokksmanna að hann ætli að fara fram á að skipað verði upp á nýtt í nefndir þingsins. Hins vegar þarf 22 þingmenn til þess að samþykkja slíka beiðni. 23. febrúar 2019 07:15 Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48 Málefnaleg samstaða réði inngöngu í Miðflokkinn Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 20:29 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir í bréfi til flokksmanna að hann ætli að fara fram á að skipað verði upp á nýtt í nefndir þingsins. Hins vegar þarf 22 þingmenn til þess að samþykkja slíka beiðni. 23. febrúar 2019 07:15
Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48
Málefnaleg samstaða réði inngöngu í Miðflokkinn Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 20:29
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent