Aðrir gætu myndað blokk gegn Miðflokknum um nefndaskipan Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. febrúar 2019 06:00 Steingrímur tilkynnir um breytingu í þingflokkum á þingfundi í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þingflokkur Miðflokksins hefur ekki óskað eftir að kosið verði aftur í nefndir þingsins. „Nei, það er ekki annað komið til mín formlega en bréf frá þeim tveimur þar sem þeir tilkynna formlega um breytingu á aðild sinni að þingflokki,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og vísar til Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar sem gengið hafa til liðs við Miðflokkinn. „Það bréf les ég í upphafi fundar í dag og það tekur þá formlega gildi gagnvart skipulagi þingsins,“ segir Steingrímur. Þingmenn Miðflokksins munu ekki geta krafist breytinga á skipan nefnda án aðkomu og stuðnings annarra þingmanna. Í þingsköpum er lagt upp með samkomulag þingflokka um nefndaskipan og við því verði ekki hróflað ef tveir þriðju hlutar þingheims styðji það. Þetta er túlkað þannig að þriðjungur þingmanna geti farið fram á uppstokkun. Það er 21 þingmaður. Þingflokkur Miðflokksins þarf því tólf þingmenn til liðs við kröfu um uppstokkun. Þá er óvíst að Miðflokkurinn fái aukið vægi við uppstokkun á nefndaskipan þrátt fyrir að flokkurinn sé orðinn stærstur stjórnarandstöðuflokka. Þingflokkar stjórnarandstöðunnar fara með formennsku í þremur nefndum. Af hálfu þingmanna Miðflokksins hefur því verið haldið fram að sem stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu eigi hann tilkall til þess að velja fyrstur í hvaða nefnd hann kýs að fara með formennsku. Svo þarf ekki að fara enda mögulegt að aðrir þingflokkar stjórnarandstöðu myndi samstöðublokk 18 þingmanna, sem kjósi sameiginlega í nefndir. Slík blokk ætti bæði fyrsta og annað val um formannsstóla og níu þingmenn Miðflokksins þyrftu að taka það formannssæti sem eftir væri. Styrking Miðflokksins hefur hins vegar þau áhrif í tveimur nefndum þingsins, atvinnuveganefnd og samgöngunefnd, að flokkurinn hefur tvo þingmenn eða helming sæta stjórnarandstöðunnar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir í bréfi til flokksmanna að hann ætli að fara fram á að skipað verði upp á nýtt í nefndir þingsins. Hins vegar þarf 22 þingmenn til þess að samþykkja slíka beiðni. 23. febrúar 2019 07:15 Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48 Málefnaleg samstaða réði inngöngu í Miðflokkinn Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 20:29 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins hefur ekki óskað eftir að kosið verði aftur í nefndir þingsins. „Nei, það er ekki annað komið til mín formlega en bréf frá þeim tveimur þar sem þeir tilkynna formlega um breytingu á aðild sinni að þingflokki,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og vísar til Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar sem gengið hafa til liðs við Miðflokkinn. „Það bréf les ég í upphafi fundar í dag og það tekur þá formlega gildi gagnvart skipulagi þingsins,“ segir Steingrímur. Þingmenn Miðflokksins munu ekki geta krafist breytinga á skipan nefnda án aðkomu og stuðnings annarra þingmanna. Í þingsköpum er lagt upp með samkomulag þingflokka um nefndaskipan og við því verði ekki hróflað ef tveir þriðju hlutar þingheims styðji það. Þetta er túlkað þannig að þriðjungur þingmanna geti farið fram á uppstokkun. Það er 21 þingmaður. Þingflokkur Miðflokksins þarf því tólf þingmenn til liðs við kröfu um uppstokkun. Þá er óvíst að Miðflokkurinn fái aukið vægi við uppstokkun á nefndaskipan þrátt fyrir að flokkurinn sé orðinn stærstur stjórnarandstöðuflokka. Þingflokkar stjórnarandstöðunnar fara með formennsku í þremur nefndum. Af hálfu þingmanna Miðflokksins hefur því verið haldið fram að sem stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu eigi hann tilkall til þess að velja fyrstur í hvaða nefnd hann kýs að fara með formennsku. Svo þarf ekki að fara enda mögulegt að aðrir þingflokkar stjórnarandstöðu myndi samstöðublokk 18 þingmanna, sem kjósi sameiginlega í nefndir. Slík blokk ætti bæði fyrsta og annað val um formannsstóla og níu þingmenn Miðflokksins þyrftu að taka það formannssæti sem eftir væri. Styrking Miðflokksins hefur hins vegar þau áhrif í tveimur nefndum þingsins, atvinnuveganefnd og samgöngunefnd, að flokkurinn hefur tvo þingmenn eða helming sæta stjórnarandstöðunnar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir í bréfi til flokksmanna að hann ætli að fara fram á að skipað verði upp á nýtt í nefndir þingsins. Hins vegar þarf 22 þingmenn til þess að samþykkja slíka beiðni. 23. febrúar 2019 07:15 Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48 Málefnaleg samstaða réði inngöngu í Miðflokkinn Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 20:29 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir í bréfi til flokksmanna að hann ætli að fara fram á að skipað verði upp á nýtt í nefndir þingsins. Hins vegar þarf 22 þingmenn til þess að samþykkja slíka beiðni. 23. febrúar 2019 07:15
Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48
Málefnaleg samstaða réði inngöngu í Miðflokkinn Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 20:29